Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 60

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 60
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN líkar bárust oft á góma í ungdæmi minu. Flestir voru í þeirri trú, að valurinn notaði aðeins vængina sem vopn á rjúpuna, oftast gæfi hann henni höggið á bakið, sem riði henni að fullu. En líka heyrði ég mann segja frá því, að hann hefði verið sjónarvottur að þvi, að valur hefði slegið liöfuð af rjúpu í einu höggi með vængnum. Þó ég væri nokkr- um sinnum sjónarvottur að því, er valur framdi banaráð við rjúpur, þá kunni ég ekki glöggt að deila það úr fjarska, hvort hann sló hana með væng eða kló. Þó töldu allir, að hann notaði einungis vængina. Nú heyri ég sagt, að hann noti aðeins kla'rnar. Trúlegt þykir mér, að hann geri það sitt á hvað, eftir því sem á stendur. Þegar ég hef séð val í vígaliug, myndar hann sig fremur til þess að slá með vængj- um heldur en að beita klóm. Allir menn, sem ég hef talað við um veiðiaðferð valsins, eru á einu máli um það, að vængirnir séu hans aðalvopn, enda eru þeir ósviknir. Það er ekki einungis rjúpan, sem fær að kenna á vængjum valsins, hvort sem hann beitir þeim til mat- fanga eða til varnar eggjum sínum og ungum. Þá sögu hef ég heyrt eftir manni, sem var á ferð hjá gljúfragili, þar sem valur var í hreiðri sínu. Komu þá tvær álftir, sem flugu meðfram gilinu. Sveif valurinn þá sem örskot frá hreiðri sínu og hjó í sömu svipan á háls annarrar álftarinnar og það svo sleitulaust, að höfuðið fauk frá bolnum. Þessa sögu mun engin ástæða að rengja. Af eigin reynslu get ég borið um það, að ekki er við lambið að leika sér þar sem valurinn er í vígahug. Set ég hér að lokum eitt atvik því til sönnunar. Það var snemma sum- ars 1877, ég var þá sextán ára að aldri, að ég reið frá Húsavik í hesta- leit austur á Selfjall, sem er einn hluti hins víðáttumikla heimalands þeirrar jarðar. Þar er gil eitt, er Selgil heitir; er það víða með háum gljúfrum, stórskorið og tignarlegt. Ég reið um stund meðfram þessu gili og átti mér einskis ótta von. Fylgdi mér mórauður hundur, stór og fallegur, bæði gæfur og vitur, þótti hann því mikið þarfaþing. Þegar minnst varði kemur valur upp úr gljúfrinu með útþanda vængi, lyftir sér fyrst hátt á loft, en lækkar svo flugið og rennir sér niður yfir höfði mér, sýnilega albúinn til þess að gefa mér ósvikin högg með vængjunum, en klónum otaði hann ekki. Ég veifaði svipu minni yfir höfði mér og gekk svo um stund, þar til liann lækkaði flugið í einni svipan og renndi sér beint á Móra minn, sem þá var við fæturna á reiðhesti minum. 1 þetta sinn sá ég það bezt, að valurinn var enginn óvaningur að beita vængjum sinum. Með leifturhraða gaf hann hund- inum það voðahögg með vængnum, svo hann rauk um koll og vein- aði eins hátt og hann hafði hljóðin til. Yalurinn renndi sér ofan í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.