Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 28
mestan eljanþrótt í þessa sókn, og mesta hugkvæmni til að marka stefn- una: Sigurður búnaðarmálastjóri, Fryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson. Fullyrða má, að hlutur J. J. var eigi minnstur af þessum, hvorki hvað hug- kvæmni snertir til þess að marka stefnu, né ráðsnilli að komast að marki. Þeim var Ijóst, að hér varð að vinna á mörgum ólíkum sviðum. Jarðrcekt- arlögin, vélasjóðurinn, lögin um tilbú- inn áburð, sem fluttur var ókeypis til landsins og seldur án álagningar, gerðu stórvirki til að hjálpa ræktun og búnaðartækni. B únaðarbankinn veitti meira og ódýrara starfsfé en áð- ur. En til þess að allt þetta kæmi að notum, þurfti að létta einangrun af sveitum. Vegakerfið var endurbætt risaskrefum, miklu hraðar en nokkum hafði dreymt. Um 1920 áætluðu for- ingjar íhaldsmanna, að bílfært yrði frá Borgarnesi norður að Vatnsskarði um 1940. Undir stjórn Tr. Þ. og J. J. sóttist svo vel, að áætlunarbílar tóku að fara milli Borgarness og Akureyr- ar eftir 1930. Þetta er aðeins tekið sem dæmi. Svona var hratt sótt um vegi og brýr um allt land. Strandferðir voru endurbættar. Símakerfið þanið um sveitir. Póstferðir skipulagðar að nýju. Utvarpið stofnað og skipulagt. Allt þetta vom leiðir að viðreisn sveitanna. Islenzkar sveitir og dreifð kauptún skyldu fá aðstöðu til þess að þroska atvinnuhætti og menningu að nútímahætti. 10. Ætla mætti, að J. J. hefði haft ærið starf við stjórnmálin þessi árin. En því fór fjarri. Hann var jafn- framt mikilvirkasti, snjallasti og á- hrifamesti blaðamaður landsins. Á öðrum sviðum var hann einnig mikil- virkur rithöfundur. Hann ritaði fjölda greina um fagurfræðileg efni, og margt mannaminna, sem em bókmenntalegir gimsteinar. Hann reit einnig margar og merki- legar kennslubækur, ólíkar öllum öðr- um. Börn og unglingar lesa þær með ánægju og þvingunarlaust. Hér kem- ur skáldæðin til hjálpar. Hann sér fleira en aðrir og á létt með að birta öðmm sýnir. * Eftir síðustu heimsstyrjöld sat stjórn að völdum, sem nefndi sjálfa sig „Nýsköpunarstjórn". Þetta er hreinasta rangnefni. Þótt miklar framfarir og framkvæmdir hafi orðið síðasta áratuginn, er það þó á öllum sviðum aðeins framhald þeirrar miklu sóknar, sem hófst með fullveldinu 1918. Þá var í fyrsta sinni í sögu ís- lenzkrar endurreisnar, stefnt frá því, vitandi vits, að við værum í þjóð- háttum forngripur álfunnar, en á öll- um sviðum athafna og menningar skyldu koma menningarhættir og tækni samtíðarinnar. 011 framsókn síðar er eftir leiðum, sem þá vom markaðar. En það var hamingja Is- lands, að mesti foringinn og nánustu samstarfsmenn hans, svo sem Tryggvi Þórhallsson, voru frá æsku gagnsýrðir af þjóðlegri, íslenzkri menningu og héldu sterkan vörð um þjóðernisverð- mætin. * Hví þá að rifja þetta upp nú? Er ekki sagan alkunna og geymist öll, í skjölum og skilríkjum? I skólunum er kennd saga löngu lið- inna tíma, en fátt um okkar daga. Nú er komin á þrítugsaldur kynslóð, sem á engin minni til daga hinnar miklu nýsköpunar fyrstu áratugina eftir fengið fullveldi. Hinir eldri virðast margir einnig gleymnir. Jónas Jóns- son var foringi hinnar miklu sóknar og bar hæst allra íslenzkra stjórn- málamanna. Þess verður að minnast á sjötugsafmæli hans. * Winston Churchill er á níræðis- aldri og stendur þó enn við stýri hins mikla dreka Bretanna. Margir brezkir stjórnmálamenn hafa unnið hin mestu afrek og haldið völdum til hárrar eHi. Öðruvísi er okkur farið, íslending- um: Jón Arason, hinzti vörður hins forna sjálfstæðis, var hálshöggvinn. Skúli fógeti lifði síðustu árin ein- mana, í andstöðu við ráðamenn landsins, og undir árásum. Jóni Sigurðssyni var ekki boðið á þjóðhátíðina 1874. Hannesi Hafstein, foringja alda- mótavakningarinnar, var hrundið frá áhrifum. Hans eigin flokkur brást honum. Jónas Jónsson er nú sjötugur, en hraustur, með óskerta andlega krafta. Honum var, rúmlega sextugum, hrundið frá beinum völdum í stjórn- málum. Mun ekki sagan lyfta honum á hæsta sjónarhól sinnar samtíðar? Stendur hann ekki enn á tindinum? Yztafelli, 25. marz 1955. Jón Sigurðsson. Skólastjórinn og ritstjórinn (Framh. af bls. 5) til ómetanlegs gagns og verður Jónasi Jónssyni seint fullþakkað fyrir störf hans við undirbúning þessarar löggjaf- ar og þann þátt, sem hann átti í, að lögin næðu fram að ganga. £g læt þessi fáu orð nægja um störf Jónasar Jónssonar fyrir Sam- bandið, þar sem aðrir munu skrifa rækilega um störf hans í þetta hefti Samvinnunnar. Ég vil aðeins bæta því við, að samvinnumenn munu með þakklæti minnast Jónasar Jónssonar sem mikils baráttumanns fyrir sam- vinnuhreyfinguna og mesta rithöfund- ar um samvinnumál það sem af er þessari öld. Nú á þessum tímamótum í ævi Jón- asar Jónssonar vil ég fyrir hönd Sam- bands ísl. samvinnufélaga þakka hon- um öll hans mikilvægu störf fyrir Samvinnuhreyfinguna í landinu og óska honum allra heilla. Sigurður Kristinsson. ------ ^ i w---------- Samvinnuskólanum verður slitið í 36. sinn, 30. apríl. Lætur Jónas Jóns- son þar með af störfum við skólann eftir langa og gifturíka skólastjórn. Hefur hann verið skólastjóri frá 1918, nema árin 1928—1931, er hann gegndi ráðherrastörfum. I tilefni af þessum merku tímamót- um í lífi og starfi Jónasar munu nem- endur hans, vinir og samstarfsmenn halda honum hóf að Hótel Borg á sjötugasta afmælisdegi hans, 1. maí. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.