Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 30
StSari hluti frásagnar Guðna Pálssonar sklpsfjóra sem Sveinn Sæmundsson skráði fyrir FÁLKANN Við vorum á útleið þegar Reykjaborgin var skotin niður og á heimleið þegar Pétursey hvarf. Ognir og dauði var allt um kring en Ég hugsaði aldrei um hættuna Það hafði orðið hlé á sam- talinu og síminn tafði okkur um stund, og mér varð hugsað til áranna, sem Guðni hafði talað um síðast, nefnilega fyrir- stríðsáranna, þegar kreppan var raunverulega búin, en samt var atvinnuleysi og hart í ári. Það var í þann mund, er Guðni flutti að nýju til Reykjavíkur eftir nokkurra ára skipstjórn á togaranum Brimi frá Neskaupstað. ★ í ANNARRI HEIMSSTYRJÖLD Árið 1939 fór ég á mótor- bát frá Akranesi. Sá bátur hét Sjöfn og var eign Magnús- ar Guðmundssonar útgerðar- manns á Hólavöllum. Við vor- um á trolli allt sumarið. Svo byrjaði stríðið um haustið, og þá fór ég að sigla. Fór fyrst nokkra túra til Englands með togarann Þorfinn. karlsefni. kölluðum hann samt aldrei annaiS en Þorfinn, annað stóð ekki á skipinu. Fyrstu þrír túr- arnir voru farnir til Hull og Grimsby, en þá voru Þjóðverj- arnir búnir að herða svo að siglingaleiðum i Norðursjónum, að eftir það var farið til Fleet- wood. Vorið 1940, rétt eftir að Bret- ar hernámu ísland, réðst ég sem túlkur og lóðs á togara, sem hafði verið breytt í her- skip og voru notaðir til þess að leita uppi kafbáta. Þeir voru vopnaðir fallbyssum, loftvarna- byssum og djúpsprengjum. Ég hafði sterlingspund á dag í kaup. Um haustið vildi ég fá kauphækkun, en því var synj- að. Ég sagði Admiral West, að ef brezka heimsveldið ætlaði að vinna stríðið á því að snuða íslendinga um kaup, þá gætu þeir átt sig. Þessu næst fór ég eina ferð með línuveiðarann Þormóð frá Akranesi. Það var áður en honum var breytt. Það var í honum gufuvél, og engin rafmagnsljós voru um borð, heldur olíuluktir. Það var á heimleið úr þessari söluferð, sem við björguðum hluta af skipshöfn. Við vorum komnir rúmlega 90 mílur norður af St. Kilda. Þetta var að morgni og slæmt veður. Ég sá ein- hverja þúst framundan til stjórnborða og bjóst kannski við, að þetta væri kafbátur. Ég kíkti svo aftur og sá að þetta var segl. Við snerum strax til þeirra. Þeir voru þrettán saman. Skipstjórinn af skipinu var í þessum bát. Þegar við fórum að tala við þá, sagði skipstjórinn, að hann vissi ekki hvort hann væri betur settur um borð hjá okkur, heldur en í sínum eigin bát. „Skipið þitt er svo ljótt,“ sagði hann. Víst var Þormóður engin lysti- snekkja, en um borð komu þeir allir, og þá vorum við tuttugu og fjórir á, þvi ellefu vorum við fyrir. Við renndum að bátnum og festum hann við skipið, og það gekk vel að ná mönnunum þrátt fyrir ylgjuna. Þeir voru flestir illa haldnir, nokkrir ber- fættir og illa klæddir. Skipið þeirra var nýtt 10 þús. lesta skip, sem var í sinni fyrstu ferð. Það hét Pacific Ranger og var gert útfrá London. Skip- ið var á leið frá Kanada með niðursoðna mjólk og lax. Hafði verið í skipalest yfir hafið, og var nýskilið við hana er kaf- bátar réðust á það, 170 mílur norðvestur af írlandi. Þetta var 12. október 1940. Skipverjar komust allir í þrjá lífbáta. Það var svo mánudagsmorguninn 21. október, sem við fundum bátinn. Þeir voru þá búnir að vera á níunda sólarhring að velkjast í honum. Skipstjórinn sagði, að kafbátarnir hefðu ver- ið eins og hvalatorfa. Við sigld- um svo áfram til íslands og skiluðum þeim á land hér í Reykjavík. Þeir fóru frá borði án þess að þakka fyrir sig. Mér líkaði samt vel við skipstjórann, og hann ætlaði að skrifa, þegar hann kæmi út. Bréfið kom aldrei, og 10 árum síðar frétti ég, að hann hefði farizt í járnbrautarslysi í Englandi. Gísli Jónsson frændi minn, og Ólafur B. Björnsson á Akranesi áttu Þormóð. Ég var búinn að leggja drög að því að fá skipið og bjóst við, að svo myndi verða. Annar maður, Gísli Guðmunds- son, var samt ráðinn. Hann fórst með skipinu hérna út af Skaganum í febrúar 1943. Þá var ég á heimleið frá Bretlandi á öðru skipi. Við sigldum norð- ur írska kanalinn í blanka logni og haugasjó. Við heyrð- um öll radíóviðskiptin varðandi Þormóð í loftskeytastöðinni. Eftir þennan eina túr með Þor- móði, fór ég stýrimaður á Sæ- hrímni frá Þingeyri. Síðan tvo túra með norskan bát, sem hét Sandoy. Fékk undanþágu hjá norska konsúlnum til skip- stjórnar, og það gekk vegna þess hve ég hafði gott próf. Þessu næst fór ég fimm ferð- ir með vélskipið Þórð Sveins- son, 117 lesta skip, sem Óskar Halldórsson átti. Því næst einn túr með togarann Sindra frá Akranesi og tvær ferðir með Dóru frá Hafnarfirði. Sjö ferð- ir fór ég til Englands á Hrím- faxa en síðustu tuttugu ferð- irnar á Sæfinni frá Norðfirði. Það skip var hundrað og ein lest, en við fluttum venjulega 116 lestir af fiski í ferð. Það var ekki alltaf mikið borð fyrir báru. Það var að áliðinni vertíð 1943, að við á Sæfinni vorum á leið til Vestmannaeyja frá Englandi. Við nálguðumst Dyr- hólaey í góðu veðri. Ég veitti því allt í einu eftirtekt, að dúfa kom fljúgandi og settist á masturstoppinn. Mér þótti þetta skrýtið, og einkennilegt að sjá dúfu úti á hafi. Það hafði ég aldrei séð áður. Hún flaug um skipið, fram á hvalbak og aftur á mastrið. Við komum svo til Vestmanhaeyja á til- settum tíma og lögðumst að hryggju. Þarna var mikill fjöldi báta, eins og jafnan á vertíðinni. Þeir tóku fljótlega eftir því, Eyjamennirnir, að það var dúfa að fljúga yfir höfninni og settist alltaf á Sæ- finn, en aldrei neinn annan bát. Eftir tvo daga voru þeir farnir að tala um að skjóta hana, því dúfur eru engir aufúsugestir í Vestmannaeyjum, þar sem svo til allt drykkjarvatn er fengið af húsaþökum, enda engar dúf- 30 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.