Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 67

Andvari - 01.08.1961, Page 67
ANDVARl AMERÍKUDVÖL GESTS PÁLSSONAR 161 Húsið við Kate street 14. loknum. Ingibjörg Ólafsdóttir1) kvað Gest þó hafa verið ákaflega eftirsóttan til að lesa upp á samkomum Islendinga, og minnti hana, að hún hefði heyrt hann lesa upp í Winnipeg kafla úr óprentaÖri sögu, er gerðist í Reykjavík. Engar heim- ildir hef ég getað fundið um þá sögu, og hefur Guttormur J. Guttormsson skrifað mér um þaÖ efni frásögn gamals Vestur-Islendings, Eiríks Schevings, er var samtíða Gesti í stúkunni: „Jú, hann hafði heyrt Gest lesa sögu- brot á góðtemplarafundi, en ekki kemur það heim og saman við það, sem Ingi- björg sagði þér, þ. e. a. s. söguefnið var ekki frá íslandi, heldur tekið úr umhverfi 1) Var í Winnipeg þann tíma, sem Gestur dvaldist þar, og þekkti hann vel. Atti síðast heima í Fornhaga 23, Reykjavík, fædd 6. apríl 1871, dáin 26. ágúst 1958. Gests í Winnipeg; eintómt háð og spott um „vini hans“, óvinina Lögbergsmenn. Atvikaðist svo, að fátt var um fína drætti á skemmtiskránni þetta kvöld, og var skoraÖ á Gest, sem var fullur af vínand- ríki, að skemmta bræðrum og systrum. Gestur svaraði því til, að hann hefði ekk- ert meðferÖis, en sögukorn heima í her- berginu sínu (Kate street 14. Þetta hús var kallað Eleilags anda terrace, af því síra Jón Bjarnason og Lára höfðu ein- hvern tíma búið þar). Gestur var svo góð- viljaður og hugulsamur við Lögberginga, að hann sótti sögukornið og flutti það."1) Eiríkur Scheving minntist einnig bros- legs atviks, er varð á stúkufundi og sýnir brjóstgæði Gests og hversu misskilja má góðverkin: „Annað atvik kom fyrir á templara- 1) Bréf til mín frá Guttormi J. Guttormssyni. 11

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.