Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 43

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 43
INNBAKAÐUR FISKUR. 1/2 kg rauðsprettuflök eða þorskur sítróna 1 dl hveiti salt pipar 1 egg 1 dl brauðmylsna steinselja. Flökin skorin á langs. Vætið með sítrónusafa. Hveitið blandað með salti og pipar og fiskbitunum velt upp úr. Veltið því næst fiskbit- unum upp úr sundurslegnu eggi og að síðustu úr brauðmylsnunni. Látið fiskstykkin bíða um stund þannig. Hitið nú upp olíu í potti og steikið. Feitin er hæfilega heit er brauðteningur verður fallega brúnn á einni mínútu. Steikið 2—3 bita í einu í feitinni. Takið fiskinn upp úr og látið renna af honum á eldhúspappír. Grófustu leggirnir á steinseljunni eru teknir burt og steinseljunni aðeins dyfið í olíuna og látið steikjast um stund. Látið einnig renna af steinseljunni á eldhúspappír. 38. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.