Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 47
FLÓRUNÝJUNGAR 39 sér til gamans, og skemmdu hann þannig. Hitt er, að einstaklingar eða erlend söfn, sem fjárráð hefðu, kæmust yfir liann og flyttu af landi burt. Hér vanta lög um náttúruvernd. Þau þurfa að koma fljótt og taka yfir margar greinar hinnar lifandi og dauðu náttúru. Gvendarstöðum i júní 1954, Helgi Jónasson. Nokkrir nýir fundarstaðir jurta eftir Ingólf DaviSsson. Sumarið 1954 athugaði ég gróður í ÁlftafirSi, HamarsfirtSi og á Djúpavogi. Skal hér getið nokkurra fremur fágœtra tegunda. 1. Fjöllaufungur (Athyrium filix femina). Vex innan um gras á klettastall- inum Lambhaga ofan við Bragðavelli í Hamarsfirði. Var mér vísað á hann frá Hamri. 2. Litunarjafni (Lycopodium annotinum) Hamarsdalur. 3. Strand- sauðlaukur (Triglochin maritima) Geithellur, við Hólmatanga. 4. Keldustör (Carex magellanica). Flói ofan við Teigarhorn. 5. Hagastör (C. pulicaris). 1 hálf- deigju undir Fitjahrauni utan við Hof. Hagastörin er nú fundin á sex stöðum alls (Nipu í Norðfirði, Haga í Mjóafirði, innan við Lönd í Stöðvarfirði, Kaldbaksvik á Ströndum, og s.l. sumar fann Steindór Steindórsson hann ofan við Búðir á Snæ- fellsnesi). 6. Marstör (C.salina var. kattegatensis) Djúpivogur. 7. Skriðstör (C. Mackenziei) Djúpavogsflæðar. 8. Heigulstör (C. glareosa) Djúpavogsflæðar. 9. Flóastör (C.limosa) Djúpavogsflæðar. 10. Vatnsliðagras (Alopecurus aequ- alis) Geithellur og Djúpivogur. 11. Sjóvarfitjungur (Puccinellia maritima) al- gengur ó sjóflæðum við Djúpavog. 12. Hjartablaðka (Listera cordata) Lamb- hagi. 13. Lágarfi (Stellaria humifusa) Djúpivogur. 14. Broddkrækill (Sagina subulata) Lambhagi. 15. Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus) Hamarsfjall. 16. Melasól (Papaver radicatum). Algeng ó lóglendi bæði i Álftafirði og Hamars- firði. 17. Fjörukál (Cakile edentula). Djúpivogur. Lítið. 18. Alurt (Subularia aquatica). Hof, í síkjum. 19. Fjalldalafífill (Geum rivale). Sjaldgæfur, sást lítillega á Hamarsdal og í Hofsfjalli. 20. Sigurskúfur (Chamaenerium angusti- folium). Vex ó kletti við túnjaðarinn á Hamri. 21. Blóklukka (Campanula rot- undifolia). Algeng. Flestallar einblóma og fremur lágar. Blómin ekki sérlega stór. 22. Þistill (Cirsium arvense). Vex í gömlum gaiði að IJamri í Hamarsfirði og hefur vaxið þar alllengi, að sögn. Slæðingar: Blóðkollur (Sanguisorba officinalis) vex í kirkjugarðinum í Djúpavogi og bláhattur (rauðkollur, Iinautia arvensis) hefur lengi vaxið ofan við Búlandsnes. Risadesurt (Sisymbrium altissimum) óx við hænsnahús á Djúpavogi, stói'vaxin og í blómi. Krossfifill, þrenningarfjóla og hélunjóli vex þar lika sem slæðingar. I nýræktartúnum eru arfanæpa, arfamustarður og freyjubró algengir slæðingar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.