Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 53
SITT AF HVERJU 45 innar. Ekkert fyi’irbæri af manna völdum jafnast á við Krakatau- gosið, árið 1883, þegar heil eyja í Suðurhöfum sprakk í loft upp, en gosefnin dreifðu svo ljósinu, að birta minnkaði um allt að 10 prósent. Jafnframt varð vart veðurtruflana. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að útiloka þann möguleika, að sprengjutilraunirnar geti verið or- sök veðurtruflana. Hefur Alþjóðlega veðurstofan, sem tengd er Sameinuðu þjóðunum, viðurkennt þetta og beðið þátttökuriki um upplýsingar, sem gætu sannað eða afsannað áhrif sprengjutil- raunanna. Það er engum vafa undirorpið, að innan vissra marka hafa þær mikil áhrif. Sprengjan veldur sérstöku „veðri“. 23 japanskir fiskimenn fengu að kenna á því, er þeir brenndust af geislavirku ryki frá sprengingunni. Vatn gufar upp við hitann, sem fram kemur við sprenginguna, og berst það með uppstreymi til efri laga lofthjúpsins. Áhrifin, sem sprengjan veldur, fara eftir stærð sprengjunnar og hita- magninu, sem fram kemur við sprenginguna. Gæti sprengingin haft víðtækari áhrif? Sérfræðingur mundi benda á, að sterkustu spreng- ingu mætti líkja við það, að fingri væri þrýst á dýnu, sem samsvaraði þá lofthjúpi jarðarinnar. En auk geislavirks ryks er líka annar mögu- leiki. Heita loftið og rakinn leita upp að efri mörkum lofthjúpsins í voldugri súlu. Við skulum hugsa okkur þessa súlu, ekki eins og fingur, sem þrýst er inn í dýnu, heldur stöpul, sem skotið er lóðrétt upp í loftstrauma, liáloftstraumana frá austri til vesturs. Þessi stöpull gæti or- sakað hringiðu, sem valdið gæti truflunum á stóru flæmi. Frægur eðl- isfræðingur hefur bent mér á það, að slíkar truflanir gætu verið nægi- legar til þess að raska rás fellibyljanna. Venjulega fara þeir leiðir, sem hægt er að reikna út, en s.l. ár voru þær óútreiknanlegar. Þessi skoðun er lika ágizkun, og eins og Sir Winston Churchill myndi segja ,,ekki hægt að sanna hana með tilraun“. Þótt maðurinn hafi ef til vill í blindni hróflað við veðurskilyrðum, er ekki hægt að kenna honum um allt, sem aflaga fer í því efni. Vér lifum á tímum, þegar ókennilegir atburðir gerast á norðurhveli jarð- ar. Norðurhvelið er áreiðanlega að hitna, ísþekjan fer dvínandi. Hún er greinilega þynnri en þegar Sir Hubert Wilkins sigldi undir hana í kafbáti fyrir tuttugu árum. Skriðjöklar rýrna. Takmörk sifrerans færast norður á bóginn. Aklawick heitir norðlæg kanadísk borg. Stjórnin mun ætla að flytja borg þessa, vegna þess að jarðvegurinn undir henni hefur þiðnað, en áður var hann sífrosinn. Er borgin að síga niður að yfirborði Mackenzie-fljótsins. 1 Norður-Noregi plægja bændur nú land, sem var sífrosið fyrir einum mannsaldri. Finnast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.