Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 7

Andvari - 01.08.1961, Page 7
ANDVARI FRÁ HAWAII 101 Á austurströnd Oahu. — Ljósm.: B. Th. síðar íbúar Hawaii voru löngum afburða sjómenn og bátar þeirra gátu borið 60— 100 manns og allmikið af vamingi að auki. Af einhverjum ástæðum rofnaði sambandið milli Tahiti og Hawaii fyrir fullt og allt. Hawaii-menn lifðu óra- langan tíma, enginn veit hve lengi, í l’ullkominni einangrun frá umheimin- urn í einhverju fegursta og gjöfulasta landi, sem þekkist í veröldinni. Hitinn er næstum jafn allan ársins hring, 20—30 stig á Celsíus, og staðvindar frá hafinu veita nokkurn svala. Á sumum stöðum rignir allmikið og gróðurinn ber þess vitni, að þar fara vaxtarskilyrði öll saman: frjósamur jarðvegur, regn og sól. En annars staðar er lítið um regn, og varð sá hluti landsins ekki arðsamur sem ræktunarland fyrr en vatnsveitur í stómm stíl komu til sögunnar, og sums staðar eru eyðisandar. Á tímum hinnar algem einangrunar Hawaii urðu þar litlar þjóðlífs- breytingar, — heita mátti að tíminn stæði kyrr öld eftir öld. Lifnaðarhættir héldust hinir sömu og í öndverðu ineðan stórfelldar breytingar áttu sér stað í Evrópu, meðan Ameríka fannst, byggðist • og varð sjálfstætt og voldugt ríki. En gagnstætt því, sem menn oft gera sér í hugarlund um íbúa Suðurhafs- eyja, þá vom Hawaiibúar ekki sljóir menn, sem lágu í leti í skugga pálma- trjánna. Þeir vom ágætir fiskimenn, gerðu jafnvel tjamir og lón, þar sem þeir stunduðu fiskirækt til að gera veiðina ömggari og erfiðisminni. Þeir felldu tré

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.