Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Sýning Asgríms opin enn Hinn nýkjörni biskup. 7lýr biskup yfir Jslandi Þann 2. þ. m. voru talin saraan at- kvæði presta og annarra, sem at- kvæðisrétt hafa við biskupskjör. Eru þeir samtals 115, en atkvæði höfðu borist frá öllum nema einum. Kosn- ing fór á þá leið, að Sigurbjörn Ein- arsson prófessor var kosinn lögmætri kosningu og fékk öO atkvæði. Næstir að atkvæðatölu urðu síra Einar Guðnason i Reykholti með 46%, síra Jakob Jónsson með 22%, síra Sigur- jón Þ. Árnason 18% og síra Jón Auðuns dómprófastur með 10% at- kvæði. Fjöldi presta fékk örfá at- kvæði. — En kosningu er þannig hag- að, að liver kjósandi skrifar 3 nöfn á atkvæðaseðil sinn. Efsta nafnið fær 1 atkvæði, annað % og þriðja % at- kvæðis. Hinn nýkjörni biskup, sem er tæpra 48 ára, er Skaftfellingur, fæddur á Efri Steinsmýri í Meðallandi 30. júni 1911. Er hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður, bæði sem prestur, vísindamaður, ræðumaður og rithöf- undur og hefir alla tið siðan hann fluttist heim að loknu prófi látið kirkjunnar mál mikið til sín taka. Menntun sína til embættis hlaut hann i Uppsölum og Stokkhólmi og lauk prófi þar árið 1937, en árið eftir lauk hann íslensku guðfræðiprófi við Há- skóla íslands og gerðist prestur á Rreiðabólstað á Skógarströnd. Á þeim árum fékk hann leyfi frá preststörf- um til framhalds- og sérnáms í Stokk- hólmi og Cámbridge og fékk að svo búnu veitingu fyrir Hallgrimspresta- kalli og varð jafnframt kennari við guðfræðideild Iláskólans, en þar varð hann prófessor árið 1949 og hefir gegnt því embætti síðan. Sem visinda- mann má tetja liann einn liinn lærð- asta guðfræðing landsins og er Há- skólanum ])ví mikill söknuður að þvi að missa hann, jafn stórmenntaður maður og hann er, og auk þess prýði- legur kennari. Þótt hinn nýi biskup hafi jafnan átt annríkt við skyldustörf sín hefir hon- um þó unnist tími til að skrifa fjölda ritgerða og blaðagreina og semja margar bækur. „Kirkja Krists í ríki Hitlers" kom út 1940, „Tndversk trú- arbrögð“ (tvö bindi) 1945—’46, „Trú- arbrögð mannkyns" 1954, og „Albert Schweitzer" 1955 og útgáfu Passíu- sálmanna hefir liann og annast. Auk hæfni og dugnaðar Jiins ný- kjörna biskups skal þess að lokum get- ið, að hann er sannur mannkosta- maður, prúður i umgengni og mikið ljúfmenni, sem ávinnur sér vinarþet og virðingu allra sem honum kynn- ast. Má því telja það vist, að sam- vinna lians við kennimannastétt landsins verði heillarík og kristni Guðs til eflingar í landinu. Og þeirr- ar eflingar er síst þörf þessi árin, þegar umrót á þjóðarhögum og hug- arfari er meira en nokkurn tínia hefir verið í sögu þjóðarinnar. Núverandi biskup íslands mun gegna embættinu til 1. júlí næst kom- andi, en vígsla hins nýkjörna biskups fer fram í júnílok, en þá er jafnan fjöldi presta af öllu landinu á presta- stefnunni i Reykjavik. Eitt af merkustu fyrirtækjum landsins, Hampiðjan, átti aklarfjórð- ungsafmæli nýlega. Hampiðjan var stofnuð 5. apríl 1934, og var aðal hvatamaður að stofnun hennar Guðmundur S. Guðmundsson, Ásgrímur í sölum Listasafnsins í Þjóðminja- safnshúsinu hefir siðan 21. f. m. ver- ið sýning á málverkum Ásgríms heit- ins Jónssonar, en sem alþjóð er kunn- ugt ánafnaði hann þjóðinni öll lista- verk sín, þau sem voru í hans eigu, áður en hann féll frá. Voru þetta alls 423 fullgerðar myndir, þar af 198 olíu- málverk og hitt vatnslitamyndir, en að auki 236 myndir, sem hann hafði eigi lokið við. Gefur þetta nokkra hugmynd um elju og afköst þessa ágæta listamanns, en hér við bætist fjöldi mynda, sem hann seldi ein- staklingum. vélstjóri, en liann hafði áður kynnt sér slíka iðju erlendis. Nokkru fyrir stofnfundinn eða 10. mars 1934 var tekin ákvörðun um að stofna félagið og skyldi tilgangur þess vera að Framhald á bls. 14. Jónsson. eins 172 myndir, eða ekki helmingur fullgerðu myndanna. Enginn sýning- arsalur á landinu er svo stór, að hann gæti rúmað heildarsýningu á verkum Ásgrims. En þessar 172 myndir nægja þó til þess að hver aðdáandi listar li'nu og lita hlýtur að undrast hve merkilegan snilling þjóðin hefir átt, þar sem Ásgriinur var, og hve fjöl- breytt túlkun hans var á þvi, sem auga hans leit og sál hans krufði til mergjar. Sýningin ber líka með sér live fjarri það var listamanninum að einskorða sig i list sinni, hann breyt- ir þráfaldlega um aðferð, hverfur t. d frá hinum björtu vatnslitamyndum, sem hann iðkaði mest um langt skeið á yngri árum, að dimmlcitum mikil- úðlegum olíumálverkum, sem voru með allt öðrum svip en hinar eldri olíumyndir hans, en af þeim var Heklumyndin mikla frægust. Það var um hana, sem Christian Krogh, norski málarinn sagði, að Ásgrímur hefði gert uppáhaldskenningu sina að lýgi, sem sé að Ásgrímur liefði leikið sér að því að mála breiðari framgrunn en Krogh hafði talið hægt að gera. Jón Þorleifsson og Svavar Guðna- son sáu um val og niðurröðun mynd- anna og eiga þakkir slcilið fyrir ])að verk. Röðun myndanna er svo smekk- leg, að sjaldgæft er að sjá slík vinnu- brögð á málverkasýningum. Þar er ekkert handahóf. Menntamálaráðuneytið hefir mik- inn sóma af sýningu þessari og hefir viljað sýna, að það kann vel að mcta hina ágætu gjöf hins mikla listamanns. Og Reykvíkingar hafa einnig sýnt, að þeir meta sýninguna og höfund lista- verkanna mikils, þvi að um síðustu helgi höfðu um 15.000 manns séð hana. Var þá afráðið að framlengja sýninguna um eina viku, til þess að enn fleiri fengi að njóta hennar. Sýn- ingin verður opin til næsta sunnu- dagskvölds, svo að enn er tækifæri í nokkra daga til að sjá liana. Sk. Á sýningunni í Listasafninu eru að- HnmpidjAD

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.