Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 30
Hermann Jónsson í stofu sinni heima á Yzta-Mói. Annað þeirra tveggja fé- laga, sem stofnuð voru aust- an Skagafjarðar í lok heims- ítyrjaldarinnar fyrri, var Samvinnufélag Pljóta- manna. Fljótin eru fögur sveit og grasgefin, en snjó- þungt er þar um vetur og hafnarskilyrði erfið á Haga- nesvík, þar sem félagið hef- ur bækistöS sína. Einn af stofnendum fé- lagsins og í fremstu röð for- ustumanna þess frá byrjun var Hermann Jónsson, bóndi í Yzta-Mói. Fréttamaður Samvinnunnar sótti Her- mann fyrir skömmu heim og ræddi við hann um sögu og starf félagsins, ásamt fleiru. Hermann er Vestfirðingur að ætt, þótt starfsaldur hans hafi mestallur verið helgað- ur Skagafirði. Hann er fædd- ur á Bíldudal 12. desember 1891. Á Yzta-Mói hefur hann búið ríðan 1918. Kona Her- manns er Elín Lárusdóttir og eiga þau níu börn. — Samvinnufélag Fljóta- manna var stofnað 1919, sagði Hermann. — Þá voru samgöngur erfiðar og því eðlilegt að Skagafjörður skiptist milli fleiri en eins kaupfélags. Nú er öldin önn- ur, hvað þetta snertir, sam- göngutækni hefur fleygt stórum fram, og með tilliti til þess verður auðveldara að hafa félögin stór. Stór félög hafa t. d. meiri möguleika hvað snertir fjölbreytni vörulagera og betri þjónustu. — Hve stórt er félagssvæð- ið ykkar? — Það voru tveir hreppar, Holts- og Haganeshreppur, aiem stóöu að stofnun fé- lagsins, og þeir standa að því enn. Fjórir menn úr hvorum hrepp völdust til að undir- búa stofnunina. — Hverjar voru fyrstu framkvæmdir á vegum fé- lag ins? — Sama ár og félagið var stofnað, var hafist handa V erzlunarhættir kaupm ann ann a gerðu mig að sannfærðum samvinnumanni um byggingu sláturhúss og henni lokið. Kom sér þá vel, að fyrsti kaupfélagsstjórinn, Guðmundur Ólafsson, bóndi í Stórholti, var einnig bygg- ingameistari. Fyrst í stað hafði félagið aðeins á boð- ttólum helstu nauðsynjavör- ur, en mjög lítið af smávarn- ingi. Voru vörurnar þá af- greiddar í pakkhúsi. Sölubúð opnuðum við 1925. Áður hafði verið byggt vörugeymsluhús. — Þú hefur verið nýkom- inn í Fljótin, þegar hafist var handa um félagsstofn- unina? — Já, en í Skagafjörðinn sjálfan var ég þá fluttur fyr- ir alllöngu. Þangað kom ég fyrst 1909 og þá á Hofsós, sem starfsmaður til Popps- verzlunarinnar þar. Sú verzl- un var ein öfluga-ta kaup- mannaverzlunin í héraðinu í þann tíð, hafði aðalbækistöð á Sauðárkróki. Síðar vann ég um hríð á Sauðárkróki hjá Sameinuðu verzlununum, sem voru einskonar af- sprengi Gránufélagsins. — Þau ár hafa efalaust orðið þér nokkur skóli? — Já, það má segja. Verzl- unarhættirnir hjá kaup- mannaverzlunum, sem ég starfaði við, voru á þá leið, að efnabændur sættu allt öðrum og betri kjörum en ímábændur. Og áður en vörumat kom til sögunnar, var ekki alltaf verið að fást um, þótt gæði vörunnar, sem fátæklingunum var seld, væru ekki upp á þaS bezta. Það var þetta, sem gerði mig að sannfærðum samvinnu- manni. — Hvert fórstu svo þegar þú hættir hjá þeim Samein- uðu? — Þá fór ég að búa í Núverandi kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna, Garðar Viborg. 30 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.