Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 35
~3f>róttafáttut' Sc ami/irmunnar Víðavangshlaup í. R. Einn merkasti íþróttaviðburður árs- ins er að jafnaði víðavangshlaup í. R. Nú í vor á þessi íþróttaviðburður merkisafmæli, því nú eru fjörutíu ár síðan víðavangshlaupið var fyrst hlaupið. Það hefur oftast farið fram á Sumardaginn fyrsta og orðið fastur liður í hátíðahöldum dagsins. Mjög hefur verið vandað til alls undirbúnings fyrir þetta afmælis- hlaup. Fær sigurvegarinn stóreflis bikar, en allir þátttakendur fá að þessu sinni einhvern minjagrip um hlaupið. Þegar þetta kemur út, verður hlaupið sennilega búið. Talið er, að þátttaka verði óvenju góð og erfitt er að spá um úrslitin. Ef eitthvað rætist úr samgöngum út á land, koma kepp- endur frá Austurlandi og úr Eyjafirði. Hefur verið æft óvenju vel í vetur, enda er nú landskeppni við Hollend- inga fyrir dyrum. Sigurstranglegastir í þessu merka hlaupi virðast þeir Svavar Markússon KR, Bergur Hall- grímsson UÍA, Hafsteinn Sveinsson, Selfossi og Kristján Jóhannsson ÍR. Má búast við mjög harðri keppni. Kristján hefur unnið víðavangshlaup- ið tvö síðastliðin ár, en varð fyrir því óhappi að fótbrotna í fyrravor og er nú fyrst að hefja æfingar aftur. Fyrsta Víðavangshlaupið fór fram á Sumardaginn fyrsta árið 1916. Verður þess minnzt sem eins hins merkasta íþróttaviðburðar hér á landi. Hlaupið byrjaði á Austurvelli. Þaðan var hlaupið suður á Mela, beygt þvert yfir mýrina yfir á Laufásveginn. Hlaupið niður eftir honum niður á Bókhlöðu- stíg og endað á Austurvelli. Það verður að teljast eitt það merk- asta við þetta fyrsta víðavangshlaup ÍR, að þá kom fyrst fram hinn snjalli hlaupari, Jón Kaldal, sem síðar varð landi og þjóð til sóma á erlendum vettvangi. Kaldal átti heima þar sem víðavangshlaupararnir komu saman til æfinga undir stjórn þeirra Bene- dikts Waage og Helga frá Brennu, sem voru hvatamenn að þessu hlaupi. Kaldal hafði gaman af að fylgjast með æfingum piltanna og þegar nokkrir dagar voru eftir, spurði Kaldal þá að því, hvort hann mætti hlaupa með. Kaldal fór svo á eina æfingu, en sá mikið eftir því vegna þess, að hann gat varla hreyft sig á eftir. Kaldal lét það ekki á sig fá og fór í hlaupið. Þegar komið var niður á Laufásveg, voru þeir jafnir Ólafur Sveinsson, sem þá var beztur hér í mörgum greinum íþrótta, og Kaldal. Rétt síðast urðu þeir að hlaupa í gegn um svo þröngt húsasund, að aðeins annar komst í gegn í einu. Kaldal komst á undan Ólafi í sundið og marði að vinna hlaupið. Þetta varð til þess, að Kaldal fór að Hið gagnlega fyrst en glysið á eftir liefur verið einkunnarorð þess fólks, sem landbúnað stundar. Að lokum vil ég svo aðeins segja þetta. Það heyrist oft hjá þeim, sem lítinn skilning hafa á landbúnaði, að ríkið styrki bændurna til allra fram- kvæmda, jafnvel borgi allar fram- kvæmdirnar. Þetta er hinn mesti mis- skilningur. Ríkið styrkir aðeins þær framkvæmdir bænda, sem geta valdið því, að framleiðslan verði ódýrari, og fleiri landsins börn uni við landbún- aðarstörf. Framlög ríkisins til aukinnar rækt- unar og bættrar áburðarnýtingar verð- ur bezti sparisjóður landsins. Hinir einstöku bændur, sem styrkinn fá og á jörðunum búa, geta sjaldan fengið sitt eigið framlag greitt, þó að þeir selji jarðir sínar, og einhvern veginn er það svo, að allir, sem mest tala um of mikla aðstoð ríkisins við landbún- aðinn og of hátt verð landbúnaðaraf- urða, forðast að taka þátt í lífsbaráttu þeirra inanna, sem nú eru að byggja grunninn að hinu nýja Islandi. Hannes Pálsson frá Undirfelli. Frd J'iðavangshlaupinu 1932. Þá var hlaupið nið- ur Laugaveg, Bankastreeti og endað hjá ísafold i Austurstræti. Þar niður frá safnaðist jafnati sam- an mannfjöldi, svo hlaupararnir höfðu aðeins pröngt sund i gegn. Á myndinni sést Oddgeir Sveitisson KR, sem nú i vor hleypur i 23. sinn, fara fram úr Bjama Bjarnasyni, Ármanni. Álitu sumir, að Oddgeir hefði hrint Bjama, pegar hann fór fram úr honum, en myndin afsannaði pað. Oddgeir vann hlaupið. æfa hlaup af krafti. Ekki er víst, að hann hefði nokkurn tíma komið á hlaupabraut, ef hann hefði ekki af til- viljun farið í þetta víðavangshlaup. Kaldal tók þátt í víðavangshlaupinu árið eftir og varð nú langfyrstur. Var nú sá munur á, að hann var vel æfður. Kaldal fór svo til Danmerkur á Sum- ardaginn fyrsta árið eftir og gat ekki tekið þátt í því hlaupi. Þar ytra vann hann ágæt afrek og var í fremstu röð hlaupara. Vegalengdin, sem hlaupin var í þessu fyrsta víðavangshlaupi, var um 21/2 km, en næsta ár var vegalengdin aukin í 4 km. Hin klassiska leið hlaupsins var lengst af frá Austurvelli og austur um Laufásveg og yfir Norð- urmýrina. Þar var yfir 6—7 girðingar að fara og 11 skurði. Svo var hlaupið niður Laugaveg og Bankastræti. Vildu menn missa fótanna þar í brekkunni, þegar þeir voru orðnir þreyttir, en ætluðu að fara að taka sprett niður brekkuna. Þátttakendur voru 10 í þrem fyrstu hlaupunum. Allir beztu langhlauparar landsins hafa komið við sögu víðavangshlaups- ins. Má þar til nefna Magnús Guð- björnsson, sem lengi kom þar við sögu með góðum orðstý. Ekki verður svo minnst þessa fjörutíu ára afmælis víðavangshlaupsins, að ekki sé þar 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.