Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Síða 11

Samvinnan - 01.12.1948, Síða 11
Skilnaðarskál undir Svartárhceð. Leitarmannakofinn i Alftakróki. nokkurra mannvirkja, nema grjót- garða, þar til um síðustu aldamót, að nokkrar spýtur voru fluttar fram á heiðina og búnar til úr þeim réttar- grindur. Svo vel var réttin gerð frá náttúrunnar hendi. Það tekur ekki langa stund að rétta, sízt nú seinni árin síðan mæðiveikin fór að rétta fjárstofn manna niður í byggð. í haust réttuðu Húnvetningar og Borgfirðingar saman þarna í Réttar- vatnstanganum í síðasta sinn um ófyr- irsjáanlega framtíð. Mæðiveikisgirð- ingu er nú verið að koma upp yfir þvera Arnarvatnsheiði, í áttina til Langjökuls, svo að fé þessara héraða hættir að ganga saman á afréttunum. Það hvíldi því sérstök stemning kveðjustundar og saknaðar yfir Rétt- arvatnssamkomunni í haust. Bænd- urnir og bændasynirnir föðmuðust ennþá innilegar en nokkru sinni fyrr og þegar að hinni raunverulegu kveðjustund kom virtist svo, sem hin- um gömlu gleðihrókum yrði stirt um málbeinið. FÉ SUNNLENDINGA var runnið langt suður á heiðina, í áttina til náttstaðarins á Álftakróki. þegar fjall- konungarnir kvöddust undir Svartar- hæð, í uppstyttu á milli hausthryðj- anna. Þeir horfðu alvöruþrungnir hvor á annan um stund og létu pelann ganga nokkrum sinnum. Svo þögðu þeir enn um stund, litu til himins, eins og til að sjá hvort í hryðjunum væri nú lok- ið. En áður en nokkurn varði hlupu þeir saman og föðmuðust, en faðmlög- in enduðu með löngum og kraftmikl- um kossi. Skilnaðarkossi tveggja þjóð- höfðingja, sem skiptu nú með sér leit í síðasta sinn. Annar fór í norður en hinn í suður, meðal óteljandi vatna og hæða Arnarvatnsheiðar. Fjallkóngarn- ir liöfðu nú kysstzt að skilnaði, leitun- um var í raun og veru lokið, þó að eft- ir væri að koma fénu til byggða. Það voru síðustu sameiginlegu leitirnar hjá Húnvetningum og Borgfirðingum á afréttum Arnarvatnsheiðar. Merkur þáttur og skemmtilegur í lífi og önn- um þessara héraða er á enda. En vin- átta sú, sem bundizt hefur á liðnum öldum, heldur áfram. G. Þ. DregiO i dilka. 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.