Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ^****}*W*^* F R A M HA L D S S A G A ÁSTIR í feluleík 19. ■&¥S*2«4*^*£álá* FRAMHALDSSAGA *^*^*^*^ .—•— ---------— ~— — Einn morguninn er þau sátu í litlu stofunni og voru að drekka te með ísmolum, kom Peter inn með bréf. Landstjórinn opnaði það og las, og sat hugsi. — Gilmering, sagði hann. — Ég hef erindi handa yður. Hafið þér nokkrun tíma komið á rannsóknarstöðina? — Já, sir. Ég hef verið í samkvæmi þar. — Það er gott. Þá ratið þér. Ég ætla að biðja yður fyrir bréf þangað og segja yður hvað er í efni. Hann leit til Amy sem sat við gluggann og- horfði út. — Hafið þér dótt- ur rríína með yður og Elisabeth líka. Þeim veitir ekki af tilbreytingu. — Þú hefir bannað okkur að fara út um miðjan daginn, sagði Amy. — Ég hefi bannað ykkur að liggja í fjör- unni og sitja í garðinum. En þið hafið ekk- ert illt af að aka dálítinn spotta og það er mikið af trjám og skuggsælt kringum stöð- ina. — Eru ekki moskitoflugur þar? — Ekki meir en hér, væna mín, sagði hann og stóð upp. — Komið þér inn í bóka- stofuna eftir hálftíma, Gilmering, þá skal ég hafa bréfið tilbúið. Peter stóð við dyrnar eftir að sir Henry var farinn. — Ég þarf að gera dálítið áður en ég fer, sagði hann. — Verðið þið hérna þegar bíllinn kemur? — Ekki ég, sagði Amy letilega. Peter leit á Elisabeth. Það var þráasvipur á honum. Hún kinkaði kolli til hans. Svo sneri hann sér að Amy aftur. — Maður skyldi halda að ég væri með smitandi sjúkdóm, þú forðast mig eins og pestina. — Ætli þú sért það ekki, svaraði hún. — En ég er ekkert hrædd við þig. — Það er óhugsandi að þú kjósir heldur að sitja hérna án þess að hafast nokkuð að, finnst þér það, Elisabeth? Honum föður þín- um mundi finnast það skrítið ef þú . . . ef þú neitaðir að fara með mér. Ef það hefði verið einhver annar en ég mundir þú hafa verið fús til að fara. — Ég þarf ekki að gera það, sem mig langar ekkert til. — Þú hefir farið þetta áður og haft gam- an af því, sagði Elisabeth. Og Peter hefir al- veg rétt fyrir sér. Ef þú heldur áfram að forð- ast hann, fer sir Henry að brjóta heilann um hvað mundi valda því. Varla langar þig að faðir þinn haldi að þú sért ástfangin af Peter, er það? Amy kreysti saman varirnar og Peter sót- roðnaði. Hann tautaði eitthvað, sem ekki skildist, og flýtti sér út. Amy þagði nokkrar mínútur. Hún hallaði sér aftur á stólnum og starði á hárauða il- skóna sína. Loksins sagði hún ofur gæf: — Þetta var eiginlega ekki hyggilega sagt, úr því að Peter var viðstaddur. Þú hefðir átt að hugsa þig betur um áður en þú komst með svona athugasemdir. — Fyrirgefðu. Elisabeth var farin að þreyt- ast á dutlungum Amy. — Mér finnst þú gætir verið dálítið notalegri við hann. Það er skyida þín, úr því að hann er í hárri stöðu hjá föð- ur þínum. — Það er óþarfi að við dáumst að honum báðar í einu. Elisabeth rétti úr sér í stólnum en kingdi tannhvassa svarinu, sem komið var fram á tunguna á henni. Amy var svo vesældarleg að Elisabeth fanst hún mega til að vera góð við hana. — Er þetta ekki flónska hjá þér, Amy? Þú átt heima undir sama þaki og Peter að staðaldri, og það er ástæðulaust að sýna honum fjandskap. Vertu nú alúðleg við hann í dag, Amy. — Hugsum okkur að við förum að rífast aftur? — Reyndu að stilla þig. Peter er besti fé- lagi í heimi, ef þú reynir ekki að gera lítið úr honum sí og æ, og hann er miklu greind- ari en nokkur hinna, sem þú ert með. Hann minnir þig ekki á að hann hafi verið ástfangin í þér einu sinni, nema þú viljir að hann tali um það. Amy horfði í gaupnir sér. — Hefir hann sagt þér að honum hafi litist á mig einu sinni? spurði hún. — Orðaði hann það þannig — eins og það væri allt um götur gert? — Ekki alveg. Ég held að honum lítist vel á þig ennþá. — Mikil heimska er þetta! Röddin titraði. — Hefir hann nokkurn tíma reynt að vera nærgöngull við þig? — Nei, það hefir hann ekki, svaraði Elisa- beth einbeitt. — Ef hann hefði gert það mundi ég ekki hafa reynt að fá þig til að koma með honum í dag. Hann hefði ekki átt það skilið. Nú leið nokkur stund þangað til Amy tók til máls aftur. Hún spurði óðamála: — Er ekki mál að fara að tygja sig? — Ég verð hér, sagði Elisabeth. — Ég vil helst vera heima. Amy stóð upp. — Jæja, þá það, sagði hún. — Ég fer og sæki hattinn minn. Elisabeth var nærri því hissa á hve vel þetta hafði tekist. Hún hafði aldrei ætlað sér að fara með Peter og Amy. Henni leiddist að heyra þau rífast og verða að reyna að miðla málum milli þeirra. Hver veit nema þau sætt- ust ef þau væri ein? Sir Henry mundi varla amast við þó að Amy færi ein með Peter, hugsaði hún með sér og fékk samviskubit. En kannske væri réttast að hún sæi hann ekki þangað til þau tvö kæmi aftur úr ferðinni. Hún gæti tekið sér mat og bók og farið niður í fjöru. Þar var skúti, sem hún gat sitið í og notið andvarans frá sjón- um milli rakra klettaveggjanna. Þjónn kom inn til að sækja bakkann með teglösunum og hún bað hann um að smyrja nokkrar sneiðar af brauði. Bíllinn ók fram með Peter við stýrið og hún fór út til að tala við hann. En Amy kom í sömu svifum, svo að Elisabeth sagði aðeins: — Þú mátt ekki ætlast til að ég komi í dag, Peter. Vertu nú þægilegur við Amy, viltu lofa mér því. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið en brosti og opnaði bíldyrnar. Amy settist við hliðina á honum og lagaði á sér pilsin meðan hann var að loka. Hún leit til Amy með glettni í augunum, eins og hún hlakkaði til að ná sér vel niðri á Peter. JULIAN AÐVARAR. Hún fór upp og setti upp ilskó með gúmmí- sólum, svo að auðveldara væri að fóta sig á klettunum. Af svölunum sá hún hvar sir Henry ók af stað í hinum bílnum með bíl- stjóranum. Hann vissi ekki annað en hún hefði farið með Amy og Peter og ef til vill var hann jafn leiður á innisetunum og þær voru. Loftið var ekki mjög mollulegt í dag. Hæg- ur blær kom frá sjónum og stór hvít ský á himninum boðuðu regn. Elisabeth tók bók og lagði hana í nestis- körfuna, sem þjónninn hafði sett á borðið í forstofunni. Hún var í einföldum línkjól, sem hún var ekki hrædd við að velkja. Hún var að setja á sig stráhattinn þegar Julian ók upp að húsdyrunum. Með Julian kom þessi undarlega kennd söknuðar og þrár, sem alltaf hafði verið vak- andi í henni. Hann kom langstígur inn í for- dyrið en nam staðar er hann sá hana. — Góðan daginn, Elisabeth. — Góðan dag, svaraði hún stutt. — Sir Henry er nýfarinn út — hann fór á skrifstof- una, held ég. — Já, við eigum að halda fund klukkan tólf. Hann þagði. Svo hélt hann áfram lág- róma: — Ég hefi ekki séð yður i marga daga. Er það einber tilviljun — eða forðist þér mig af ásettu ráði? — Hálft í hvoru, játti hún. — Það er nóg að stríða við þennan hita. — Ég skil. Hann virtist kaldur og fár. -— Hvert eruð þér að fara núna? — Niður að sjó. — Alein? Hún kinkaði kolli. — Mig langar til að sitja þar í svölu lofti og lesa. — Það getið þér gert hérna. — Já, en mig langar meira í sjávarloftið í dag. Hann leit fast á hana — föla andlitið, upp- gerðarbrosið og nestiskörfuna á borðinu, en ég kom til að segja yður og Amy að fellibyl- ur er í aðsigi. Við höfum ekki fengið stað- festingu á því frá veðurstofunni ennþá, en það verður ekki langt þangað til við fáum til- kynningu. Þér megið ekki fara út, Elisabeth. Það er hættulegt. — Sir Henry er úti. — Hann kemur aftur heim í hádegisverð- inn, en mér sýnist að þér hafið hugsað yður að vera úti í allan dag. Hann benti á nestis- körfuna. — Þetta er ekki nema tuttugu mínútna gangur. Ég get farið heim ef fer að hvessa. — Ef að hvessir meðan þér eruð niður frá, getur maður átt á hættu að þér komið aldrei aftur, sagði hann byrstur. — Þér hafið enga hugmynd um hve sterkir fellibyljirnir eru hérna. Þér megið ekki fara út.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.