Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 16
hefur hann raunverulega framið glæp. Hlustaðu,“ sagði konan ákveð- inni röddu, sneri sér að Pashu og var andstutt. Hvað vakir eiginlega fyrir þér? Þú lifir eingöngu öðrum til bölv- unar, — það er markmið þitt. En það er varla hægt að ímynda sér, að þú hafir fallið svo lágt, að það sé ekki snefill af mannlegum tilfinningum eft- ir! Hann á konu — börn . . . Ef hann verður dæmdur og sendur í útlegð, þá sveltum við, börnin og ég . . . Skil- urðu það! Og þó er tækifæri til að bjarga honum og okkur frá örbirgð og niðurlægingu. Ef ég tek þessar níu hundruð rúblur í dag, þá láta þeir hann vera. Aðeins níu hundruð rúbl- ur!“ „Hvaða níu hundruð rúblur?“ spurði Pasha mildum rómi. „Ég — ég veit ekkert . . . ég hef ekki tekið þær.“ „Ég er ekki að biðja þig um níu hundruð rúblur . . . Þú hefur enga peninga og ég þarfnast einskis frá þér. Ég bið þig um svolítið annað . . . menn eru vanir að gefa konum eins og þér dýra gripi. Gefðu mér aðeins aftur það sem maðurinn minn hefur gefið þér!“ „Frú, hann hefur aldrei gefið mér neina gjöf,“ kveinaði Pasha og byrjaði nú að skilja. „Hvar eru peningarnir? Hann hefur sóað eignum sjálfs sín, mínum og ann- arra manna . . . hvað hefur orðið af því öllu? Hlustaðu, ég grátbið þig! Ég lét reiðina hlaupa með mig í gönur og ég hef sagt heilmikið ótugtarlegt við þig, en ég biðst afsökunar. Ég veit, að þú hlýtur að hata mig, en ef þú átt til nokkra samúð, þá settu þig í mín spor. Ég grátbið þig að gefa mér grip- ina aftur!“ Pasha yppti öxlum. „Ég mundi með ánægju gefa þér allt aftur, en guð er vitni að því, að hann hefur aldrei gef- ið mér nokkra gjöf. Trúðu mér, ég hef aldrei sagt sannara orð. Jæja, samt sem áður hefurðu að nokkru leyti rétt fyrir þér,“ sagði söngkonan í fáti, „han gaf mér tvo smáhluti. Auðvitað skaltu fá þá aftur, ef þú æskir þess.“ Pasha dró skúffu út úr snyrtiborð- inu og tók upp gullarmband og grann- an hring með steini. „Hérna, frú,“ sagði Pasha og rétti gestinum hlutina. Konan roðnaði og titringur fór um andlitið. Hún var móðguð. „Hvað gefur þú mér?“ sagði hún. „Ég er ekki að biðja um ölmusu, held- ur það, sem ekki tilheyrir þér, — og þú hefur notað aðstöðu þína til að hafa út úr eiginmanni mínum . . . þeim veiklynda, ógæfusama manni.. . A fimmtudaginn, þegar ég sá þig með manni mínum niðri við höfnina, þá hafðir þú dýrar brjóstnálar og arm- bönd. Svo það þj'ðir ekkert að vera að leika saklausa lambið fyrir mér! — Ég spyr þig í síðasta sinn: Ætlarðu að skila mér gripunum eða ekki?“ „Það veit guð almáttugur, að þú ert skrýtin,“ sagði Pasha og var nú orðin móðguð. „Ég fullvissa þig um, að fyrir utan hringinn og armbandið hef ég ekki fengið skóbótarvirði frá Nikolay Petrovitch. Hann gefur mér ekkert nema sætar kökur.“ „Sætar kökur,“ sagði ókunna kon- an oggat nú ekki varizt hlátri. „Heima hafa börnin ekkert að borða, en hér N Ó T T Nóttin hljóða húmsins öldum vefur um hverja öreind lífs og hluta dauðra, og hverju barni draumagullin gefur, — í glœstri höll og lágum kofa tefur. Jafnt hún metur réttinn ríkra og snauðra. Einn ég geng um gráa fjörusanda, nú gefst mér stund þá hjartað vonir nœra, sem blessist það af blíðum friðaranda og brjóst mitt ylji snerting tveggja handa, — mjúkra handa, er mildi og huggun færa. Úr bláu húmi léttar öldur líða, og Ijósum faldi vefja gráan sandinn. Nú vœntir enginn vetrar, kulda og hríða, en von er langra sólarríkra tíða og blœrinn ennþá ilmi jurta er blandinn. Einlœg bæn frá hrœrðu brjósti stigur: Ó, herra, gef nú frið á þinni jörðu, og áður gullið geislaregnið hnígur og glugga hvern hin milda birta smýgur, hjörtu manna mild og sáttfús gjörðu. KRISTJÁN JÓHANNSSON. étur þú sætar kökur. Neitarðu enn að skila gjöfunum?“ Þar sem hún fékk ekkert svar, sett- ist hún niður, starði út í bláinn og hugsaði. „Hvað er eiginlega hægt að gera?“ sagði konan. „Ef ég fæ ekki níu hundr- uð rúblur, þá er hann gjaldþrota og þá er úti um mig og börnin. A ég að drepa þennan lítilmótlega kvenmann eða lítillækka mig fyrir henni?“ Konan þrýsti vasaklútnum að and- litinu og fór að snökta. „Ég bið þig,“ heyrði Pasha gegn um grát konunnar. „Þú sérð, að þú hefur rænt Nikolay og gert hann gjaldþrota. Bjargaðu honum . . . þótt þú hafir enga samúð með honum. En börnin . . . börnin . . . hvað hafa börnin gert?“ Pasha sá í huganum börnin stand- andi á götunni, grátandi af sulti, og hún fór líka að gráta. „Hvað get ég gert, frú?“ sagði Pasha. „Þú segir, að ég sé lítilmótleg kvensnift og að ég hafi gert Nikolay Petrovitch gjaldþrota, en ég fullvissa þig . . . frammi fyrir guði almáttug- um . . . ég hef alls ekkert þegið frá honum . . . Það er aðeins ein stúlka í söngflokknum, sem á ríkan aðdáanda, allar hinar okkar lifa óbrotnu lífi við fremur þröngan kost. Nikolay Petro- vitch er hámenntaður, fágaður heldri maður, svo að ég hef boðið hann vel- kominn. Við verðum að bjóða heldri menn velkomna.“ „En ég bið þig bara um gripina! Skilaðu nú gjöfunum aftur! Ég græt . . . ég auðmýki mig . . . ef þú vilt skal ég krjúpa á kné. Bara ef þú óskar þess!“ Pasha tók andköf af hryllingi og bandaði frá sér með hendinni. Hún fann, að þessi föla, fagra kona, sem átti til svo fágaða framkomu, eins og hún væri á sviði, var reiðubúin til að knékrjúpa fyrir henni. Einfaldlega mundi hún gera það í háði, til að sýna glæsileika sinn, upphefja sig, en auð- mýkja kórstúlkuna. „Jæja, jæja, ég skal gefa þér grip- ina,“ sagði Pasha og þurrkaði sér um augun. „Fyrir alla lifandi muni. En þeir eru bara ekki frá Nikolay Petro- vitch . . . það voru aðrir menn, sem gáfu mér þetta . . . en eins og þú vilt.“ Pasha opnaði dragkistu og tók upp demantsnælu, kóral-hálsfesti, nokkra 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.