Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 7
inn af stúlku, sem er fimm ár- um eldri en hann, — ja, fer þá ekki skörin heldur að færast upp í bekkinn? Og: þegar sá orðróm- ur kemst á kreik, að stúlkan sú arna sé orðin ólétt eftir eigin- manninn, má þá ekki búast við að senn dragi til tíðinda? Og þegar eiginkonan gerir sér ferð á hendur til títtnefndrar stúlku og spyr hana hvort einhver fót- ur sé fyrir þessu, og fær það svar, að henni komi það hreint ekkert við — ja, þá er mælir- inn að okkar dómi fullur. Svona hegða góðir eiginmenn sér ekki. PRÓFSTEINN Á SKAPFESTU OG VIUASTYRK. Kæri Póstur! Mikið er nú búið að tala og skrifa um sjónvarpið okkar, og er það í rauninni engin furða, þar sem nýtt og svo áhrifamik- ið tæki á í hlut. íslenzka sjón- varpið kom á óvart, þegar það tók til starfa. Það féll strax í góðan jarðveg, en við því bjugg- ust sennilega fæstir. En þegar að því kom, að íslenzka sjónvarpið færði út kvíamar og tæki að sjónvarpa sex daga vikunnar í stað fjögurra, — þá varð ég mjög undrandi yfir viðbrögðum al- mennings. Þarna var verið að bjóða aukna þjónustu, en almenningur reis öndverður gegn henni og vildi ekki láta sjónvarpa nema fjóra daga í viku! Orsökin er náttúr- lega fyrst og fremst hræðsla við þetta nýja undratæki. Menn ótt- uðust að þeir sætu yfir því öll kvöld og gerðu ekkert annað. Sjónvarpið getur vissulega ver- ið tímaþjófur, ef menn telja sig verða að sitja yfir því hverja ein- ustu stund sem sjónvarpað er. En skyldi ekki fleirum en mér finnast þetta viðhorf lýsa furðu- legu viljaleysi og skapleysi, að geta ekki valið úr dagskránni og horft á það, sem hugurinn girn- ist og frístundirnar leyfa? Skyldi ekki þessu fólki, sem ekki getur neitað sér um að horfa á hvem einasta sjónvarpsþátt, verða hált á ýmsu fleiru í henni veröld? Ég álít það, og þar sem ég hef hvergi séð þessa skoðun setta fram á prenti í hinum umfangs- miklu deilum um sjónvarpið, þá settist ég niður og páraði þér þessar fátæklegu línur. Einn ákveðinn og viljasterkur. Auðvitað hlaut sjónvarpinu að vaxa fiskur um hrygg fyrr eða síðar. Og það líður sennilcga ekki á löngu, þar til verður farið að sjónvarpa á hverjum degi og með tímanum sjálfsagt jafnt kvölds og morgna. En mergurinn máls- ins í sjónvarpsdeilunni var sá, hvort við hefðum efni á svona löngu sjónvarpi — svona fljótt. ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLINN. Kæri póstur! Mig langar til að bera fram nokkrar spurningar í sambandi við íþróttakennslu, ef þú vildir vera svo vænn að leysa úr þeim fyrir mig. Ég hef nefnilega tals- verðan áhuga á að gerast íþrótta- kennari. 1) Hvað er það langt nám að verða íþróttakennari. 2) Hvar er skólinn eða skólamir staðsettir hér? 3) Er heimavist í þeim? 4) Þarf maður að fara í einhverja undirbúningsdeild og í hverju undirbýr maður sig þar? Svo að lokum þakka ég fyrir allt og þá sérstaklega framhalds- sögurnar, Tígristönn og Angeli- que. Ein forvitin? P. S. Kemur ný hljómplata með Roilingunum á næstunni? Eini skólinn af þessu tagi hér á landi er íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni og þar er að sjálf- sögðu hcimavist. Námið tekur alls níu mánuði. Til þess að kom- ast inn i skólann þarf nú kenn- arapróf eða próf úr undirbún- ingsdeild Kennaraskólans, og tekur það tvo vetur. — Ný plata með RoIIingunum er þegar kom- in, þegar þetta er skrifað. Nei, því miður, framkvæmdastjórinn er á Jamaica. ÉC KÝS Ballerup HRÆRIVEL Hún hjdlpar mér við að HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA Ballerup stærðir HAND- hrærivéi Fæst með standi og skál. Mörg aukatæki *FALLEGAR *VANDAÐAR *FJÖLHÆFAR MILLI- STÆRÐ Fæst í 5 litum. Fjöldi tækja. DV? 0, Ballina r NÝ ' AF H lNÝ BRAGI RÆRIVÍ AFBRAi ÐS 1 •L 3ÐS i L TÆKNI J STÓR-hrærivél 650 W. Fyrir mötuneyti, skip og stór heimili. ÁBYRGÐ OG TRAUST VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA * Elektrónisk hraðastilling * Sama afl á öllum hröð- um * Sjólfvirkur tímarofi * Stólskól * Hulin raf- magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400 W mótor * Yfirólagsöryggi * Beinar tengingar allra aukatœkja * Tvöfalt hringdrif. SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK. Sendið undirrit. mynd af Ballcrup hrærivél með nónari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmóla NAFN .................................... HEIMILI ................................. TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík 39. tbi VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.