Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 44

Fálkinn - 12.12.1962, Page 44
JÚUN □ G HLJSMÆÐURNAR RITSTJDRI: KRISTJANA STEINGRÍMSDÚTTIR Steiktar rjúpur. 6 rjúpur. 100 g. flesk. 75 g. smjörlíki. % 1. mjólkurbland. Sósan: 50 g. smjörlíki. 50 g'. hveiti. Rjúpnasoðið. Sósulitur. Ribsberjahlaup. 2 dl. rjómi. Vínarsnitzel. 600 g. kálfs- eða lambakjöt. 2 eggjarauður. 6 msk. brauðmylsna. 1 tsk. salt. 14 tsk. pipar. 75 g. smjör. 1 sítróna. Beinlaus síld. 1 tsk. kapers. 1 tsk. saxaðar asíur. Framh. á bls. 49. Rjúpurnar hamflettar, tekið innan úr þeim og þær þvegnar vel utan og inn- an, þerraðar. Fleskræmur dregnar í bringuna (því má sleppa) og salti stráð innan í þær. Brúnaðar í smjörlíkinu. Settar í pott með bringuna upp og heitu mjólkinni hellt yfir. Soðnar í nál. 1 klst. Soðið síað. Smjörlíkið brætt, hveitið hrært út í, þeytt út með soðinu. Sósu- litur, salt og ribsberjahlaup látið í eftir smekk. Þeyttum rjóma blandað í, rétt áður en sósan er borin fram. Sósan á að vera frekar þykk. Borðað með soðnum og brúnuðum kartöfium og rauðkáli. Einnig er gott að bera soðna eplahelminga og sveskj- ur með. Sömuleiðis sýrðar asíur og hlaup. Svínakótilettur fylltar. Svínshryggur með kartöflusalati og sveppum. Steiktur svínshryggur. 1 xk kg. svínshryggur. Vz sítróna. 2—3 tsk. salt. 14 tsk. pipar. % 1. vatn. Sósan: 45 g. smjörlíki. 45 g. hveiti. Steikarsoðið. Sinnep. 1 Vz msk. rauðvín. Kjötið þerrað með heitum klút. Ef kjötið er mjög feitt. er hluti af fitunni skorinn af. (Fylla má hrygginn ef vill með útbleyttum sveskjum). Kjötið nú- ið með sundurskorinni sítrónu. Brúnað í potti eða ofni. Ki’yddi stráð á, er brún- ingin er komin á. Sjóðandi vatni hellt yfir og kjötið soðið við vægan hita i nál. 1% klst. Soðið síað. Venjuleg þunn, brún sósa búin til, krydduð með sinn- epi og rauðvíni. Kjötið skorið frá beinum og skorið í sneiðar, raðað á beinið á ný. Borið fram með brúnuðum kartöflum, soðn- um sveskjum og eplum og rauðkáli. Ljúffengt er að bera kjötið fram sósulaust og hafa með því heita smjör- steikta sveppi og majones kartöflusalat: Kartöflurnar skornar í sneiðar, blandað í majones, sem kryddað hefur verið með smátt söxuðum lauk og ögn af hvítlauk. Einnig blandað í það sítrónu og þeyttum rjóma. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.