Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 48
ég. Það var allt vitlaust á flugvell- inum. Drottningin var þetta sama kvöld að fara í ferðalag og Ant- ony Eden, sem þá var forsætisráð- herra, var einnig að reyna að kom- ast burt, en flugvélar þeirra kom- ust ekki af stað. Bítlarnir voru komnir fram. Ég hafði lítinn tíma í London, en náði þó í Brian Epstein, og gerði við hann samning. Og tveim vik- um áður en þeir áttu að koma fram í þættinum hjá mér, fóru plöt- ur þeirra sem fellibylur um allan heiminn. Ég kunni vel við Bítlana. Þeir voru að mörgu leyti ekki ósvipað- ir Elvis. Aðlaðandi og skemmtileg- ir, — og þeir vita hvað þeir vilja! — En ég kann vel við þetta starf, segir Ed Sullivan að lokum. — Mér líkar vel við fólkið, sem að þessu starfar. Ég veit, að ég er bezt geymdur í svona starfi. Þarf frek- ar vitnanna við? Með dökkan lokk . . . Framhald af bls. 19 —- og hún orti í laumi. Ef til vill er kvæði það, sem hér birt- ist, frá þeim árum. Sterkar líkur eru til, að það sé ort til Gríms Thomsens, sjálf leynir hún nafn- inu: TIL HAM Jeg elsker dig, min tankes morgenröde, du, glimt af solen over skyens rand. Jeg elsker dig, og til et fiygtigt möde jeg stævner dig til fantasiens iand. Jeg elsker dig som himlen elsker havet, som atter havet elsker himlens hvælv, sá elsker jeg; thi i min sjæl begravet du hviler i et biiled af dig selv. Jg elsker dig som tonefulde sange som jubelkoret i en höjtids- stund. Jeg elsker dig som várens blomstergange i bögehegnet ved det blanke Sund. Jeg elsker dig som ordets rige skiften i digtets underfulde hormoni. Jeg elsker dig som tankevíngens viften, nár sjælens friske ström er poesi. Jeg elsker dig som mine barndomsminder som mine ungdomsdrömmes Paradis. Jeg elsker dig, mens jeg í tanken binder endnu en krans af drömmenes forlis. Jeg elsker dig, mit hjertets morgenröde. Og má du synke hen som sol i vest — jeg elsker dig. Og til vort sidste möde jeg kranser dig endnu ved mindets fest. Aðstaða til yrkinga var- erfið, börnin mörg og brátt bættist í hópinn. Þau hjón eignuðust fjög- ur börn: Söru, Tómas, Dórotheu og Axel. Hér var jafnan opið hús öllum listunnendum, ungum sem öldnum, ekki sízt æskufólki, — og hér voru rædd og reifuð hvers konar menningarmál. Þrír kunnustu synir Noregs, sem síð- ar urðu, voru t. d. heimagangar hér, þótt ekki sætu þeir að jafn- aði í stofunni hjá henni allir samt: Ole Bull, Henrik Ibsen, Björnstjerne Björnson. Á skálda- feril þeirra síðastnefndu er talið, að hún hafi haft mikil áhrif. Á heimili prestshjónanna var mikið rætt um stofnun alnorsks leikhúss, og mun það ekki hvað sízt frú Thoresen að þakka, að sú hugsjón varð að veruleika. Árið 1851 var ráðinn leikhús- stjóri 23 ára maður, sem nokkuð hafði fengizt við ljóðagerð og blaðamennsku í Kristjaníu (Os- lo), Henrik Ibsen. Fyrir leikhús- ið í Bergen samdi hann fyrstu leikrit sin. Að sjálfsögðu varð hann þegar heimagangur hjá Thoresenhjónunum. Hann var — sem kunnugt er — ákaflega mannfælinn, einrænn, þurr á manninn. Hann hafði á barns- aldri skriðið inn í þessa skel og opnaði hana aldrei almenningi nema í hæsta lagi „pá klem“. Hann trúði þó pappímum fyrir hugsunum sínum, og í verkunum má segja, að hann sé hverju mannsbarni kunnur hér. Þrátt fyrir hlédrægni og mann- fælni hins unga manns, kynntist prestsfrúin honum vel, og ein- hvern veginn tókst honum að ná ástum Súsönnu, stjúpdóttur henn- ar, enda varð hún kona hans nokkrum árum síðar. Frú Thore- sen mat Ibsen mikils, en gat þó ekki varizt að kíma að honum í laumi. Hún segir, að hann hafi verið klaufskur í framkomu, eins og fálmandi eftir fótfestu, ókunnugir gátu ætlað hann reik- ulan í hugsunum. En þessi kími- legi steingervingur með heiðan og vökulan augnasvip, tók köll- un sína alvarlega, gaf lífi og list þessi einkunnarorð, sem frú Thoresen kimni svo vel að meta: At leve — er krig með trolde i hjertets og hjemens hvælv. At digte, — det er at holde dommedag over sig selv. Segja má, að frú Thoresen hafi hafið skáldferil sinn árið 1852, er hún bæði frumsamdi og þýddi leikrit fyrir sviðið í Berg- en. Þó var ekki gert uppskátt um höfundinn. Konum var þá talið ýmislegt hentara en skáld- skapardútl, og sá, sem naut þess að taka hansenum og jensenum forheimskunnar ærlegt tak, var enn ekki kominn að sviðinu, en Ole Bull undirbjó jarðveg hans dyggilega. Viðvaningsbragur var að sjálf- sögðu á leikritum frú Thoresen, og er sama að segja um leikrit Ibsens frá þessum tíma. Nú lang- ar frúna til að sjá sig um í heim- inum, og maður hennar hvetur hana, en letur ekki. Sjálfur treysti hann sér ekki sökum veik- inda. Förinni er heitið til Suður- landa. f II. kafla þessara frásagna er birt bréf frá frú Thoresen til Gríms Thomsens, ritað 1851 eða um þær mundir, sem hún vinnur að leikritagerðinni, tveim árum síðar leggur hún upp í langa ferð suður í lönd. Sjálfsagt hefur hún hitt Grím í Kaupmannahöfn, sem var á hraðri leið upp metorða- stigann þessi árin. Til er bréf, sem hún ritar honum frá Kön- ingsbrunnen í júlíbyrjun fyrr- greint ár (1853) og segir ferða- söguna í stórum dráttum, en snýr síðan að persónulegri efn- um: „. . . Jæja, minn kæri, góði Grímur, nú verð ég að segja yð- ur nokkuð, þér verðið svo sann- arlega að skrifa Thoresen strax, ef þér hafið ekki þegar gert það. Ég fékk bréf frá honum fyrir skemmstu, og þar talar hann mikið um yður og hlakkar svo ákaft til að sjá yður á sumri komanda. Ég hef sagt homum, hve mikið mér finnst til um yð- ur, og það gleður hann, því að honum finnst það eðlilegt. Ég hef oft orðið þess áskynja heima, að hann hefur borið í brjósti eins konar kvíða fyrir þessum fundi, þó aðeins í þeim skilningi, að mér mundi sárna þetta. En þar sem hann hefur nú verið friðað- ur í því tilliti, þá held ég, að hann beri raunar mikinn hlýhug til yðar, og það eigið þér sann- arlega skilið, — eða svo finnst mér. Hvernig hefur Axel minn litli það? Ég fæ sennilega engin bréf frá yður, en ef þér sendið línu, bið ég yður svara þessari spumingu minni. . .. “ Síðan biður hún Grím að gefa sér ábendingar um leikritsefni: „Þér getið ekki trúað, hve þakklát ég mundi verða yður fyrir það. Hugsið þér hlýtt til mín og ásakið mig ekki um ókvenleika. Heyrið þér! í brjósti mér býr þrá, sem krefst fullnæg- ingar. — Má vera, vinur minn, að annar gæfi þessari saknaðar- tilfinningu annað nafn og leitaði sér fullnægingar! Það er ef til vill hin dýpsta, kvenlega tilfinn- Hitastillitæki fyrir hitaveitu. Mótorloki. Góð stiúrn á hitakerfi yðar er skilyrði fyrir vellíðan fjöl- skyldunna Sjálfvirk hitastillitæki eru ómet- anleg þægindi, sparar hitakostn- aS og borgar stofnkostnað á stuttum tíma. VIÐ ‘OÐINSTORG simi 10322 48 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.