Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 16
Þar hafa margir átt Vikumenn í Hliðskjálf tuttugustu aldarinnar. ég notaði tækifærið, þar sem hann virtist ekkert óskaplega önnum kafinn og spurði hann spjörunum úr um skipulagningu starfsins á næturvaktinni. — i stórum dráttum er skipu- lagningin þannig, að almennu lög- gæslunni er skipt niður ( fjórar vaktir, sem sjá um löggæslu allan sólarhringinn. Síöan eru margs konar undirdeildir starfandi. Vakt- Ég skolaði síðasta bitanum af hamborgarhryggnum niður með dönsku öli og reykti eina pípu, meðan ég beið þess að geta náð tali af brúðhjónunum óáreittur. Ég þurfti nefnilega að stinga af úr brúðkaupsveislunni og vildi gera það svo að sem minnst bæri á. Ég þurfti að fara að vinna. Þetta var á laugardagskvöldi, og við Jim höfðum snælt okkur mót niðri á lögreglustöð klukkan hálf tíu. Við ætluðum að fylgjast með lögreglumönnum á vakt, kynnast starfi þeirra og atburðum næturinnar séðum frá sjónarhóli ókunnugra. Ég kom á undan á vettvang og beið því nokkra stund í bílnum á bílastæðinu í portinu, en ekki leið á löngu áður en Jim bar að garði. Hann rak upp rokna hlátur, þegar hann sá útganginn á mér, jakkaföt og bindi, enda hláleg sjón við þetta tækifæri. Ég tók hláturrok- una ekkert nærri mér, og við gengum saman inn í bygginguna. Ég veit ekki, hvort Jim var eins innanbrjósts og mér, þvi að óneitanlega vottaði ennþá ryrir óttablandinni virðingu fyrir löggu stöðinni innst inni i hugskoti mínu, leifum af gömlu tröllasögunum, sem við krakkarnir sögðum hvert oðm um þessa ógurlegu nienn í kolsvörtum úniformum og dýfliss iirnar, slímugar, rakar og morandi a< rottum, þar sem þeir geymdu hræðileg bófa og fulla kalla. Það versta sem fyrir okkur ga;ti komið væri að lenda i steininum. Smám saman dró þó úr hræðslunni við logguna og steininn, þegar við eltumst og við fórum að sýnast meiri með þvi að gera lítið úr löggunni, kalla þá jólasveina og mörgæsir og öðrum illum nöfn- um. Við héldum því statt og stöðugt fram, að ailar löggur væru heilalaus vöðvabúnt, sem hefðu unun af því að klekkja á fólki, og þeir þóttust aldeilis- menn með mönnum, sem gátu státað af því að hafa platað lögguna. Ég var sumsé ekki alveg laus við gömlu fordómana þrátt fyrir allt, þegar við Jim héldum inn í musteri réttvísinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom inn í hið allra heilagasta, ef undan eru skilin þau skipti, þegar ég stalst til að leika mér í stillönsunum meðan húsið 16 VIKAN 38. TBL. Magnús Einarsson aðalvarðstjóri. var í smíðum, og erindi hafði ég engin átt inn til lögreglunnar önnur en að greiða stöðumæla- sektir og því um líkt. Ekki svo að skilja, að það sé neitt gamanmál að greiða stöðumælasektir, en það hlýtur samt að vera hrein hátíð hjá því að vera þar í afvötnun eða einhverju enn verra. Magnús Einarsson aðalvarð- stjóri, átti von á okkur, og þegar við vorum komnir upp á rétta hæö var okkur vísað á skrifstofu hans. Hann tók okkur tveim höndum og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.