Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Page 14

Samvinnan - 01.12.1948, Page 14
Er betra að sjá hij óm- sveitina? Eða geta menn notið foljómlistar eins vel í útvarpi? Spjall um hljómsveitir, hljómsveitarstjóra og viðhorf áheyrenda Þessi grein er eftir HOWARD TAUBMAR, sem er kunnur tónlistargagnrýnandi í Bandaríkjunum. ITÖFUÐHLUTVERK Symfóníu-hljóm- sveitar er að láta til sín heyra. Ef þér eruð góður áheyrandi, þá farið þér á hljóm- leika til þess fyrst og fremst, að hlýða á tón- listina. Hvort sem boðskapur sá, er tón- skáldið flytur yður, er blandinn gáska eða tárum, von eða örvæntingu, sannleika eða fegurð, verður hann að ná til yðat í gegnum eyrað. Ekkert annað skilningarvit dugar til þess. Utvarpstæki og grammófónar ættu því að vera hin ákjósanlegustu tæki til þess að flytja áheyrandanum tónana, ef þau megn- uðu að flytja þá óbrjálaða og ná hljómi symfóníu-hljómsveitarinnar með nákvæmni. En þessi tæki eru ennþá ófullkomin og þess vegna jafnast ekkert á við hljómleikasalinn til þess að njóta góðrar, symfónískrar tón- listar. En nú er sjónvarpið komið til sögunn- ar og hlutverk þess virðist vera að gera sym- fóníska hljómleika að skemmtun fyrir aug- að ekki síður en eyrað. Nú í dag megnar sjónvarpstæknin — þótt enn sé á bernskuskeiði — að útvarpa og sjónvarpa hljómleikum úr hljómleikasal, þannig, að hundruð þúsunda manna geta horft á jafnt sem hlustað. Síðar mun koma að því, þegar sjónvarpstæknin verður full- komnuð og sjónvarpstæki verða almennings- eign — eins og útvarpstæki eru nú — að milljónir manna munu sjá og heyra hljóm- leika hinna heimsfrægu hljómsveita, sem helzt er sótzt eftir fyrir öldur ljósvakans. Verður það til bóta? Getur áheyrandinn notið tónlistarinnar betur ef hann getur jafnframt séð hljóðfæraleikarana blása, strjúka, eða berja hljóðfæri sín? Verður hljómlistin auðskildari ef menn geta, jafn- framt og þeir hlusta, horft á fettur og brett- ur hljómsveitarstjórans og jafnvel grand- skoðað svipbrigði hans? í stuttu máli, er betra að sjá hljómsveitina? 14

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.