Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 13
— Okkur datt í hug, þegar viö komum tveim timum fyrr en viö höföum ákveðið, að það væri hentugra fyrir okkur að hverfa og koma heim á réttum tima, sagði John og stakk lyklinum i skrána. — Það var hyggilegt, sagði Anselm. —Þetta átti að vera kveöjusamsæti fyrir okkur Peter, áður en við færum til Indlands.... — Indlands! Susan saup hveljur. — Já, ég beið þar til hann hafði lokið prófinu, sem hann gerði á réttum tima. — Já, við vissum það. Foreldrar reyna að fylgjast með sliku, sagði John rólega. — Já, þiö hafið þann áhuga, en það hafa ekki allir foreldrar, þvi megið þið trúa. Við Peter vorum búnir aö hugsa okkur að rölta um Indland og sjá hvort nokkuð væri hægt aö gera þar. Ég hefi miklar áhygjur, og það held ég Peter hafi lika haft, af ástandinu i heiminum. — Þú segir að Peter hafi haft þessar áhyggjur. Attu við, að hann sé hættur við að fara til Indlands? — Já, því miður er hann hættur viö þaö, sagði Anselm. — Ég held að það sé Perditu að kenna. Hún er glæsileg stúlka og mjög skemmtileg en hún er alveg sér- staklega eigingjörn. Susan létti mikið við að heyra, að Indlandsförin var úr sögunni. Hún leit I kringum sig. Að visu hafði ekki verið þurrkað vel af, en húsgögnin voru öll á sinum stað. Það voru jafnvel rauðar rósir, sem höfðu veriö reknar niður i blómavasa, eins og hálmknippi. Hún leit fram i eldhúsiö. Þar var ekki eitt einasta ilát óhreint. Eldhúsgólfið var tandurhreint, að þvi undanskildu, að tvö svört strik voru á þvi miðju, eins og eftir skóhæl. — þúsagðir.aðPeterhefðifarið út. Hvert fór hann? spurði John Anselm. — Ég var að vona, að þið mynduð ekki spurja mig að þvi, andvarpaði Anselm. — Ég skrökva aldrei, en stundum getur verið óþægilegt að segja sann- leikann. — Jæja, hvar er hann? John varð nokkuð hvassi máli og Anselm virtist bregða við. — Hann er hvorki dáinn né á sjúkrahúsi, ekkert i þá veru! sagði hann. —Hann er á lögreglu- stöðinni. — Það hlaut að koma aö þvi! sagði Susan. — Þarna sjáið þið, sagði Anselm. —Ef ég hefði sagt ykkur, að hann hefði farið til að hitta Perditu, þá hefðuð þið orðið glöð. — Hvað er hann að gera á lög- reglustöðinni? spurði John og var hastur i máli. — Já, þeir komu hingað, til að segja að nágrannarnir hefðu kvartað yfir hávaða. Peter hélt það væri réttast að fara með þeim og gefa skýrslu um það, hvernig málum væri háttað. Hann vildi það heldur en að hafa lögregluna hérna yfir sér, þegar þið kæmuð heim. Hann ber mikla virðingu fyrir ykkur. — Það er gott að heyra, sagöi John kuldalega. ■ — Já, það gerir hann sannar- lega! Anselm var greinilega mikið i mun, að þau vissu þaö. —Hann sagöi, að það væri allt i lagi að halda þetta party, en húsið yrði að vera I sama ástandi og þið A skilduð við það, þegar þið kæmuö heim. Þetta gekk allt ljómandi Æ'M vel, þangaö til þetta leiðindaatvik W W 37. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.