Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 12
Arið 1910 voru 7-1 sveilabœir af hverjum 100 það, sem kalla má torfbcei, en árið 1950 voru aðeins 12 bœir af hverjum 100 iir torfi. Árið 1950 er minnst af torfbæjum í Gullbringu-og Kjósarsýsla 1,5% Norður-ísafjarðarsýslu 4,6% Árnessýslu 5,3% Austur-Skaftafellssýslu 5,5% Austur-Skaftafellssýslu 5,5%. En það ár eru flestir torfbæir eftir í Austur-Húnavatnssýslu 31,8% Vestur-Húnavatnssýslu 28,5% Skagafjarðarsýslu 23,8% Dalasýslu 22,0%. Þegar byggingarástandið er athug- að í einstökum byggðarlögum, þá kernur glöggt í ljós, að þau héruð þar sem úrfellaminnst er, hafa verið í öft- ustu röð með að útrýma torfbæjunum. Þar hafa þeir staðið betur og húslek- inn ekki orðið eins óbærilegur. — Þeg- ar gripahúsabyggingar eru athugað- ar, kemur það sama í ljós. En hvernig er það með aukin þæg- indi á sveitabýlum? Ef þær hliðar eru athugaðar, kemur í ljós, ekki minni framþróun, heldur en í ræktun og húsabyggingum, enda brýn þörf, þar sem ekkert ár hefur liðið á síðustu 50 árum, svo að erfiðleikar með húshjálp hafi ekki aukizt. Gerð hefur verið athugun á þróun- inni frá 1930—1950 og skal hér vikið að þremur mikilsverðum þáttum í þægindum sveitaheimilanna. Árið 1930 var miðstöðvarupphitun aðeins á 8,7% af sveitabæjum, en árið 1950 var hún komin á 77,2% af öllum sveitabýlum. Hæstar á blaði voru þessar sýslur: Gullbringu- og Kjósarsýsla 94,9% Árnessýsla 90,1% Norður-Þingeyjarsýsla 88,2% Borgarfjarðarsýsla 87,0% Skemmst á veg komnar voru: Austur-Skaftafellssýsla 38,1% Vestur-Skaftafellssýsla 44,8% Suður-Múlasýsla 55,7% Norður-Múlasýsla 58,5% Gagnvart Skaftafellssýslum, einkum Vestur-sýslunni, má vitanlega taka það til greina, að í engri sýslu munu vera eins margar heimilisrafstöðvar notaðar til upphitunar, og þar. Um aldamótin voru fá íbúðarhús á landi voru, sem höfðu vatn leitt inn í íbúðarhúsið. Árið 1930 var vatnsleiðsla komin á 33% af sveitabæjum, en árið 1950 var vatn leitt inn á 80,9% af sveitabýlum. Með vatnsleiðslur voru þessar sýsl- ur í fyrstu röð: Borgarfjarðarsýsla 92,1% Suður-Þingeyjarsýsla 90,2% Strandasýsla 88,3% Suður-Múlasýsla 87,2% Verst á vegi staddar voru: Snæf.- og Hnappadalssýsla 65,3% Gullbringu- og Kjósarsýsla 73,6% Barðastrandarsýsla 73,8% Rangárvallasýsla 74,5% Má af þessu sjá, að engar fram- kvæmdir voru hlutfallslega jafnari um allar byggðir landsins en vatns- leiðsla í íbúðarhús. Þá skal að síðustu nokkuð vikið að byggingu útihúsa í sveitum landsins. — Eins og eldri kynslóðinni er kunn- ugt, þá má segja, að við síðustu alda- mót væri ekkert útihús í sveitum til, úr varanlegu efni. En eftir því sem næst verður kom- ist, eru nú til útihús úr varanlegu efni yfir 25000 nautgripi 330000 fjár, 18 þús. hross og heyhlöður yfir 2 milj- ónir hestburða, þar af votheyshlöður yfir 300 þús. hestburði. Gripahús úr varanlegu efni eru því yfir Vi þess bú- fénaðar er landsmenn eiga nú. Hvað til er af verkfærageymslum, áburðar- húsum og þvaggryfjum, hefi ég eigi séð neinar ábyggilegar skýrslur yfir, en eftir því sem næst verður komist, hefur þróunin í byggingu áburðar- gej'msla verið hliðstæð byggingu ann- arra útihúsa. Eins og sjá má á þessu erum við skemmra komnir í byggingu útihúsa í sveitum heldur en íbúðarhúsa, eins og eðlilegt má teljast. Á næstu árum liggur því fyrir að byggja gripahús í stórum stíl. Varðandi fjósbj^ggingar er Eyja- fjarðarsýsla bezt á vegi stödd, hefur nú byggt góð fjós úr varanlegu efni yfir % af núverandi nautgripastofni sínum. Lökust er Skagafjarðarsýsla. Þar er aðeins búið að byggja varan- leg fjós fyrir % af nautgripum hér- aðsins. Varðandi fjárhúsbyggingar er Árnessýsla bezt á vegi stödd. Ástæða væri til að ræða nokkuð um talsímann, rafmagnið og vegina en eigi er tími til þess í þetta skifti. Enda (Framh. á bls. 74) Árið 1930 var vatnsleiðsla komin á 33% af sveitabœjum, en árið 1950 var vatn leitt inn á 80.9% af sveitabýlum. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.