Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 54

Andvari - 01.08.1961, Page 54
INGÓLFUR PÁLMASON: SÁLARVOÐI Mann var að koma út úr kaffistofunni, þegar liann heyrði létt fótatak í stiganum ofan af hæðinni. Nýi gjaldkerinn hafði víst gleyrnt sér í sólbaði lengur en góðu hófi gegndi, hann hafði einmitt séð til hennar og einnar afgreiðslustúlkunnar um leið og hann renndi heim að húsinu. Það var hræði- legur asi á henni, hún hljóp við fót og lét sem hún tæki ekkert eftir honurn — en kannski tók hún nú eftir honurn sarnt, því að áreksturinn var of limlegur til að um hreina tilviljun gæti verið að ræða. Hún afsakaði sig glaðlega og þreif upp bókina, sem hafði dottið úr hendi hans. „Pan!“ hrópaði hún upp yfir sig hrifin og undrandi. „Lest þú Pan?“ Það var engu líkara en hún hefði fundið hér af tilviljun félaga i þagmálli leyni- reglu, sem aðeins væri fyrir þá útvöldu. „Þú vcrður að lána mér hana,“ sagði hún með telpulegum áherzlum og gældi við velkta bókina. Af ráðnum hug var hann seinn til svars og ábúðarmikill, því að undir niðri naut hann stundarinnar í ríkurn rnæli. En þegar samþykkið var fengið, klappaði hún honurn kumpána- lega á öxlina og sagði, að hann væri góður strákur. Síðan striksaði hún inn á kaffistofuna með bókina undir hendinni. Hann stóð eftir á ganginum. Undarlegar kenndir bærðust í brjósti hans. Gat það verið, að hún, sem var bæði menntuð og glæsileg, hefði gaman af að gefa honurn undir fótinn? Hann gerði sér ekki Ijóst, hvort meira hafði fengið á hann alúð hennar og lítillæti eða það að finna ungan þróttmikinn líkama hennar í faðmi sér. Honum hafði frá upphafi geðjazt vel að frjálslegri fram- komu hennar og glaðværð, en andúð hans á menntamönnum — stúdent merkti fyrir honum næstum því það sama og spjátrungur eða ónytjungur — olli því, að hann hafði naumast getað litið hana réttu auga. Nú var líkt og rnúrar hryndu af huga hans. Og ef til vill hefur þetta hálfspaugilega atvik þarna á ganginum fyrst og fremst orðið honum svona dýrmætt vegna þess að hann vígðist um leið betri trú á sjálfan sig, víðari, hleypidómalausari sýn. Ár höfðu liðið. Hann var orðinn tveggja barna faðir, reglusamur og dug-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.