Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 18
Húsmóðir í heimskautslandi Ung kona segir frá vetrardvöl á Svatbarða Það er aðfangadagskvöld, langt norður í íshafi, langt fyrir norðan heimskautsbaug. í lágreistum, snævi þöktum kofa, kveikja tveir menn og ein kona hátíðlega á kertum og litlu jólatré, sem gert er úr rekavið. Bæði var það til að viðhalda þessum skemmtilega sið og líka einskonar ögrun við náttúruöflin. Konan í þessum einmanalega kofa, Christiane Ritter, hafði mánuði áður snú- ið þangað til bónda síns, þrátt fyrir mótbárur vina og frænda. Eiginmað- ur hennar hafðist við í veiðikofa á norðurströnd Svalbarða ásamt veiði- félaga sínum. Nú fyrst þekkti hún þessa stirðnuðu veröld og háska heim- skautsvetrarins, — órofið myrkur frá miðjum október og næstum því fram í marz. Glórulausir blindbyljir, kuldi og hungur. í þessu fjöllótta landi, þar sem ísinn ber við himinn, hafði hún líka fundið heiðríkju hugans og friðsæla fegurð, sem umbreytir mann- inum. í þessari frásögn liefur Christiane Ritter dregið upp ógleymanlega mynd af lífinu á einum af dulmögnuðustu svæðum jarðarinnar. * Þegar ég ákvað að dvelja vetrar- langt hjá eiginmanni mínum norður í íshafi, taldi fjölskylda mín, vinir og jafnvel ókunnugir það heimskulega fjarstæðu. „Þú munt frjósa í hel og verða skurfum þakin og veik“, hljóm- aði allsstaðar, og fyrir kom, að mér flaug í hug, að ef til vill hefðu þessar raddir rétt fyrir sér. Maðurinn minn hafði lengi alið þann draum að dveljast í veiðikofa norður í íshafi. Bæði vorum við þó alin upp í Mið-Evrópu. Draumurinn varð að veruleika, þegar hann tók þátt í vísindaleiðangri þar norður í höfin. Hann varð þar eftir og gaf sig að veiðum. Hann skrifaði mér og sagði mér að yfirgefa heimili mitt og ætt- ingja og koma til sín norður í íshafið. Mér stóð Norðurheimskautið þá fyrir hugskotssjónum sem helfrosin, lífvana eyðimörk. Hann sendi mér dagbækur sínar og smám saman tók frásögn hans að vekja aðrar tilfinn- ingar hjá mér. Hann sagði mér frá dýralífinu og töfrum óbyggðanna. Hann sagði mér frá hinum einkenni- legu litbrigðum landlagsins og ann- arlegu mati á sjálfum sér í hrikaleik hinna fjarlægu heimskautslanda. En hvergi minntist hann á kulda, storma eða harðræði. Ég hugsaði um þetta fram og aftur og brátt varð veiðikof- inn hugþekkur í augum mínum. Sem húsmóðir mundi ég auðvitað ekki þurfa að fara í hættulegar veiðiferðir. Ég gat sitið við eldinn í kofanum og stoppað í sokka, prjónað, málað, les- ið og sofið eins og hugurinn girntist. í öryggi og lilýju gat ég athugað hina dulmögnuðu fegurð heimskautsnæt- urinnar. Ég ákvað að fara. Það var heitan júlídag, sem ég kvaddi fjölskyldu mína. í skíðafötum og járnuðum klossum steig ég um borð í skip, sem átti að fara frá Nor- egi til Svalbarða. Skipið hélt leiðar sinnar norður með ströndum Noregs, og ég tók eftir því, að allt var bjartara en þó kaldara og einmanalegra eftir því sem norðar dró. Berir fjallatindar, klettum girtir, slúttu niður í sjó. Svona hefur líklega landslagið verið á síðustu dögum Nóaflóðsins, hugsaði ég með mér. Skipið breytti nú um stefnu og klauf sjóinn milli Noregs og Bear Is- land. Smám saman varð loftið hrá- slagalegt og kalt. Við fórum nú fram hjá suðurodda Svalbarða, hinu ein- manalega eylandi í íshafinu. Móti austri, undir lágum mistursskýjum, kom í ljós röð af bláum fjöllum. Hvítir skriðjöklar sigu með heljar- þunga niður gil og skörð. „Þarna yfir frá er Longyear City, norsk kolanáma", sagði einhver, „það er yzti útvörður menningarinnar“. Skipið hélt áfram í norður og inn í grátt mistrið. Að lokum komum við að Kóngsflóa. Þar er gömul, yfirgefin kolanáma og þar beið bóndi minn eftir mér. Mér var róið til lands gegn um mistrið, og brátt sá ég hann, háan og grannan, á bryggjunni. Hann var brúnn af sólinni og var í bættum jakka og stígvélum, sem voru hvítn- uð af sjávarseltu. Hann ljómaði af rósemi, þegar við fögnuðum hvort öðru, og það hafði mest áhrif á mig. Hann virtist mjög breyttur. Hermann sagði strax, að við hefð- 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.