Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 66

Andvari - 01.08.1961, Side 66
160 SVliiNN SKORIU 1ÍÖSKULDSSON ANDVARI endur hennar llesiir studdu að málum íhaldsflokkinn kanadíska, cn Lögberg frjálslynda flokkinn. Þær meginlínur náðu inn á fleiri svið. Lögbergingar studdu Hið evangelisk lútherska kirkjufélag Islendinga í Vestur- heimi, en til þess andaði stundum heldur köldu frá Heimskringlu. Bindindisfélög voru í þann tíma mikill aflvaki um allar samkomur manna og skemmtanahaltl þar vestra sem og hér heima, enda þá studd af ýmsum áhrifamönnum. Voru starfandi tvær íslenzkar stúkur í Winni- peg. 1 þeirri eldri, Heklu, voru einkum forvígismenn úr liði Heimskringlu, cn Lögbergingar skipuðu sér í Skuld, sem stofnuð var af Einari Hjörleifssyni meðal annarra eftir klofning í Heklu. Framfara- félag Islendinga í Vesturheimi hafði starfað af töluverðu fjöri á árunum um og eftir komu Einars Hjörleifssonar til Winnipeg 1885, en þegar hér var komið sögu, var það fallið i eins konar dauðamók. Þar réðu mestu Einar og Sig- tryggur Jónasson og aðrir aðstandendur Lögbergs. í marzlok 1890 var stofnað í Winnipeg íslenzkt verkamannafélag, sem starfaði af miklum þrótti. Má það sýna hug Gests til þessarar hreyfingar, að hann gekk í félagið og fékk inngöngu, þótt ekki væri hann starfandi verkamaður. Birtust í ritstjórnartíð hans margar greinir í I leimskringlu um málefni verkamanna, þar sem réttur þeirra var skelegglega fram fluttur. Þótt flokkadrættir væru allmiklir með íslendingum í Winnipeg, vaknaði um það leyti, er Gestur kom þangað, hreyfing um meiri þjóðernislega samheldni fólks af íslenzkum uppruna. Gengust ritstjórar blaðanna ásamt forystumönnum í félags- lífi íslendinga fyrir hátíðarhaldi 2. ágúst 1890 og var nefnt Islendingadagur. Hef- ur sú samkoma verið haldin síðan árlega. Birtu forgöngumenn samkomunnar hvatn- ing til fólks um þátttöku, og neðan við hana segir í Heimskringlu 24. júlí 1890: „Það er einlæg áskorun ritstj. Heims- kringlu til allra þeirra, sem unna vexti og viðgangi verulegs þjóðlífs meðal ís- lendinga vestan hafs, að þeir sæki hátíð þessa og sýni innlendum mönnum hér, hvað vér erum margmennir og hvað mikið vér eigum undir okkur.“ Af þessum orðum má nokkuð marka um tilgang hátíðarhaldsins. Svo var ráð fyrir gcrt, að Gestur flytti fyrir minni Is- lands fyrstu ræðuna á samkomunni, en af því varð þó ekki, þar eð hann var lasinn þcnnan dag, og talaði Jón Ólafs- son í hans stað. Hins vegar var þarna flutt kvæði Gests, Minni Vestur-Islend- inga. Það ár, sem Gestur dvaldist í Winni- peg, stóð starfsemi góðtemplara með blóma, og voru vikulegar samkomur þeirra ein helzta dægrastytting manna. Gestur gekk í stúkuna Heklu 25. júlí 1890 og var í henni lengstum, unz hon- um var vikið úr henni 31. júlí 1891 um eins mánaðar skeið í hegningarskyni fyrir bindindisbrot. Gjörðabækur stúkunnar eru nú í vörzlu einstaklinga í Winnipeg, og af þeim má sjá, að Gestur var æðsti templar hennar frá októberlokum 1890 til janúarloka 1891. Ymsum öðrum trún- aðarstörfum stúkumanna gegndi hann. Þótt gjörðabækur beri með sér, að hann hafi alloft brotið bindindi sitt, virðast orðum auknar þær frásagnir, sem jafnvel Iiafa verið settar á prent, um óhemju- lega áfengisnautn hans vestra, eða hún hafi orðið honum að aldurtila. Því miður hafa stúkubræður Gests haft á því meiri áhuga að tíunda bindindis- brot manna og persónulegt þjark en skrá það, sem menn höfðu sér til andlegrar uppbyggingar og skemmtunar að fundum

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.