Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 29

Fréttablaðið - 01.08.2009, Page 29
inni&úti ● ● MYNDLISTARSÝNINGIN Lífsmörk - útmörk verður opnuð í sýningarsal Ráðhúss Siglufjarðar í dag klukkan eitt. Sýningin er sjálf- stætt framhald af sýningunni Lífsmörk sem haldin var samhliða LungA- hátíðinni fyrr í sumar. Sjö listamenn taka þátt í sýningunni sem allir hafa unnið saman áður en á sýningunni verða meðal annars klippimyndir, myndbandsverk og málverk. Sýningin stendur til þriðja ágúst. myndlist L andsmenn hafa að undanförnu átt þess kost að hlýða á upplestur Þor- steins Ö. Stephensen á kvöldsögunni Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hún fjallar um lista- manninn Sölva Helgason sem heiðrað- ur er með minnisvarða og veitingastað að Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Sölvi varð ungur munaðarlaus og hóf að flakka um landið upp úr tvítugu eftir að hafa verið í vistum og vinnu- mennsku. Á þeim tíma mátti fólk ekki ferðast milli héraða án reisupassa en Sölvi útbjó sinn reisupassa sjálfur af mikilli stílkúnst en með miklum ýkjum um hæfileika sína og lærdóm. Enda standa á minnisvarðanum í Lónkoti hin ódauðlegu orð hans: Ég er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur. - gun Minnisvarði um listamann- inn Sölva Helgason að Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Djásn og dýrmæti H önnuðurinn Dror Benshetrit hannaði þennan páfuglastól (peacock) fyrir Capellini sem er vöruframleiðandi og þekktur fyrir framúrstefnulega hönnun. Lögun stólsins vísar í útbreitt stél páfuglsins sem lætur engan ósnortinn en þó að fyrirmyndin sé fugl þá hefur Benshetrit tekist að skapa einstaklega þægilegt húsgagn. Stóllinn fæst í grænu og bláu, en það eru litirnir sem páfuglinn prýða. Frekari upplýsingar um hönnuðinn Benshetrit er meðal annars að finna á www.studiodror.com/ - ve Stóllinn fæst í grænu og bláu, en það eru litirnir sem páfuglinn skartar. Framúrstefnulegt LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2009 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.