Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 25

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 25
 mkmJI •• v j ' Teikning: Hreinn Friðfimisson. stórræðum þá geturðu komið með það, þvi ég kann alls ekki við að fólk gangi á milli góðbúanna og segi, að þessi þarna, Lárus Marteinsson sé ekki ann- að en letimagi. Þú hefur meiri og betri hæfileika en svo, og ég — ég — er meiri vinur þinn en svo, að ég láti mér það vel líka. Þarna hefirðu það! — Marta verður skjálfrödduð og lítur undan. — Til svars handa þér, Marta, og líka handa þér, Einar, segir Lási, — ætla ég að leyfa mér að vitna í okkar gamla vin og kunningja, stríðsljónið Churc- hill — þið munið kannski eftir honum, enska forsætisráðherranum? Hinn löngu dauði, viðbjóðslegi gortari, Hitler, hafði í einni af „stóru“ ræðunum sínum sakað stjórnmálaandstæðinga sína um að þeir væru stjórnmálalega ólæsir — en það væri eitthvað annað með hann og hans menn! Um Churchill sagði hann til dæmis: — Þessi maður, þetta fylli- svín, sem angar af tóbaki og brenni- víni! Þessi litla lýsing barst, þó undarlegt megi virðast, Churchill til eyrna, og alhr í neðri málstofunni munu líka hafa heyrt hana og séð hana á prenti. Churchill endurtók lýsinguna í ræðu í neðri málstofunni, og bætti við: „Hitler kallar mig fyllisvín, en ég ætla að fullvissa „den Fuhrer“ um, að það rennur af mér á milli!“ Lási tekur sér málhvíld, mátulega langa til þess að súpa á aftur. — Það er hérna, sem ég kem til sögunnar, ég gæti hugsað mér að nota SEima svar- ið við ykkur, — að kannski renni af mér á milli — og svo tel ég þessa stælu á enda. Þá gætum við kannski fengið notalega stund aftur. Og í rauninni var stælunni nú lokið, og það fór að verða gaman hjá þeim. Marta reif af sér gullkornin, og Lási var ekki beinlínis þegjandi heldur. Svo að allt var í háa lofti og allt lék í lyndi — þangað til Reiðar kom. Reið- ar Ellefsen er bezti vinur Lása, nokkr- um sentimetrum hærri en ekki eins ljóshærður. Hinsvegar eru kjálkarnir talsvert sterklegri og upphandleggurinn á honum minnir talsvert á nautslæri — stórt nautslæri. Af verðlaunagrið- ungi. — Gaman þú skyldir koma, segir Lási, — reglulega gaman, því hér hef ég staðið einn uppi á móti tveimur stríðshetjum..... Hann lítur á Mörtu, sem lætur augun skjóta neistum, fallegum neistum finnst Lása. — Hann getur aldrei reiðst Mörtu, því að hún er með því skemmti- legasta og yndislegasta sem hann veit — það liggur við að hann gæti hugsað sér að...... Hann er orðinn 33 ára. Hefði það ekki verið þetta yfirlæti í henni.....„Ég hef verið með í þessu!“ Æ, svei! — Já, Lási flatmagaði sig á Lásabúi uppi í Austurdal síðustu árin — þegar verulega fór að harðna á bárunni hérna hjá okkur .... segir Marta, lá þar og át smjör og egg og .... — Og rjóma, grípur Lási fram í. — Meðan við hin, meðan Einar til dæmis var í heræfingum af hörkukappi, sem heimavarnarliðsmaður .... og ég, já, ég, þó að ég segi sjálf frá. .... — Ójá, segir Reiðar. — Hann geispar stundum. En það er ekki oft. — Mér finnst þetta lítilfj örlegt af Lása. Einhleypur maðurinn og.......... Þegar hún nefndi orðið einhleypur þá andvarpaði hún, þrátt fyrir andúðina. Framh. á bls. 56. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.