Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Ég ætti líklega að biðja fyrirgefningar, sagði hún. — Ég hélt að þér væruð mesti ónotaseggur . . . Í4 v<ku iiKi<>iii* í tjaldinu Jóa Larkin fannst einhvern veginn að ekki væri allt eins og það ætti að vera, er hann koni út úr skóginuni fyrir ofan stöðina í Oxlip River. Kannske var það af því að hann heyrði að Moss gamli var að syngja. Dimm röddin harst langt í tæru fjallaloftinu. — Og þetta var almenni- legur söngur, ekki sóðalegar vísur, eins og hann söng þegar hann var að koma neðan frá Ozlip og hafði ver- ið að sækja mat. Veðrið var nærri því of gott jafnvel í þessum óbyggðum í norðvesturhluta Tasmaniu. Jói sannfærðist að minnsta kosti um að eitthvað væri að, er hann kom út úr skóginum. Þarna stóð aðkomu- hestur í tröðinni. Og nýtt tjakl og Moss gamli á þönum kringum það — og söng. Og nú skildist Jóa að kvenmaður hlyti að vera kominn á stöðina ■— lík- lega einhver vafasöm gönnd vinkona, sem Moss gamli liefði liirt í Oxlip. Það fór hrollur um Jóa við þá til- hugsun. Svo kom hann auga á kvendið. Hún kom neðan frá ánni með tvær skjól- ur í vatnsbera. Grönn stúlka í skinn- brókum og mislitri skyrtu. Ekki gat þetta verið gömul vinkona Moss, en það gerði bara illt verra. — Fari það kolað. tautaði Jói. Hann var samviskusamur jarðfræðingur og lcvenfólki var hvergi ætlað pláss i hans heimspekikerfi. Hann hafði séð oí' marga efnilega menn lenda í skrif- stofuþrældómi út af því að þeir höfðu farið að eltast við stelpur. Og hann hafði kosið skógarlíf og hreint loft. Hann elskaði útilífið. Þá þrjá mánuði sem þeir höfðu unn- ið saman við Oxlip River liafði Moss Pike fengið að heyra álit Jóa á kven- fólkinu og hvernig það spillti jarð- fræðingunum. Þess vegna var það blátt áfram gerræði af Moss að hleypa þessu kvendi þarna inn á stöðina. Jói þrammaði niður að tjöldunum. — Hæ, þarna kemur þá sjálfur fjallkóngurinn, kallaði Moss. — Nú get ég sagt þér mikil tíðindi, lasm. Við höfum fengið gest! Jói lét sem hann sæi ekki brosið á lionum. — Það var gaman, sagði hann kuldalega. — Þú skalt fara með Iiana til Oxlip aftur í fyrramálið. NÚ bar stúlkuna að, og Jói sá strax að hún hafði heyrt síðustu orðin hans. Hann gilti það einu. Hún mátti vita að liún var alls ekki velkomin. Augun í henni voru dökk, nærri því svört. Hárið var stutt, blásvart og ofurlítið hrokkið. Hún var há, cn ekki um of. Tiglótta ullartreyjan hennar féll fast að líkamanum og var girl undir hellið. — Ég Iieiti Lindsay Randall, sagði hún lágt. — Það var fallega gert af ykkur að taka á móti mér. Nú varð þögn um stund. Moss slrauk skeggið: — Lindsay er dýr ... dýr . . . æ, livað heitir það nú aftur, sagði hann og gat ekki sagt orðið. — Dýrafræðingur, sagði hún. — Nú, og livað svo? spurði Jói. — Ég ætla að veiða tigrisdýr. — Hvers vegna? — Hvers vegna? Vegna þess að Thylacinus cynocephalos, tasmaníu- tígrisinn eða pung-úlfurinn er ein- slæð skepna í dýraríkinu. — Segið mér nánar frá því, sagði Jói. — Eiginlega er þetta ekkert tigris- dýr — en það hefir fengið nafnið vegna felulitarákanna, sem það hefir á bakinu, sagði Lindsay. — Það er stærst allra spendýra, sem éta kjöt og getur vegið . . . — Hvað ertu að segja? greip Moss fram í. — Þú lieyrir livað hún segir, sagði Jói. — Hún hefir lesið það í hókum. En hún hefir ekki gerl grein fyrir því enn, hvers vegna lhin vill veiða svona skepnu. — Ég ætla að senda það heim, sagði Lindsay. — Eins og einhvers konar lifandi póstkort, kannske? Lindsay beit á vörina. — Nei, sagði hún ofur látlaust. — Ég er komin til Ástraliu til að rannsaka spendýr. Ef ég gæti sent þetta dýr heim, kæmi það vísindunum að ómetanlegu gagni. Ilún tók málhvíld. — Jú, ætli ekki það, sagði Jói og kimdi. — En þér verðið fyrir von- brigðum: Þessi dýrategund er aldauða. Það ættuð þér að vita, úr því að þér eruð dýrafræðingur. — Það var haldið að þau væru al- dauða, já, sagði Lindsay. — Þangað til fyrir þremur vikum. Þá sáu flug- maður og jarðfræðingur það á þessum slóðum hérna, úr koptavél. Hún liorfði hugsandi á hann, eins og skurðlæknir áður en hann grípur hníf- inn: — Þessi jarðfræðingur heitir Jói Larkin, hann kvað vera einkennilegur grúskari, sagði fólk mér í Hohart. Hann kvað hafa fengið öræfin á heil- ann. .Tói svaraði ekki. Þvi að hann var með allan hugann við að áfellast sjálfan sig fyrir ákefðina, sem hljóp í hann fyrir þremur vikum. Koptinn, sem hann hafði leigt, sveif yfir eitt- hvert skáldað tilbrigði af hundi, úlfi og kengúru, sem stóra rófu og einar 18—20 rákir á hryggnum, eins og á tigrisdýri. — Úr þvi að það varst þú, sem sást skepnuna, datt mér í liug að þú vildir gjarna að Lindsay hefði bækistöð sína hérna, sagði Moss gamli, sem sá sér nú færi á að ljúga jafn freklega og þauæfður stjórnarerindreki. — Hún hefir veiðileyfi og hún var í Oxlop til þess að ná sér í kunnugan fylgd- armann — og þá sagði ég henni að hún þyrfti ekki að leita lengur, því að nú liefði hún hitt Moss Pike, sem hefði verið sextíu ár i Tasmaniu og aldrei villst enn . .. Jói tók kuldalega fram í: — Ef ung- frú Randall vill hafa mig afsakaðan, ætla ég að fara og fá mér bað. — Herra Larkin, sagði hún og hneigði sig formlega. Moss lineggjaði: — Ég skal finna stað inni í kjarrinu. Með báli og öllu tilheyrandi ... Við verðum að hafa á okkur menningarbrag, lasm. NYI baðstaðurinn var hundrað metra inni í skóginum. Þar ruddi Moss kringlótt svæði, bjó til hlóðir úr steinum og setti tvær hellur yfir, und- ir vatnsketilinn. Jói urraði er hann sá þessar lianda- tiltektir. Hingað ti! höfðu þeir af- klæðst inni í skýlinu. Þá hafði þetta verið svo einfalt. Hann hét sjálfum sér því, að bráðum skyldi allt verða eins og áður var. Kveikti á eldspýtu í liminu. Blossarnir stóðu uppúr bál- kestinum þegar Moss kom aftur. — Þú sérð um að koma þessari kvensu hurt aftur í fyrramálið, sagði Jói. Moss ornaði sér við eldinn. — Drengur minn, sagði hann hlýlega. Ef þú heldur svona áfram verður þú pip- arsveinn áður en lýkur, alveg eins og ég. — Og líkast lil álika mikið flón. Jói henti ávítandi á Moss: -— Þú hefir látið heillast af þessari stelpu. Og þú ættir að skanmiast þín — maður á þínum aldri, svei! Moss kinkaði kolli í sifellu. — Ef ])að sem þú sagðir þýðir það sem mig grunar, þá liefirðu alveg rétt fyrir þér. — Jæja, reyndu bara að koma henni á burt, sagði Jói hávær. -— Ekki síður þín vegna en mín! Hægan, hægan, drengur minn, sagði Moss. — Hún fer ekki. Þetta er mesta dugnaðarstúlka, og hún þarf á hjálp að lialda. — Hún fer á morgun! — Hún fer ekki eitt fet, sagði Moss og bandaði hendinni. — Þú sérð að ég hefi öll trompin á hendinni. Þú þarft á mér að halda. Þú getur ekki leitað hérna að málmum einn, og það er ekki hægt að ná í aðra kunnuga menn en mig núna. Og luin þarf líka á mér að halda. Þið þurfið bæði á mér að halda, svo að þér er nauð- ugur einn kostur að hafa félagsbú við hana um mig, drengur minn. Jói fór að tina af sér spjarirnar, fokvondur. Mo'ss hafði tangarhald á honum — og lionum var engin hugg un í að finna það. — Heyrðu nú, Moss, sagði hann eftir dálitla stund. ■— Við höfum unn- ið saman lengi. Hvers vegna ertu svona við mig? Moss lést verða hissa. — Hún er lagleg, finnst þér það ekki? Hvað viltu að ég geri meira, drengur minn' — Kallaðu mig ekki drenginn þinn Ég vil ekki hafa annan eins fábjána í föður stað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.