Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 23
kyrrt í salnum. Þetta þrúgaða and- rúmsloft einbeitingar, sem gæti að- eins fylgt einhvers konar stórkost- legum harmleik . . fæðingu, dauða eða einvígi.... Þetta var einvigi. Fimm af þessu fólki sat, afgangurinn stóð. Þeirra á meðal voru tveir suður-amerísk- ir milljónerar, grtskur skipakóngur, suður-afrískur demantakóngur, tveir olíusjeikar og franskur iðnjöfur. — Spennan var næstum áþreifanleg og þó hafði hver þessara manna um sig horft með svipbrigðaleysi á það spil snúast, sem annað hvort mundi færa þeim þúsund pund í hendur eða svipta þá þeim. Modesty Blaise sat til hægri við manninn, sem gætti bankans. Þetta var Ameríkumaður, tæplega fertug- ur — með hörkulegt, brúnt og mark- að andlit og þykkt, svart hár. Hann hafði langt milli grárra , ská- hallra augna og frá nefi og niður að munnvikum voru djúpar hrukk- ur. Andlit hans var ekki laglegt f venjulegum skilningi, en það fór ekki framhjá neinum, að það bjó yfir miklum þrótti. Hann var nokk- uð yfir meðalmaður á hæð með afar sterklegar axlir undir hvítum kvöldjakkanum. Nafn hans var John Dall. Á tutt- ugu árum hafði hann stofnað eða eignazt á annan hátt margháttuð iðnaðarfyrirtæki, ríkidæmi, sem skipaði honum á bekk með tólf auðugustu mönnum heimsins. Ofurlítið fyrir aftan Modesty stóð hár Suðurlandabúi með mýktarlegt, gulbrúnt andlit og gljástrokið, svart, slétt hár. Þetta var Jules Ferrier, framkvæmdastjóri spilavítisins og einn af eigendum þess. Aldrei þessu vant var kviðasvipur á andliti hans, sem venjulega sýndi engin svip- brigði. Hendur Dalls hvíldu á boxinu, sem geymdi sex stokka af spilum, sem aðstoðarmaður hafði nýlega stokkað og lagt í stokkinn. Við ann- an olnbogann hafði hann ösku- bakka, þar á lá dökkur vindill með stuttu bambusmunnstykki, sem var stungið inn f endann á vindlinum. Fyrir framan hann var mesta spila- peningahrúga, sem nokkurn tíma hafði sézt í þessum sal, og þó var bankahámarkið óvenjulega hátt, eða jafngildi tuttugu þúsund ster- lingspunda. Átta sinnum hafði Dall lagt há- markið undir, átta sinnum hafði Modesty kallað banco . . . og tap- að. Jules Ferrier hallaði sér áfram og muldraði: — Fyrirgefið mér, Mam'selle Blaise. Þér hafið þegar farið langt fram úr þeirri upphæð, sem víxill banka yðar hljóðaði upp á. Hún horfði kuldalega á hann. — Við erum ekki að hittast í fyrsta sinn, Jules. Efastu um greiðslugetu mína? — Nei, nei, Mam'selle . . . en ég get ekki látið yður meiri spila- peninga í té. Ég er ábyrgur gagn- vart herra Dall fyrir greiðslu þeirra, þér skiljið það. Modesty leit á Dall og spurði: — Efizt þér um greiðslugetu mína, herra Dall? Hann tók vindilinn upp og tott- aði hann. — Nei, ma'am. Röddin var djúp og ofurlítið hrjúf. — Þér töpðuð áttatíu þúsund dollurum þegar þér spiluðuð við mig í gær, og ég hringdi nokkur langlínusam- töl eftir að spilum okkar lauk í gærkvöldi. Ég vil gjarnan vita, við hverja ég er að spila, og ég hef góða hugmynd um, hvað þér get- ið borgað. Hún hélt augnaráði hans: — Þá skulum við gera þetta upp okkar á milli. Þér leggið undir allt, sem þér hafið unnið. Vinni ég, fæ ég það slétt, tapi ég, fáið þér það tvöfalt. — Nei, Mam'selle, mótmælti Ferr- ier í flýti. — Ég get ekki leyft þetta. — Engan barnaskap, sagði hún stuttaralega. — Ef við herra Dall ákveðum að kasta upp peningi um það, hvort okkar eigi að hirða súp- una, kemur þér það ekki við, ef ég borga þér spilapeningana. Ég er að spyrja hann, hvort hann sam- þykki mína kvittun í þessu spili. Dall lagði vindilinn hægt frá sér. Hann sagði: — Ég býst við, að þér þylduð þvílíkt tap, ungfrú Blaise, en þá ættuð þér ekki mikið eftir. Ég spila mér til ánægju. Mig lang- ar ekki að hálsbrjóta mig á því, og mig langar ekki að sjá annað fólk hálsbrjóta sig. Allra sízt konu. Fyrirlitning lék um munn Mo- desty. Hún litaðist um í salnum, á áfjáð andlitin, síðan aftur á Dall. — Þér skuluð ekki sóa riddara- skapnum á mig, herra Dall. Ef þér kjósið að tefla ekki vinningi yðar í tvær hættur, þá skuluð þér ein- faldlega segja það. Hún hækkaði ekki röddina á þessum síðustu orð- um, en í þeim var einhver undir- tónn, sem sveið undan eins og svipuhöggi. Varir Dalls þynntust, og grá aug- un drógust ofurlítið saman. — Sem yður þóknast, ma'am, sagði hann kæruleysislega. Svo renndi hann fyrsta spilinu fram úr boxinu. Þrjú komu á eftir. Aðstoð- armaðurinn tíndi fimlega með spaðanum upp þau tvö spil, sem Modesty bar, og skellti þeim á grúfu fyrir framan hana. Hún leit á þau, lagði niður aft- ur, bankaði í borðið á þau með ein- um fingri og sagði: — Spil. Dall ýtti einu fram úr boxinu enn, og aðstoðarmaðurinn lagði það við hliðina á þeim, sem hún hafði fyr- ir, upp í loft að þessu sinni. Þetta var tígulfjarki. Rólega og án nokk- urra leikhústilburða, sneri Dall sín- um tveimur spilum upp. Drottning og átta. Ofurlítill kurr fór um sal- inn. — Þér þurfið að hafa níu til að vinna, ma'am, sagði Dall hógvær. Modesty brosti, aðeins með vör- unum, og fleygði spilunum tveim- ur upp í loft. Tía og þristur. Heild- artala hennar var sjö. — Ekki alveg nógu gott, sagði hún hlutleysislega. — Þakka yður fyrir skemmtilegan leik, herra Dall. Ferrier flýtti sér nær og smellti með fingrunum til merkis um, að aðstoðarmaðurinn ætti að taka bankann. — Vilduð þér gera svo vel að koma með mér til skrifstofu minnar, Mam'selle Blaise? Þér einn- ig, M'sieu Dall. Húsið er óbyrgt fyr- ir greiðslu spilapeninganna — en að sjálfsögðu ekki þessu síðasta spili. Modesty tók upp veskið sitt og gekk á undan Ferrier að dyrum, sem létu lítið yfir sér úti í horn- inu. Handan við þær var skrifstofa hans. Dall drap hægt í vindlinum og fylgdi síðan rólega á eftir. Ferrier hélt dyrunum opnum, meðan hann gekk í gegn. Svo lokuðust dyrnar á eftir þeim. Spennan í salnum slaknaði, menn fengu sér að reykja, ypptu öxlum, gáfu þjónun- um merki um að koma með meira í glösin. Spilastjórinn sópaði saman not- uðu spilunum með spaðanum og kastaði þeim f strokkinn f miðju borðinu. - Qui veut la banque? spurði hann. í skrifstofu Ferriers þáði Modesty stólinn, sem hann tók fram handa henni. Dall tyllti sér á brfkina á lágum hægindastól. Ferrier settist bak við skrifborðið og klappaði sér á ennið með hvítum vasaklút. Aðstoðarmaðurinn bankaði og kom inn, hann hellti hrúgu ag spilapen- ingum á skrifborðið og fór út aft- ur. Ðall slappaði af, leit á Modesty og lyfti annarri, svartri augabrún- inni í spurn. Hún brosti, og það var eins og sólskin glitraði á vatni. — Þér voruð stórkostlegur, sagði hún. — Ég er yður sannarlega þakk- lát. — Ég skemmti mér betur en ég hef gert lengi. Sterklegt rauðskinna- andlit Dalls varð ennþá hrukkótt- ara, þegar hann brosti. Hann spurði Ferrier: — Hvernig gátuð þér rað- að spilunum svona? Ferrier lyfti hendinni afsakandi. — Spilastjórinn, sem stokkaði spil- in og lét þau f stokkinn, raðaði fyrstu gjöfunum, M'sieu. Það kom spurn í augu Dalls. — Ég skil yður tæplega, Ferrier. Ég fylgdist mjög náið með, og ég sá það ekki. — Eftirlitsmaður minn hefði séð það, M'sieu. Það var þessvegna, sem ég gaf honum frí núna. Þér verðið að trúa því, að það er ör- uggt að spila í þessu húsi, fullkom- lega heiðarlegt. Það var undan- tekning í kvöld. — Ég trúi yður. En er spilastjór- inn öruggur? — Hann talar ekki. Það var Mo- desty, sem svaraði. — Hann er yngri bróðir Jules. — Allt er öruggt og pottþétt, sagði Dall ánægður. — En hvern- ig fenguð þér þennan náunga til að taka þátt f þessu? Hann kink- aði kolli í áttina til Ferriers. — Jules er gamall vinur. Mo- desty sagði ekki meira, en Ferrier hristi höfuðið og bros færðist yfir gulbrúnt andlit hans. — Einu sinni vann ég fyrir ung- frú Blaise, sagði hann við Dall. — Það var í öðru spilavíti í öðru landi. Þegar hún lét af störfum sjálf, gaf hún mér- það, sem ég þurfti, til að koma mér fyrir hér. — Þú hafðir unnið fyrir því. Mo- desty kveikti í sígarettu. — Og þú hefur af eigin rammleik byggt upp þennan stað, frá því að vera smá búla, upp í það sem hann er núna. Hún leit á Dall í gegnum reykinn úr sígarettunni, og sagði hljóðlega: — Ef þér krefjist borgunar fyrir spilaskuld mína, herra Dall, mót- mæli ég ekki. Það vottaði fyrir reiði f augum hans eitt andartak, svo slakaði hann á. — Ég reikna með, að þér séuð með þessu að segja mér, að þessi leikur hafi ekki verið ein- göngu sviðsettur upp á grín. Að þér hafið ekki komið mér til að rjúka úr miðju fríinu og fljúga hingað, án gildrar ástæðu. Rétt? — Ég álít, að þáð sé af gildri ástæðu. — Þér hefðuð ekki þurft þess. Hann reis á fætur og stóð gleiður með hendur í vösum og horfði á hana með einarðri forvitni. — Ég hefði með ánægju komið hingað aðeins til að sjá yður, M' am. Við áttum nokkur viðskipti fyrir tveimur eða þremur árum, en þá hitti ég aðeins fulltrúa yðar í New York. — Ég vona, að þér hafið verið ánægður með þjónustu okkar. — Miklu meira en það. Ég bauð ykkur upp á samning. Ovandaður aðili hafði náð í nokkrar upplýs- ingar um nýja lyfið, sem rannsókn- ardeild mín í Dall Chemicals hafði eytt tveimur milljónum í að upp- götva. Við vorum ekki vissir um, hve mikið hann hafði náð í, en við vissum ,að hann var á leið til Harbstein í Evrópu með það. Þið funduð hann fyrir okkur, áður en hann náði þangað. Þið komust að því, að það sem hann hefði náð í, var tuttugu sinnum meira virði en það, sem ég bauð ykkur fyrir starfið. Þér hefðuð getað farið sjálf til Harbstein og selt það. Þér hefðuð getað neytt mig til að borga meira. En þér senduð mér alla pappfrana aftur — á umsömdu verði. Einfaldlega og undanbragða- laust. Hún brosti: — Ég hef alltaf ver- ið ofurlítið heiðarleg, á minn hátt. Hann hló undarlega Ijúfum hlátri, af manni af þessari stærð að vera, en svo hristi hann höfuðið dapur- lega. — Mig myndi langa til að bjóða yður út f mat með mér, ma' am, en líklega myndi það ekki Ifta vel út, eftir það sem gerzt hefur hér f kvöld. — Nei, því miður. Það var auð- heyrt á rödd hennar, að henni þótti þetta einnig verra. — Ef til vill kemur sá tími síðar, að það skipti ekki máli. Framhald á bls. 49. 39. tbi. vnCAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.