Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 25

Andvari - 01.08.1961, Síða 25
ANDVABI VEGURINN YFIR HEIÐINA 119 Hún trúði ekki fullyrðingum hans. Það var eins og liann segði þetta allt til þess að friða hana, en í raun og veru byggist hann við öðru. — Það er gott að geta hvílt sig áður en þetta hyrjar, sagði hún. En hvemig er með þessa benzínstíflu, heyrist hún ekki á gangi bílsins — fer hann ekki að hökta og svoleiðis? — Sá sem ekur heyrir það og finnur bezt. — Nú — svoleiðis. Eg heyrði nefnilega enga breytingu, sagði hún. Hann varð henni ókunnur á svipinn og horfði fram á veginn af enn meiri athygli en áður, eins og hann hefði allt í einu skvnjað óvænta hættu. — Var Guðjóni ekki boðið? spurði hún. — Veit það ekki — hef ekkert heyrt til hans, svaraði hann fljótt. — Þau hafa þó áreiðanlega vonazt eftir því — kannski von, hann er svo mikið á þessu sviði. — Þeim verðugu er ekki alltaf boðið, sagði hann. — Ég er ekki að segja, að hann sé verðugastur. En hvemig fara hinir? — Sjálfsagt fljúgandi, að minnsta kosti ráðherrann. — Ætli frú Guðrún fari með honum? — Það þykir mér líklegt. — En Elafsteinn og Guðrún — veiztu hvort þau fara? — Tel það víst. — Þá verður líklega öllu tjaldað, sagði hún. Ég var heppin að ná í þennan kjól, verst hann krumpast allur í töskunni og enginn tími til þess að fá hann straujaðan, áður en maður þarf að klæðast í hann. — Ætli það verði ekki einhver ráð með það. — Áttu að halda ræðu? spurði hún. — Kannski segi ég eitthvað. — Annað hvort, sem hefur setið í stjórn. En þú talar alltaf svo lágt, að það heyrist ekki almennilega til þín, en það er svo gott sem þú segir, að það má til með að heyrast, sagði hún. — Ég hef aldrei verið hávær, sagði hann. — En kemst það sem þú ætlar, krúttið, sagði hún, hallaði sér að honum og lézt vera ástleitin. — Það vitum við ekki enn, svaraði hann. Hann fann svitaperlur spretta fram á enni sér og þóttist vita, að hann væri fölur í andliti. Hann vonaði að hún tæki ekki eftir því. Elún hagræddi sér í sætinu. — Guð hvað ég hlakka til, sagði hún. Svo leitaði hún sér betri hæginda. Þau voru að komast upp í heiðardrögin. Sólskinsgeirar voru um brúnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.