Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 19
síðan froskmenn komu til sög- unnar en hefðu verið til þess að slæöa með vatns- og hafsbotna í leit að líkum. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég sá fyrir mér aflann. Magnús sýndi okkur inn í ýmiss konar herbergi, og fyrr en varði vorum við komnir að fangageymslunum. Fyrst lá leið okkar í kvennaálm- una. Þar var lítið um að vera, enda enginn gestur. Klefadyrnar góndu framan í okkur eins og tómar augnatóftir, glerharður grjótbekk- urinn blasti við, og ofan á honum lá svampdýna klædd víníl eða öðru gerviefni. Á máluðu steingólfinu var niðurfall í einu horninu, svo að hægara sé um vik við hreingern- ingar, og í holu í veggnum er stallur fyrir glas. Inni í holunni er stútur, sem hægt er að láta vatn renna úr með því að skrúfa frá krana frammi á gangi. Sjálfur fanginn hefur ekkert samband við umheiminn annað en bjöllu, sem hann getur hringt í von um svar fangavarðar. Setið við skýrslugerð. höndunum á lögreglunni, en það verður þá vonandi til þess að viðkomandi gæti sín, að svo verði ekki aftur. BRENNIVÍNSFLÖSKUR í LANGRI RÖÐ Á HILLU. Að svo mæltu fylgdi Magnús okkur um húsiö og sýndi okkur. Fyrst litum við inn í setustofunar, þar sem enginn sat, enda eru lögreglumenn afar önnum kafnir, og þaðan héldum við inn í skrifstofuna , sem þeir skipta með sér Sveinbjörn Bjarnason varð- stjóri og Rúdólf Axelson aðstoðar- varðstjóri. Næst lá leiðin inn í áhaldageymslu, þar sem kennir margra grasa. Á hillu á veggnum stóðu brennivínsflöskur í langri röð hver merkt eiganda sínum, sem misst hafði guðaveigarnar í hendur lögreglunnar og sjálfsagt gist fangageymslur hennar. Þar voru bæði vopn og verjur, tára- gas, hjálmar og því um líkt. Þar sá ég líka stóran öngul á gildu færi, og þegar ég fór að forvitnast um hvaða brúk mætti hafa af slíkum veiðarfærum sagði Magnús mér að þau væru nánast aldrei notuð NÝMÓÐINS FANGAGEYMSLUR Hafi mér runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég leit líköngulinn, þá fraus það á mér við tilhugsunina um nótt í „Hverfi- steini". Að vísu eru nýmóðins fangageymslurnar í „Hverfi- steini" talsvert frábrugðnar dýfl- issunum, sem ég gerði mér í hugarlund í æsku, því að mikið hefur verið gert til þess að milda dvöl manna þar. Eitt er þó óbreytt, en það ér þessi óhugnanlega innilokun og frelsissvifting, sem alla hlýtur að óa við, sem í Hverfisteini dveljast nauðugir. Og eitt verður aldrei hægt að segja um Hverfistein né nokkra aðra fangageymslu, sem ég hef heyrt um, að þær séu hlýlegar og vistlegar. Sjálfur get ég ekki gert mér í hugarlund glæp, sem rétt- lætir það, að mönnum skuli vera gert að hírast í svona geymslu, þótt ekki sé nema eina nótt. Karlaálman er þarna skammt frá, og er hún mun stærri. Ekki var hún alveg tóm, einhverjir þrír ógæfusamir menn hírðust þar á sokkaleistunum á steingólfinu, skórnir á gólfinu fyrir utan dyrnar, inni var kolniðamyrkur. Skoðunarferðinni var ekki alveg lokið, það var farið með okkur upp á næstu hæð fyrir ofan og okkur sýndar skrifstofur ýmissa deilda og herbergi, þar sem alls kyns starfsemi fer fram. Loks komum við að dyrum, þar sem stóð stórum stöfum, að öllum óvið- komandi væri bannaður aðgang- ur. Þar var fjarskiptastöð lögregl- unnar til húsa. Magnús vildi sýna okkur herlegheitin og knúði dyra. Hann kallaði hver væri á ferðinni, en fékk ekkert svar. Það var ekki fyrr en hringt var inn til þeirra, sem þar voru og þeim sagt, hvers kyns var, að þeir fengust til að opna. Við fengum að reka nefið inn fyrir gættina með því skilyrði að engar myndir væru teknar. Við hlýddum því og kíktum inn. Þar var ekki mikið að sjá fyrir vankunnandi blaðamann, þrjá menn sem sátu framan við jafnmarga kassa með tökkum og skífum á, annað ekki. Þegar við höfðum litið hjarta lögreglustöðvarinnar, þótti okkur nóg séð og vildum gjarnan halda út á lífið. Það var okkur ekki nema velkomið, og gerði Magnús þegar ráðstafanir til að uppfylla óskir okkar. En viljir þú lesandi góður vita, hverju við urðum vitni að í þeirri reisu, verður þú að bíða þolinmóður fram í næstu Viku, því að þá verður leyst frá skjóðunni. Tjör. ....\ 38. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.