Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 11
\ Mér datt í hug að líta inn til að hressa þig við og kveðja þig hinstu kveðju. Það besta við liðið er að þeir tapa ekki nema einum leik í einu. Hann var ekki veiddur fyrir innan 200 mílur, var það? Ég vil ekki lenda í neinum vandræðum!!! Ég skil ekki hversvegna mér er sagt upp en ekki þér. Þú byrjaöir löngu á eftir mér. V J I NÆSTU VIKU EINAR OG TÍVOLÍ Þcir, sem komnireru yfir þrítugsaldur, muna sennilega eftir skemmtistað, sem settur var á stofn I Reykjavík fyrir réttum þrjátíu árum nu s.l. sumar og nefndur var TIvolI. Einar A. Jónsson var starfsmaðurskemmtigarðs- ins frá upphafi, fyrst sem bókari, en síðar sem forstjóri svo lengi sem starfsemin stóð. I viðtali við Einar, sem birtist I næsta blaði, rifjar hann upp ýmislegt I sambandi við Tlvolígarðinn og sitthvað fleira, sem hann hefur fengist við um ævina. BILL ÁRSINS 1976 Fulltrúar evrópskra bllablaða voru ekki I neinum vafa, þegar til þeirra kasta kom að velja bll ársins 1976. Simca 1307/8 bar glæsilegt sigurorð af öðrum bílum, hlaut rúmlega 180 stig, en næsti bíll fékk 130 stig. Nú er sá fyrsti af þessari bifreiðategund kominn til landsins, og Árni Bjarnason fékk að prófa hann. Hann varð stórhrifinn, og 1 næsta blaði segir nánar af því. Það er Vökull hf., sem hefur þessa tegund bifreiða á boðstólum. SAUMAÐ ÚR PJÖTLUM Ef þú ert að hugsa um að henda afgöngum af gömlum kjóla- og buxnaefnum eða gömlum slitnum flíkum, skaltu hugsa þig tvisvar um. Hver veit nema þú getir notað þetta allt I fallega púða eða teppi með því að klippa úr því pjötlur og setja saman. Svo getur vel verið, að eitthvað leynist inni I skáp eða niðri I geymslu, sem þú gætir brúkað 1 pjötludúk eða sessur. I næsta blaði má sjá nokkur dæmi þess, hvað gera má úr slíkum pjötlum. ...OG LÖGGAN ÆDDI AF STAÐ ,,Allt I einu var eins og lögreglubílnum væri gefið spark I afturendann. Hann æddi af stað yfir götuna og inn I Safamýri og þaðan vestur Starmýrina. I fyrstu vissi ég ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, en þegar ég fór að reyna að gera mér grein fyrir þvl, sem var að gerast, sá ég strákhnokka á skellinöðru fyrir framan bllinn. Hann fór afar geyst á Ijóslausu farartækinu og löggan á eftir”. Þetta er aðeins lítið brot af lýsingu blaðamanns á ferð með lögreglubll um borgina, en frásögnin birtist I næstu Viku. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti ólafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Otlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Slðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 38. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.