Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 9
F Á L KI N N 9 — Hugsaðu um framtíðina, dreng- ur, sagði Moss og brosti. — Það yrðu ekki ómyndarleg barnabörn, sem þú gætir gefið mér ef þú létir tilleiðast. Og þú gætir kennt þeim allt um steina og grjót . . . og Lindsay gæti frætt þau um fugla og aðrar skepnur . . . Jói grýtti stígvélinu sínu til hans. Moss greip það á lofti og fleygði þvi rólega til baka. Og svo labbaði hann brosandi heim að, skýtinu. Jói var lengi að baða sig. Hann varð að liugsa sig um margt. FJALLALOFTIÐ var svalt og sólin glóði á ullarskýjunum er Jói kom loksins ofan úr skóginum til að fá sér að borða. En meðan hann var i bað- inu hafði honum hugsast úrræði. Nú vissi hann hvað hann átti að gera. Hann ætlaði að hjálpa þessari Randall-kvensu með tigrisdýrið henn- ar. Því fyrr sem hún næði í það því fyrr færi hún. Þessi von gerði honum greiðara að kingja matnum. Jói fór eldsnennna úr bæli sinu um morguninn. Hann kunni svo vel við þessa morgunkyrrð og frið áður en sólin kom upp og enn sáust stjörn- ur og stundum mánasigð. Hann vatt sér undan tjaldskörinni og fann lirím- ið marra undir fótunum. — Góðan daginn, sagði Lindsay Randall. Jói snerist á hæli og glápti. Hún hafði gert upp eld, og gamli sótugi ketillinn hékk yfir hlóðunum. Hún brosti til hans. Hana hitaði í and- litið því að bálið logaði glatt. Svo leit hún ofan í ketilinn. Teið var svart og sterkt, sannkallað búsk- mannate. Hann sagði: — Með leyfi —-? Gerið þér svo vel, svaraði hún. — Nú kemur morgunmáturinn, rétt strax. Steikt flesk, egg og glóðað brauð. Jói hellti tei í krús. Þetta var gott og sterkt te. Hann gaf Lindsay horn- auga meðan hann var að sötra úr krúsinni — og gat ekki annað en tek- ið eftir hve liprar lireyfingar hennar voru, þarna kringum bálið. Svo fór hann að hugsa um áætlunina sina. Hún varð að minnsta kosti að verða þarna þangað til hún næði í tígrisinn. — Ég hefi verið að hugsa um þetta sem þér sögðuð í gær, um að hjálpa vísindunum, muldraði liann. — Skyldi ég mega hjálpa yður? Hún sneri sér að honum. — Þakka yður kærlega fyrir. En hvernig fer þá um það, sem þér eruð að gera? — Fjöllin verða að bíða, sagði hann. — Þau hlaupa ekki á burt. Hún stóð upp, lagði flesksneiðar á þrjá tindiska, og tvö egg á hvern disk og rétti þeim glóðarbrauð. — Moss! kallaði hún. — Maturinn er tilbúinn, Moss! Svo rétti hún Jóa diskinn og brosti: — Ég hefði líklega átt að biðja yður afsökunar. Á ég að segja yður — ég hélt að þér væruð mesti ónotaseggur? Ég var blátt áfram hrædd um að þér munduð reka mig burt. Augun i lienni ljómuðu af gleði. Og Jói sat þarna og skammaðist sín. Hon- um létti þegar Moss kom, svo að þau voru ekki ein. Moss hámaði í sig matinn, svalg krús af brennlieitu tei og sagði: — Nú verðum við að liypja okkur af stað, stúlka mín. Það verður nóg að gera, og við erum bara tvö. — 0, ekki alveg, sagði Jói. — Ég ætla að koma líka. — Ætlar þú? Moss sneri sér og slarði á Jóa. — Já, þá getum við farið yfir stærra svæði. — Alveg rétt, sagði Moss cg hló. — Og þá gengur þetta iniklu fljótar. Lindsay Randall brosti: — Ég hugs- aði ekki út í það, sagði hún og horfði gaumgæfilega á Jóa. — Kannske eruð þér ólundarseggur, þrátt fyrir allt. NÆSTU sex dagana settu jiau upp röð af dýrabogum í hálfhring upp frá ánni. Og svo var næst að lita eftir þeim. Moss og Lindsay voru saman um svæðið næst ánni. Jói fór um ás- ana lengra uppi í skóginum. Nú breytti til vorveðurs og það bætti úr. En þetta var mesta erfiði. Og vorið — ef þetta var þá vor — gerði kvöldin erfiðari fyrir Jóa. Hon- um leið ver með hverjum deginum. Kvöldin við varðeldana gerðu honuin erfiðara fyrir að liafa hugfast, að eig- inlega var Lindsay Randall óvelkom- inn gestur, sem var að reyna að krækja i félaga hans, — hún hafði gert átroðning og truflað liann í starfinu. Hún var eins og heima hjá sér þarna. Hann sá það á henni, þegar hún sat eins og í draumi, eða tritlaði fimlega skógargötuna ■— að lnin kunni vel við sig þarna . . . Hún hafði breytst að ýmsu leyti, fann hann. Hann tók til dæmis eftir kitlunum í hálsinum á henni jiegar hún hló. Og hve handleggirnir á henni voru fallegir, þegar hún lyfti upp pilsinu sínu er hún settist við bálið. Hann taldi sig ekki öruggan. Og gamli Moss gleymdi aldrei að gera að gamni sinu og hafa orð á þvi hvað hann mundi hafa gert, ef hann hefði verið þrjátíu — fjörutíu árum yngri. Hálfur mánuður leið og ekki kom tigrisinn. Jói var að missa þolinmæð- ina. Eitt kvöldið er þau voru að snæða sagði hann: — Á morgun dreifum við okkur. Við komumst ekki yfir nógu stórt svæði með þessu móti. Lindsay athugar bogana sem næstir eru ánni, og svo skiptum við Moss hinu svæðinu á milli okkar. — Hvers vegna? sagði Moss súr á svipinn, liann sat á hækjum eins og þeir innfæddu gera. — Ef einhver gamli tígrisinn lendir í boga þá held ég hann geti biðið. — Ég hefi starf sem ég þarf að hugsa um, sagði Jói hvass. — Þú hefir líklega gleymt því. Moss fleygði kvistum á bálið: — Nei, ekki hefi ég það, svaraði liann. — En ég er að liugsa um það, sem þú sagðir við Lindsay — að fjöllin hlaupa ekki á burt . . . — Að vísu ekki, sagði Jói kulda- lega. — Og þér finnst liklega ekkert liggja á, þvi þú færð tvöfalda borgun eins og er. — Og auk þess er ég talsvert meira en þritugur, sagði Moss. — Hvað áttu við með því? — Hvað ég á við? Moss strauk hök- una. — Ég á við að ég les úr þér eins og úr kengúrusporum í nioldar- falgi — já, enn betur. Jói starði illilega á hann: — Eigin- lega ætti ég að lumbra eftirminnilega á þér ... — IJeyrið þið, piltar. greip Lindsay fram i. — Ég er alveg einfær um svæðið við ána. Eg þekki það orðið svo vel. — Ég skal segja þér nokkuð, stúlka mín. — Þið Jói skuluð fara saman — og svo fer ég um svæðið fyrir innan. — Nei, við dreifum úr okkur, sagði Jói eins og liann væri lafhræddur. — Ef hún heldur sig við stiginn getur hún ekki villst. — Þá það, sagði Moss og yppti öxl- um. — En ef ég væri ungur og spræk- ur og fengi tækifæri til að . . . — Haltu þér samanl öskraði Jói. DAGINN eftir fór hvert þeirra sína leiðina. Um miðjan dag var Jói kom- inn langar leiðir inn i kjarrlendið og heyrði þá allt i einu skothvell frá riffli. Fjóra livelli hvern eftir annan — og svo eitthvað líkt brothljóði í fúnum kvistum. Hann hikaði ekki augnablik. Þessi skot voru beiðni um hjálp, og það var aðeins Lindsay, sem hafði sjálf- hlaðningsriffil. Honutn taldist til að hvellirnir kæmu úr stað svo sem þrem kíló- metrum fyrir ofan tjaldstaðinn og hljóp af stað sem fætur toguðu, yfir stokka og steina. Hann var hræddur um Lindsay. Nú hugsaði hann ekki um neitt nema hana. Hún var meira virði en allt annað. Hann lét ekkert tefja sig, hvorki kjarr, stórgrýti né stríða læki. Eftir tæpan klukkutíma var hann kominn niður að ánni. Hann skaut skoti upp i loftið og beið ög hlustaði, og kast- aði mæðinni. Nú lieyrði hann Lindsay kalla, einhvers staðar skammt frá. Hann fann liana skammt frá stígrn um, flækta i kjarri. Hún var æst og augun starandi. — Hvernig liður þér? spurði Jói með öndina í hálsinum. Hún hló, hátt og gjallandi. Augu þeirra mættust. Svo leit hún um öxl og hann renndi augunum í sörnu átt og fékk svarið: —Þarna er hann! hrópaði hún áköf. — Thylacinus cynocephalus, sem allir héldu að væri aldauða, en sem reyndist vera bráðlifandi. Thyla- cinus góndi fólskulegur þar sem hann stóð með afturlöppina fasta í dýraboganum. Kjafturinn var eins og á úlfi og kjálkarnir náðu upp að eyr- um. Lappirnar voru stuttar og með flötum hælum, eins og á kengúru. Rakhlutinn var mjór og afturdreginn og rófan löng og sterkleg. Breiðar súkkulaðibrúnar rákir voru yfir þvert bakið — frá lendinni og fram á bóga. — Uss! sagði Jói. — Sá er ljótur, þegar maður sér hann nærri. — Ljótur? sagði Lindsay hneyksl- uð. — Þetta er verulega falleg skepna. Jói starði. Svo brosti hann: — Já, vitanlega er hún falleg — Ijótfalleg. Allt í einu fóru þau bæði að hlæja. Og Lindsay var svo frá sér numin af veiðilukkunni að hún faðiiiaði Jóa að sér og kyssti hann beint á munn- inn. Jói varð mállaus og greip andann á lofti — þangað til Thylacinus fór að urra. — Við verðum að reyna að binda hann, stamaði Jói. Hann þreifaði í vösum sinum og tók upp snæri: — Hefir þú meira snæri? — Nei. JÓI brá lykkju á snærið, skreið að dýrinu, og þegar það gelti næst brá liann lykkjunni um skoltinn á því og lierti að. Svo brá hann snærinu yfir trýnið og batt kjaftinn saman. Svo losaði hann það úr dýraboganum og hefti ]iað á framfótunum. Jói horfði i litlu grísaugun á skepn- unni og þóttist vonsvikinn yfir þess- ari „tígrisdýraveiði“. Því að nú mundi Lindsay von bráðar verða burt úr tjaldstaðnum. Það var einmitt þetta, sem hann hafði þráð svo mikið og reynt að koma fram. En nú var hann orðinn allt annars sinnis . . . — Við skulum komast héðan, sagði hann þegjandalegur. —Við iiáum okk- ur í meira snæri úr næsta dýraboga og bindum kvikindið betur. Hann var að bogra yfir dýrinu er Moss kom hláupandi: — Nei, nú liefi ég upplifað þetta líka! öskraði liann. — Ósvikið tígris- dýr! Jói sneri sér að Moss, sem kom vað- andi með riffilinn i hendinni. Allt i einu fann liann að tigrisinn spennti vöðvana. Og áður en liann gat nokk- uð aðhafst, spratt hann upp eins og stálfjöður. Jói datt aftur yfir sig og Lindsay hljóðaði. Jói spratt á fætur aftur, og sá Lindsay þrífa riffilinn af Moss. Tígrisinn tók stökk niður stiginn eins og kengúra, með framlappirnar bundnar saman. Og svo hoppaði hann út í ána. Jói hljóp á eftir ,sá hausnum skjóta upp og fór að smeygja sér úr stig- vélunum. Lindsay greip í hann. — Nei, Jói! Röddin var einbeitt og takið fast. — Hann er betri á sundi en þú. Láttu hann eiga sig. Þau stóðu saman og horfðu á tigris- hausinn berjast við strauminn, hverfa og koma upp aftur. Dýrið rak niður ána og loks sáu þau hvar það dróst upp á bakkann hinumegin og hvarf inn i kjarrið. Jói sneri frá. — Það sneri þá á mig, tautaði hann. — En við fengum ráðningu á mik- ilsverðri gátu, sagði Lindsay Randall. — Skepnan getur þá hoppað á aftur- fótunum. Það hafa vísindamennirnir lengi verið í vafa um. En svo brast henni röddin og Jói flýtti sér að snúa sér að henni: — Lindsay, sagði hann alvarlegur. — Ég vil ekki segja, að ég taki mér þetta nærri. Eg sé aðra lausn á mál- inu: Eg skal veiða annað dýr handa þér. Þó svo það taki mig ár skal ég ná i það! — Svona tala ekki nema karlmenni, heyrðist í Moss Pike. — En ég er kvenmaður, sagði Lind- say og augun í henni ljómuðu. — Og Moss sagði, niðri í Oxlip, að þú værir kvenhatari . . . að þú álitir að kven- fólkið lamaði karlmennina og gerði þá óvirka. — Kvenhatari — ég! Jói strauk kinnina á sér. — Hver hefir talið lion- um trú um það, kjánanum? — Ja, liver heldurðu? sagði Moss drumbslega. Jói tók um hendurnar á Lindsay: ■— Hlustaðu ekki á hvað karlinn segir, sagði liann ákafur. — En liann gerir það líklega í bestu meiningu. Hann hefir alltaf verið að kliða á hve fal- leg þú sért, og hvilik úrvals barna- börn þú gætir gefið honum. Hún leit niður fyrir sig. — Hann áleit að ég gæti kennt þeim jarðfræði, muldraði Jói, — og að þú gætir frætt þau um fugla og býflugur . .. Þá leit Lindsay Randall upp og brosti. Það var tjáning i því fagra brosi. Og Moss gamli sneri sér und- on þegar hann sá Jóa taka um liend- urnar á henni. Egils áváxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.