Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 34
HANDAN VfÐ Hún hélt áfram aö gráta og tár- in gerðu kringlóttan blett á kodd- ann. Hún hafði sigrað — nú var þessari hundleiðinlegu fortiö lok- ið. Nú beiö hennar þessi yndislega sameining þeirra og síðan nýr heimur. Neil mundi leiða hana inn I þennan heim og gefa henni hann. Hlæjandi og grátandi i senn, með skjálfta um allan lik- amann, sagði hún: — Ég er frú Neil Latimer. Ég er drottning yfir öllu, sem hann á. Hún jafnaði sig smám saman af þessu óhemjukasti. Hún kveikti sér I vindlingi. Svo hringdi hún og bað að senda sér eitthvað aö drekka. Ekki að hún hefði neina þörf á áfengi. Þetta var aöeins til þess að fá sönnun þess, að hver hennar ósk yröi uppfyllt. Þegar vikapilturinn kom upp með bakkann, gaf hún honum ríf- legan skilding og tæmdi siðan glasið meðan hann var enn aö komast til dyra með bukti og beygingum. Þegar hurðin féll að stöfum á eftir piltinum, settist hún enn á rúmstokkinn og grét, og sagði við sjálfa sig: — Elsku Neil, ég er komin. Nú höfum við .hvort ann- að. Hönd hennar strauk rúmteppið, rétt eins og það væru limir ást- manns hennar. — Nú er Fleming ekki lengur til. Og enginn Lew. Og ekki neinn sagarhvinur. Enginn að biðja mig hjálpar, enginn Viktor, engin Carol og engin Elg- ur til að káfa á mér. Ekkert af þessu er lengur til. Nú erum bað bara við tvö.... Regniö buldi enn á glugganum. Nóttin var skollin yfir borgina. Annar gluggi vissi út að Michigan Boulevard. Ljósin héngu þarna i löngum röðum og blikuðu gegn- um myrkrið. Hún var komin út úr skóginum — hér var hennar heimur. Hún lyfti glugganum og andaði að sér regnvotu loftinu, saug þaö ferskt að sér, geröi sjálfa sig að hluta af borginni og borgina aö hluta af henni sjálfri. Það var timi til kominn að fara að búa sig. Með glöðum ákafa breiddi hún út kjólinn, sem hún ætlaði að vera I, svartan silkikjól, djarflega fleginn. Þegar hún var klædd og komin I kápuna, leit hún enn einu sinni á sig, og hló með sjálfri sér, því að spegilmyndin veitti henni nýtt hugrekki. Nú var ekki ástæöa til að hugsa um fortlðina né eigin- manninn, eöa uppgjafa-elskhuga. Nú var það bara Latimer og þessi gullöld, sem mundi renna upp um leiö og þau hittust. Regniö féll I þungum dropum meðan hún stóð undir dyraþakinu og beið eftir leigubfl. En brátt sat hún I m júku sætinu, horfði á rign- inguna og hlustaði á borgar- hávaðann. Rigningin kom henni I gott skap. Einhvern veginn mundi framtlðarstjarna hennar 34 VIKAN 37. TBL. I.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.