Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.04.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 BLÚNDUKJÓLL. — Þessi kjóll skreytir sig sjálfur. Hann er sléttur og einfaldur, enda óþarfi að klippa marga sauma og útflúr á þetta fallega blúnduefni. Bolurinn er sléttur en pilsið hringskorið og beltið er aðeins að framan, eins og myndin sýnir. Það er úr sama efni og undirkjóllinn. LITLA SAGAN. RUZICKA: Skyggni maðurinn Það iskraði í hemlunum. Of seint! Svo heyrðist bang-pang! rúðurnar molnuðu í smátt og litli einkabillinn hékk eins og kiessa á stóra vörubiln- um. Á svipstundu hópaðist fólkið að og þarna varð mikill söfnuður, búðar- slúlkurnar létu gestina bíða og strunsuðu á vettvanginn, allir sendi- sveinar borgarinnar voru komnir ]iarna í einn lióp eftir nokkur augna- blik, og allir gluggar i næstu húsum voru glenntir upp á gátt og fólkið staflaði sér hver ofan á annan i gluggakisturnar. Maður brölti hægt og varlega út úr litla bílnum. Það er að segja, þetta var eiginlega ekki neinn bíll lengur heldur aðeins undið og skælt járna- rusl, til einskis nýlt nema að fleygja þvi. Maðurinn þuklaði varlega á sjálfum sér, hátt og lágt. „Ég hefi svei mér verið heppinn,“ tautaði hann. Svo kom hann auga á vörubíl- stjórann. „Manneskja!“ hrópaði hann. „Mann- eskja! Hvernig datt yður ... „Mér. Hvað meinið þér? Ég?“ tók hinn fram í, digurbarkalega. „Þetta var yður að kenna, bölvaður þöngul- hausinn ...“ Nautið trompaði yfir. „Déskotans apakálfurinn." Nú kom lögreglan. „Gerið þið svo vel og hafið ykkur hæga!“ hrópaði einn af þeim bláklæddu með gyltíi hnappana og skar niður frekari nátt- úrulýsingar úr dýrafræðinni. Hinir herskáu bílstjórar undu sér nú að lögreglumönnunum. „Það var honum að kenna,“ hrópaði annar. „Það cr lygi,“ hrópaði hinn. „Ég fór samkvæmt umferðareglunum.“ „Rólegir, lierrar minir, rólegir!" sagði lögreglumaðurinn aftur. „Við athugum nú málið.“ Og nú var annar lögreglumaður farinn að mæla lijólsporin. Fyrri lög- reglumaðurinn tók upp minnisbók- ina og fór að skrifa. „Nöfn, aldur og heimili, þökk!“ Báðri réttu fram ökuskirteinin. „Staða?“ „Ég er vörubílstjóri,“ sagði maður- inn á vörubílnum. „Og þér eruð . .. ?“ sagði lögreglu- maðurinn og sneri sér að hinUm. „Ég er skyggn . ..“ „Hvað segið þér?“ Áhorfendurnir hlógu. „Skyggn!" endurtók maðurinn æst- ur. „Er ]>að nokkuð hlægilegt Það er starf ekki síður en annað ...“ „En úr þvi að þér ernð skyggn hljótið þér að hafa séð vörubilinn áður en hann kom fyrir hornið . . .“ „Það má kannske til sanns vegar færa. En ég er í fríi eins og stend- ur . . .“ FER YÐUR VEL RAUTT? — Ef svo er þá athugið þennan frá Balmain. Hann er úr hárauðu duehesse. Kvöld- frakkinn er fóðraður með panter en annars úr sama efni og kjóllinn. KjóIIinn er fallegur án frakkans. SÍÐUR SAMKVÆMISKJÁLL. — Fínt samkvæmi, siður kjóll. Þessi kjóll er frá Dior. Bolurinn er úr hvítu satin, alveg sléttur en pilsið úr bróderuðu blúnduefni. Mittið er hátt og slaufa bundin að framan. Vítið þér...? að franskir bakarar nýta mélið betur en aðrir? Fyrir nokkrum árum kepptu tveir franskir hakarar við tvo cnska. Hvor- ir um sig fengu mélsekk til að baka úr, og fengu Englendingarnir 90 brauð, samtals 180 kíló úr mélinu. En frönsku bakararnir fengu 134, sam- tals 200 kiló úr jafn miklu méli. hvers vegna flauelsbangsar eru kallaðir „teddy-birnir“? Ameríski forsetinn Theodore (Teddy) Roosevelt (1858—1919) var mikill veiðimaður, en eigi að siður kom það tvisvar fyrir hann, að hann missti marks af birni. — Út af þessu datt leikfangagerðarmanni einum i hug að búa til birni úr flaueli, og hað forsetann um lcyfi til að kalla þá teddy-birni. Forsetinn amaðist ekki við því, en spáði að þessi vara mundi ekki seljast. Það fór á aðra leið. Þessi eini leikfangamaður seldi 15 milljón stykki og um allan heim fóru leikfangagerðir að búa til teddy- birni — og gera enn. að þurrð er á kennurum um allan heim? Rannsókn hefir sýnt, að jafnvel i kaupháum löridum fá kennarar ekki svo góð laun, að það lokki ungt fólk að kennaranámi. — Þess vegna er nú víða verið að hækka laun kennara þannig að þau verði eigi lakari en við önnur störf, sem krefjast álíka langrar undirbúningsmenntunar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.