Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 6
sem réttur bænda og réttur verka- manna var tryggður á þeim árum, þann veg, að hvor flokkurinn hjálpaði öðrum við stuðning réttlætismála. Minna má á hina ágætu samvinnu Jóns Baldvinssonar og Jónasar Jóns- sonar. I Skinfaxagreinunum ræðst J. J. gegn fjárplógsmönnum og hverskonar fjárdrætti. Allt frá greinunum um „filistea“ og til þessa dags, í meir en fjörutíu ár, hefur þeirri sókn frá hendi hans aldrei linnt. 2. Samvinnumál. Lífsskoðun sam- vinnumanna var hinn raunverulegi „barnalærdómur J. J. Trúin á gildi samvinnustefnunnar var það hellu- bjarg, sem hann reisti alla starfsemi sína á. Starf hans í þágu samvinnufé- laganna hefði eitt nægt til þess að halda nafni hans á lofti. Sigurður Kristinsson, hinn hófsami og gætni for- stjóri S.I.S., segir 1935: „Jónas Jóns- son er sá maður sem mest hefur kveð- ið að í samvinnumálum síðustu tvo áratugina“. Bent skal á þetta: Jónas átti drjúgan þátt í því að heildsala S.I.S. var lvajin á stríðsár- unum fyrri, undir hinni heillavænu forustu Hallgríms Kristinssonar. Jónas átti mestan þátt í setningu samvinnulaganna 1921. Hann fór utan til að kynna sér erlenda samvinnulög- gjöf og undirbjó lagafrumvarpið, með rökstuðningi, er nægði til sigurs, gegn sterkri andstöðu. J. J. hefur stjórnað Samvinnuskól- anum frá 1918 til þessa dags, nema ár- in, sem hann sat í ráðherrastól. Mik- ill meirihluti af kaupfélagsstjórum landsins eru lærisveinar hans og mik- ill hluti af starfsmönnum S.I.S. og kaupfélaganna. J. J. var ritstjóri Tvmarits sam- vinnujélaganna og Samvinnunnar, frá 1917 til 1947, nema þau árin, sem hann var ráðherra. Auk þess var hann óþreytandi til sóknar og varnar sam- vinnufélögum á hverjum vettvangi, einkum í blöðunum, fyrst Skinfaxa, síðan í Tímanum, Landvörn og Ofeigi. Er skemmst að minnast hinn- ar miklu varnargreinar í „olíumálinu“. Fyrst eftir lestur þeirrar greinar mun almenningi hafa orðið fullljós afstaða S.I.S. til þessara mála. Hann hefur verið sverð og skjöldur samvinnunnar í hálja öld. 3. Þjóðskólar. J. J. ritaði mikið í Skinfaxa um skólamál. Greinarnar um „Nýju skólana ensku“ eru mér enn í fersku minni. Fyrir honum vakti ný stefna í skólamálum. Allt nám skyldi frjálsara og um leið al- hæfara en í hinum klassisku, lærðu skólum. Að þessu vann hann með stofnun héraðsskólanna. Alkunn er barátta hans fyrir fyrsta héraðsskól- anum, að Laugum. Að hans ráðum var stefna skólans mótuð. Hún var fullkomin nýung. Miklu meira náms- frelsi og áherzla lögð á sjálfstætt nám og sjálfstæða vinnu. Síðan hélt bar- áttan áfram skóla af skóla. Laugar- vatn er táknrænasta dæmið. Skóla- mál Sunnlendinga voru öll komin í ó- leysanlega flækju, þegar J. J. hjó á hnútinn og byggði allt hiklaust að nýju. Barátta J. J. fyrir húsmceðraskól- unum var alveg hliðstæð. Eigi voru þeir síður slæmar héraðsflækjur, sem leysa þurfti. En J. J. tókst það allt með lagni sinni. Ekkert sýnir betur, hve hugsjóna- maðurinn J. J. var hagsýnn en valið á skólastöðum. J. J. var upphafsmað- ur og öruggur baráttumaður þess, að skólarnir skyldu reistir við jarðhita, þar sem unnt var. Oft átti hann í harðri baráttu við þá, sem héldu fram „köldum stöðum“. Það var einnig að ráðum og fyrirlagi J. J. að héraðsskól- arnir voru gerðir að sumargistihúsum. Enn um langa framtíð mun ekki finn- ast hentara ráð til þess að taka á móti erlendum sumargestum og innlendum í sveitum. Ingimar Jónsson segir um Jónas 1935: „Héraðsskólarnir og gagnjrceða- skólarnir í kaupstöðum voru jyrst og jremst hans verk.“ En þeir voru ekki í fyrstu múraðir og kerfisbundnir, sem tröppur langskólastigans, svo sem síð- ar varð. 4. Iþróttir. Við Islendingar erum að tiltölu einhver mesta íþróttaþjóð álf- unnar. Vissulega munum við skara fram úr öðrum þjóðum í sundi. Ekki veit ég, hvort æskumönnum er nú ljóst, að þetta eigum við fyrst og fremst J. J. að þakka. Að hans ráð- um voru reistir ágætir fimleikasalir við héraðsskólana og fengnir vel menntir íþróttakennarar. Hann barðist fyrir stofnun íþróttakennaraskólans. Að hans ráði risu hinar volgu sundlaugar við skólana víðsvegar um land. Þetta allt kom til hjálpar íþrótta- Tímaritið Samvinnan á Jónasi Jónssyni mikið að þakka. Um þriggja áratuga skeið jór saga ritsins og saga hans sem eins áhrifamesta hugmyndasmiðs, ritstjóra og stjórnmálamanns þjóð- arinnar saman á marga lund. Ojt reyndust ritgerðir Jónasar í tímaritinu sáð korn, sem meiðir stórmála spruttu upp aj, og á síð- um Samvinnunnar hlúði hann að þeim, unz þau blómguðust í sólskini veruleikans. Samvinnan — vettvangur baráttunnar — tók sjálj miklum breytingum í ritstjóratíð Jónasar, ejtir þörjum samvinnustefn- unnar og þróun þjóðlíjsins. Ritið var ejnislega sniðið við sívax- andi lesendahóp, enda jók það stöðugt áskrijendajjölda sinn og Jónas skilaði því í hendwr nýrrar kynslóðar sem útbreiddasta tímariti landsins. Á þeim tímamótum, sem nú verða í œvi og starfi Jónasar Jóns- sonar, jærir Samvinnan honum hugheilar þakkir jyrir starf lið- inna ára og hamingjuðskir með ajmcelið. 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.