Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 6
urs gengur virkt sprungu- og eldgosa- belti. A Norðurlandi nær það frá Kelduhverfi til suðurs inn að miðju landsins en greinist þar í tvö belti. Annað heldur áfram til suðurs og í þeim hluta eru t. d. eldfjöllin Katla og Hekla. Hinn anginn, sem teygir sig til suðvesturs, stefnir á Reykjanes og í honum eru eldljöll eins og Heng- ill og eldgosasvæðin á Reykjanesi. Miðatlantshafshryggurinn tengist síð- an landinu við Reykjanes að sunnan- verðu og að norðanverðu nær hann frá mynni Eyjafjarðar og stefnir á Kolbeinsey. Flest öll eldgos, er orðið hafa á ís- landi á síðustu öldum, hafa átt sér stað innan jressa gosbeltis. Sömuleiðis eru öll háhitasvæði landsins inni á þessu belti. Reyndar hafa einnig orð- ið eldgos á Snæfellsnesi, en það svæði er þó ekki nándar nærri eins virkt eins og hin fyrrnefndu eiginlegu gos- belti. Auk gosbeltanna eru tvö svæði á Is- landi, sem sérstaklega eru virk livað jarðskjálfta snertir. Þessi svæði eru um miðbik Suðurlands og á Norður- landi (Sveinbjörn Björnsson, 1976). Nær nyrðra jarðskjálftasvæðið lrá Kelduhverfi og vestur að Skaga, en hið syðra frá Reykjanesi austur á Rangárvelli. l.íta má á jarðskjálfta- svæðin sem tengilið á milli gosbelt- anna annars vegar og Miðatlantshafs- hryggsins hins vegar. Innan gosbeltanna má víðast hvar búast við jarðhræringum og eklgos- um næstum hvenær sem er. Þó eru gosbeltin ekki jafn virk alls staðar. Kristján Sæmundsson (1971) benti fyrstur á að innan gosbeltanna væru afmörkuð svæði, þar sem sprungur og eldstöðvar væru þéttari og eldvirkni meiri en á öðrum stöðum. Þessi svæði eru oit um 10 km á breidd en nokk- urra tuga kílómetra löng og hafa verið kölluð sprungusveimar. Innan sprungusveimanna eru virkustu eld- fjöll landsins, svo kallaðar megineld- stöðvar. Þar eru eldgos verulega tíð- ari en annars staðar innan sveimsins. 1. mynd sýnir mjög einfaldað jarð- fræðikort af Norðausturlandi með gosbeltinu og megineldstöðvum og sprungusveimum innan þess. Sveim- arnir og megineldstöðvarnar eru nefnd eftir viðkomandi háhitasvæð- um. Helstu megineldstöðvar á þessu svæði eru Krafla og Askja. I báðum þessum megineldstöðvum eru miklir sigkatlar eða öskjur (caldera). Kröflu- askjan er sporöskjulaga um 10 km löng í austur-vestur en nálægt 8 km í norður-suðurátt. Greinargóðar lýs- ingar eru þegar til á prenti af jarð- fræði og gossögu Kröflusvæðisins eftir Kristján Sæmundsson (sjá t. d. Guð- mund Pálmason o. fl., 1976 og Axel Björnsson o. 11., 1977) og verður því hér aðeins drepið á helstu atriði. A nútíma, ]j. e. síðustu 10 000 árin, hefur eldvirkní að mestu verið tak- mörkuð við tvö svæði á Kröflu- sprungusveimnum. Þessi svæði eru Kröflusvæðið og sprungusveimurinn norðan þess með 20 gos á þessum tíma svo og Námafjallssvæðið, en þar 2. mynd. Einl'aldur jarðfræðiuppdráttur af Kröflusvæði. Sprungusveimurinn geng- ur í geginnn öskjuna miðja. Byggt á jarð- fræðikorti Kristjáns Sæmundssonar. — Oulline gpological mnp of the Krafla calclera and the associated fault swarm. (From Kristján Saemundsson.) 180
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.