Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 6

Andvari - 01.08.1961, Side 6
100 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI byggðRr, og heitir hin stærsta þeirra Hawaii, eða „stóra eyian“ eins og hún er daglega kölluð þar í sveit. Þar eru eldfjöllin miklu Mauna Loa og Mauna Kea. Síðasta eldgosið hófst 14. nóvember 1959 í gígnum Kilauea Iki, og þótt það væri allmikið gos, þá hlauzt lítið tjón af. Mér var sagt, að í stað þess að forða sér frá gosstaðnum hefði fólk flykkzt að hvaðanæva, og þustu rnenn til eldfjalls- ins í þeim klæðum, sem þeir báru þegar gosfregnin barst. Mátti því sjá suma á náttklæðum en aðra samkvæmisbúna í námunda við gíginn fyrstu klukku stundimar eftir að gosið hófst. Þjóðtrú Hawaii-manna segir, að eldgosin verði þegar hin fagra gyðja eldsins, Pele, ræsti í híbýlum sínum. Og Hawaiibúar eru sumir enn svo tengdir fortíðinni, að trúin á Pele er engan veginn horfin með öllu. Aður fyrr var henni fórnað svörtum grísum eða rauðum berjum, en smekkur hennar hefur breytzt og er nú miklu nýtízkulegri. Sögurnar af Pele eru í dag sagðar á Hawaii eins og við segjum draugasögur, — á yfirborðinu alls óhræddir, en undir niðri ekki alveg vissir, nema sannleikskom kunni að leynast i þeirn, og því sé öruggara að mana ekki Pele eða espa gálauslega. En á „stóru eyjunni'1 eru fleiri hættur en þær, sem stafa af eldgosum. Flóðbylgjur eru þar alltíðar, og skall mikil bylgja á land við borgina Hilo í júnímánuði í fyrra. Var flóð- bylgjan talin stafa frá hinum ógurlegu jarðskjálftum, sem þá urðu í Chile í Suður-Ameríku. Eignatjón varð mjög mikið og um 60 manns létu lífið. Greip mikill uggur þá, sem bjuggu við strendumar, því að flóðbylgjumar gera ekki boð á undan sér og skella iðulega á Hawaiieyju. Árið 1946 biðu 150 menn bana af völdum flóðbylgju, sem átti upptök sín við Alaska. Enginn veit með vissu hvaðan eða hvernig frumbyggjar eyjanna kornu þangað. Þó ætla surnir, að þeir hafi í árdaga komið frá meginlandi Asíu, blandazt Malajum og Mongólum, og leitað eyja í Kyrrahafi, þegar fólksmergðin þrengdi kosti þeirra heima fyrir. Aðrir telja líkur benda til, að sumar Kyrrahafseyja hafi í öndverðu byggzt frá Suður-Ameríku. Margar gátur eru óráðnar í sambandi við lrumbyggja Suðurhafseyja eða alls hins víðáttumikla eyjasvæðis frá Nýja- Sjálandi til Páskaeyjar og Hawaii-eyja, en allt þetta svæði kallast Pólýnesía, það er: „hinar mörgu eyjar“. — Tungumál þeirra, sem byggðu pólýnesísku eyjarnar, þegar hvítir menn tundu þær, var í aðalatriðum rnjög svipað, og bendir til sameiginlegs uppruna, þótt þeir byggju dreift um hið víða haf. Til Idawaii eru þeir taldir hafa komið frá Tahiti, og hefur ýmsum getum verið að því leitt, hvað hafi knúið Tahitimenn til svo langrar sæfarar á jafnlélegum farkostum til úthafssiglinga og þeir höfðu þá yfir að ráða. Hafa sumir látið sér til hugar koma, að innbyrðis deilur höfðingja hafi valdið því, að þeir, sem undir urðu eða sáu fyrir ósigur sinn og líflát, hafi tekið þann kost að hverfa brott og freista þess að leita annarra eyja, þótt þær væru þeim ókunnar. En Tahiti-menn og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.