Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 / anna. — Kæri jólasveinn, byrjaði bréfið. — Nu höfum við ekki átt nein jól í fjögur ár ... Tuttugu árum síðar hafði fjölskyld- an 93 milljónir dollara i lireinan tekjuafgang af fyrirtækinu, og börn Edsels fengu ekki aðeins jólatré held- ur kom bráðlifandi jólasveinn akandi heim til þeirra i Fair Lane, á sleða með hreindýrum fyrir! Það var fastur siður að barnabörnin buðu leiksyst- kinum sínum með sér i vinnustofu jólasveinsins i skóginum við Fair Lane. Þangað var ekið í sleða með hringlandi bjöllum, og vitanlega stóðu hreindýrin og átu hey, því að jóla- sveinninn notaði aðeins hreindýr fyr- ir sleðann sinn. Þannig reyndi gamli Ford að bæta barnabörnum sínum upp það sem son- ur hans hafði farið á mis við ... Margir liafa reynt að reikna hve mikill auður hafi safnast til Ford- fjölskyldunnar. f New York Times 1927 taldist Stewart Chase til að auð- urinn væri þá 1.200 milljónir dollarar. Gamli Ford var aidrei að hugsa um hve mikið hann ætti. Sjálfir pening- arnir voru honum litils virði. Á hverjum morgni lagði ritari hans um slag með 200 dollurum undir blek- byttuna á skrifborðinu hans, og þvi- nær á hverju kvöldi dró Ford um- slagið upp úr vasanum og fleygði því ofan i skúffu. Þremur árum eftir dauða hans fundust margar skúffur fullar af svona umslögum. Hann hafði liká lítið vit á bankaviðskiptum. Einn dag fór hann inn í banka og tók út 150 þúsund dollara i seðlum. Svo taldi hann seðlana nákvæmlega, fór með þá og borgaði upphæðina í öðrum banka. Honum datt ekki í hug að nota tékkávísUn til að spara sér að telja! EDSEL FORD. Þegar Edsel varð 21 árs fékk hann milíjón dollara í gulli í afmælisgjöf frá föður sínum, og Fdsel hélt sjálfur sama sið, þó í öðru formi væri. Börn- in hans fjögur, Henry IL, Benscn, .Tosephina og William ólust upp í sex- tíu herbergja ibúð í Gaukler Pointe. Þaú dvöldu oft sumarlangt i „kofa“, sem kostaðj 3 milljón dollara og vetr- arleyfin voru þau í húsbát föður síns, sem var 125 feta langur. Meðal leilc- fanga þeirra var járnbrautarlest með eimknúðri eimreið, gufu-þreskívél og auðvitað margir smábilar. Edsel var einkabarn foreldra sinna og gamli Ford lét byggja húsið i Fair Lane handa lionum. Á þessu siðasta ibúðarluisi sínu byrjaði Ford árið 1913. Aðalbyggingin er þunglamaleg og kuldaleg kalksteinsbygging á ár- bakkanum við River Rouge. Meðal herbergja þar er billiardstofa með óbeinni lýsingu — sú fyrsta í Detroit — orgel sem kostaði 30.000 dollara, sundlaug innanhúss nteð upphituðnm marriiarabekkjúm, svo að baðgestun- um yrði ekki kalt þegar þeir kæmu upp úr lauginni, þar var og vopnahús með alls konar veiðivopnum. Utan- húss var leikvöllur og stór tjörn, sem notuð var til skautahlaups á vetrum. Niður við ána var lítill skáli, þar sem hægt var að spenna á sig skautana við birtu frá logandi báli. Landar- eignin var 550 ha. En Edsel bjó ekki í þessari Para- dis nema tæpt ár, þá giftist hann Eleanor Clay, frænku vöruhúseigand- ans J. L. Hudson í Detroit. Þau fluttu í eigið hús i Indian Village í úthverfi Detroit, og síðar i sextíu herbergja húsið sitt. Þess vegna var billiardstofan í Fair Lane og leikvöllurinn aldrei notað og orgelið var von bráðar flutt burt. Ford þótti ekki gaman að listrænni tónlist, en vildi helst heyra sungið „Old Black Joe“ og álíka þjóðvísur. Gömlu lijónin notuðu aldrei sun'd- laugina, en það kom fyrir að börn Edsels busluðu í henni jægar ljau komu til afa og ömmu. Gamli Ford lét sér mjög umhugað um barnabörn sín. Stundum sótti hann strákana til að láta þá sofa i heyinu í hlöðunni á Fair Lane. Hann taldi sjálfsagt að allir strákar yrðu að reyna það. Á vorin sýndi hann þeim hvernig síróp væri soðið úr hlyn, og hann lét jiau leika sér í tilraunavögnum smiðj- unnar. Edsel hafði á margan hátt notið frelsis á uppvaxtarárunum. Þegar hann var tuttugu og eins árs fór hann með tveimur vinum sínum frá Detroit til San Francisco i T-bíl, og þótti jíað vel af sér vikið, eins og vegirnir voru l)á. En börn Edsels voru undir strangri gæslu í uppvextinum og fengu ekki að umgangast hvern sem j)au vildu. Og gamli Ford var si- hræddur við að barnaþjófar mundu hremma þau, til jjess að ná í lausn- argjald. Þegar Edsel ók krökkunum i skólann i Detroit var annar bill á næstu grösum með tvo vopnaða menn, ef á þau yrði ráðist. — Þegar við vorum í Maine á sumr- in sá ég aldrei aðra en fjósamennina á bænum, hefir IJenry II. sagt. — Það var aðeins fjölskyldan. Þegar Henry og Benson gengu i skólann var sagt að sundkennarinn þeirra væri á launaskránni hjá Ford og væri líf vörður drengjanna. Tveir skólabræð- ur Henrys unga reyndu einu sinni að telja liann á að flýja til Suður- Ameríku með sér. — Nei, ekki ég, sagði Henry. — Hann afi mundi kaupa allan ameríska herinn til að koma á eftir og sækja mig. Framhald í næsta blaði. Kennarinn: — Og hvað er svo hlut- )erk hörundsins? Nemandi: — Að halda sápugerðar- mönnunum við. Aa» 25 Ruglingur. — Sá á kvölina sem á völina. Úr Anoálum jartein Þorláks helga. —M6. BJÖRGUN TEITS Á HVALEYRI. Bóndi sá, er Teitr hét, bjó á Hval- eyri fyrir neðan Heiði. Hann sigldi á næsta dag eftir Pétrsmessu um sum- arit ok tveir bræðr hans með honum af Rosmhvalanesi ok ætlaði inn i Hvalfjörð. Ok sem þeir kómu varla miðleiðis, fengu þeir svá mikinn storm og sterkt veðr í móti sér, at j)á rak hálfa aðra viku í haf út. Marði þá undir þeim skipit, svá at j)eir fengu eigi upp ausit. Þá hválfdu þ>eir þvi sjálfir. Þótti þeim ])á líkara, at ])eir mundi komast á kjölinn, ok ])at varð eftir ])ví. Ok síðan kastaði um fimm sinnum, ok í því drukknuðu þeir tveir. Teitr var þá einn eftir ok rak lengi undan landi. Siðan kom á mót- viðri með óðastraumi, ok rak þá aftr sömu leið. Þá hét hann á guð ok inn heilaga Þorlák byskup til fulltingis, at hann kæmist at landi með öllu heilu ok ómeiddr. Hann hét at ganga í Skálaholt ok gefa hálfa mörk vax. Ok þegar eftir heitit rak miklu fljót- ara en áður ok æ á stafninn, svá sem stýrt væri hjá hverjum boða. Kom hann á land hjá Ytra-IIóhni á Akra- nesi. Munaði þvi nær hálfri annari viku, er hann rak, siðan hann hét. Hválfdu þeir síð á fimmtadaginn, en hann komst á land föstukvöldit eftir sólarfall. Bauð hann at sanna þessa jarteikn með eiði ári siðar, sem hann kom i Skálaholt, ef þurfa þætti. FÓTAMEIN ÁLFHEIÐAR. Fátæk kona, sú sem Álfheiður liét, tók fótarmein á þann hátt, at fótrinn þrútnaði ok setti svo blán sem drep væri í hlaupit, ok varð hún af þessu ckki verkfær. Fór luin þá um nökkura stund hús ór húsi mæðilega. En við vás og vaðla spilltist mjök meinit ok þrútnaði meir ok meir ok opnaðist fyrir neðan kné nær utan miðju beini. Um síðar varð þat eigi fjarri innar minni spannar langt ok hehiur meira á breidd. Féll þá ór blóð ok holdfúi. At lyktum lagðist hún fyrir á bæ þeim, er heitir á Þorvarðsstöðum, ok þóttist varla Hfvæn af sulti ok sár- leik fótarins ok brjóstleysi, því at hon skreið stynjandi ok grátandi lengi áðr bæja i millum. En þat var Þorláks- messudag um vitrinn, er lión lagðist niðr. Vildu menn henni lítinn dugnað veita. Var þá ok mikit mannfall af fátæku fólki fyrir sunnan land, þvi al þá var mikit hallæri. Nú sem þessi fátæka kona var þröngd, þrotin og fyrirlátin af mannligu fulltingi, þá renndi hún hug sínum til Guðs ok til árnaðarorðs ins sæla Þorláks bysk- ups. Hét hon þá nökkurum söngum ok Skálaholtsferð sinni, ef hon fengi bót sinna sjúkleika, ok þótti henni þyngja at eins. Leið svá Þorláks- messa ok atfangadagr jóla, jóladagr fyrsti ok annar dagr jóla. Bað þessi kona sér hjálpar bæði nætr ok daga með mikilli viðrkomningu ok vænti sér hvárki lifs né líkamligrar heilsu. Ok um nóttina fyrir Jóns postula messu rann á liana ómegishöfgi, ok þóttist hon sjá Þorlák byskup með björtu Ijósi, svá at henni varð um megn í móti at sjá. Þótti henni hann ganga at sér ok mæla: „Hér liggr þú, lúin ok lamin eru bein þín, ok bót muntu fá.“ Siðan þótti lienni hann strjúka fótinn niðr frá kné, svá at hún kenndi sárt við, ok síðan hvarf hann henni at sýn. Þá vaknaði hon ok lofaði guð ok in sæla Þorlák byskup ok spratt þegar ór rúmi sinu ok gekk burt staflaust ])egar um daginn eftir, en áðr fekk hon varla einsömun þat skennnsta, sem hon mætti, sinnar þurftar ganga, svá at hon varð alheil. Ok til miklanar guðs dýrðar sáu menn þann hcnnar legg mjóra ok skinnhvitara ok óþrumlóttara eftir vaðal í frosti Tómasmessu byskups en hinn, sem fullkomliga var ósakaðr jafnan, þvi at inn græddi var lítt sárr ok þvilíkur at sjá sem ungmessis hold, en hinn var dökkr, breyskr af blóði ok mjök skaddr, sem ván var á hnignandi konu af öllu saman, mæði, göngu ok verkjum. Yáru hér ok nóg vitni til að sverja ok sanna þenna atburð. MARGRÉT WOOD McGREW er fyrsta manneskjan, sem send hefir verið upp í liáloftin eftir dauð- ann. Hún fékkst mikið við rakettu gerð um ævina, og áður en hún dó, 1955, hafði hún mælt svo fyrir, að öskunni hennar yrði skotið upp í háloftin. Þetta var gert, og Bomark- rakettan, sem flutti öskuna, sprakk í 15 kilómetra hæð yfir Atlantshaf- inu og askan dreifðist í allar áltir, cins og úr Heklugosi. — Eins og ég byrjaði að segja þér frá, áður en tekið var fram í fyrir mér ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.