Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 2
BARA HREYFA EINN HNAPP og §-!y^!4^FlJUMATIC þvottavélin fer sigurför um alla evrópu. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERF! 1. SuSuþvottur 100“ 2. Heitþvottur 90“ 3. Bleijuþvottur 100’ 4. Mislitur þvottur 60“ 5. ViSkvæmur þvottur 60“ 6. ViSkvæmur þvottur 40“ 7. Stífþvottur/Þeytlvinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90* 11. Nylon Non-lron 60* 12. Gluggatjöld 40* M/%B4^FULLMATIC aSEINS H/%B*/^FULLMAT!C ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. — SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁl. ábyrgð KOMBÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST 2 YIKAN 39-tbl- í FULLRI ALVÖRU Heilfig kír Það er ekki svo ýkja langt síð- an fyrst var rætt um náttúru- vernd á opinberum vettvangi. Mörgum varð þegar ljóst, að þarna var þjóðþrifamál á ferð- inni. Það fékk byr undir vængi á augabragði. Maður gat varia opnað blað, án þess ekki blasti við sýn pistill um nauðsyn nátt- úruverndar; náttúran væri það dýrmætasta sem við ættum, og henni mætti með engu móti spilla með verklegum fram- kvæmdum. Það er auðvitað hverju orði sannara, að við verðum að gera okkar bezta til þess að vinna ekki spjöll á náttúrunni, ef hægt er að komast hjá því með góðu móti. En það vill oft brenna við, þegar þjóðþrifamál eins og þetta kemur fram, að þeim sé gert of hátt undir höfði. Umræðurnar um þau teygjast út fyrir mörk heilbrigðrar skynsemi, fara út í hreinar öfgar, þannig að hinum góða málstað er unnið mein, þvert ofan í það sem ætlunin var í upphafi. Hið nauðsynlega fyrir- bæri verður að heilagri kú, sem getur valdið erfiðleikum. Náttúruverndin lítur afskap- lega vel út á pappírnum. Hún veitir líka góðum stílistum tæki- færi til að syngja hinni óspilltu náttúru lof: Ó, fagra land, litlu fuglarnir og blessuð blómin! En raunveruleikinn grípur í taum- ana þegar minnst varir, og hann getur verið ærið miskunnarlaus. í sumar reis upp deila um það, hvar leggja skyldi nýjan veg við Mývatn vegna kísilgúrverksmiðj- unnar. Vegurinn varð að þrætu- epli, og framkvæmd hans stöðv- aðist vegna mótmæla náttúru- verndarráðs og fleiri aðila. Hinn gífurlegi áróður sem rekinn hef- ur verið fyrir náttúruverndinni gerði það að verkum, að flestir snerust gegn þeim sem áttu að leggja veginn og því jarðraski, sem slík framkvæmd hlýtur að hafa í för með sér. En þegar deiluaðilar leiddu saman hesta sína í sjónvarpinu, hefur al- menningi vonandi orðið ljóst, að málið var ekki eins einfalt og það sýndist. Landið er fagurt og frítt. Það höfum við alltaf vitað, og okkur ber að vernda fegurð þess að vissu marki. En við getum ekki lifað í landi, þar sem ekki má skerða hina minnstu þúfu. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.