Spegillinn - 01.12.1949, Page 20

Spegillinn - 01.12.1949, Page 20
1B4 SPEBILLINN Sumri bölva sveitamenn. Sízt var tíð í liaginn. Báglega tókst með Alþing enn, eins og fyrri daginn. Þó að fjandinn fari laus og flestum dável ylji, þjóðin valdi, þjóðin kaus, þetta er hennar vilji. Heimskan verður hverjum ljós, þá herðist sultargjörðin. Rennur inn í ríkisfjós, rétt hin sama hjörðin. Bröltir milli báss og flórs, bölvar dimmum rómi, íturliyrndur Óli Tliors, íhaldsflokksins sómi. Auðlegð lians er ekki klén. Á það megið stóla, að vetrungurinn Bjarni Ben er blankur, á móts við Óla. Óla velgir önnur hjörð, oft á stundu liverri. Mannýg er hún lit’ um jörð, inni hálfu verri. Enginn veit nú enn til fulls um þau liðin bæði, livort hefur meiri mæli gulls og minni hjartagæði. Gapuxi þar fremstur fer, frakkur, livergi blauður. Voðalegur var og er Víga — Gerzki Rauður. Slævir Einar stálin flest, Stalíns tröllið ramma. Hans er yndið allra mest allt að drepa og skamma. Fast á eftir liala lians hornin Brynka gnæfa, sá hefur átta milljón manns og morðtól livaðanæva. Þriðji tuddinn kvað í kút kappa marga og ríka. I hraski slær hann íhald út og Einar sjálfan líka. Sá liefur ekki gefið grið. Það gengur undan honum. Hann sótti Rússa á síldarmið, svo fór allt að vonum. Sér nú, eftir dúk og disk, dindill Rússa mestur, pólitískan flóttafisk flýja hratt í vestur. Þá skal rætt um þriðju hjörð. Þar eru stórir bolar. Ganga á beit um fjöll og fjörð firinhyrndir svolar. Hermann æ að vígiun vann. Vel það megið skilja, blóta Strandabændur liann, bænir fornar þylja. Eysteinn rennur lians við hlið, haftakálfinn metur, dýrtíðar í kvígu kvið kreppidiornin setur. Næst þeim rennur kostakýr, kvígu-blóma-ljósið. Það var eins og ævintýr að hún komst í fjósið. Komist hún í háa nyt, held ég bezt það væri að ganga lireint síns verks á vit, vita, hvernig færi.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.