Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 20
TRABANT UMBOÐIÐ o INGVAR HELGASÖN Vonorlondi V'Soqovgq — Simor 84510 8451 1 „Mér er mikift ánægjuefni aft staftfesta aft Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ift mér þægilega á óvart meft hagkvæmni í rekstri. Bfllinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzln fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj- an lúxusbfl — aö greiöa kr. 10.500 d sömu vegalengd. Aö lok- um: Stillingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipur og örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). Vorum að fá sendingu af Trabani-bifreiðum Þetta er hæsti tindurinn, herra minn. Fimmhundruö metra há hrúga af bílhræum. „Þaö liggja aðeins fyrir óbeinar sannanir, en þær eru töluvert sannfærandi. Tveir austurríkis- menn, sem voru að koma af vakt við landamærastöðina, hjóluðu eftir veginum þar sem billinn beið eftir Irinu. Þeir voru í nokk- urri fjarlægð, en þeir sáu mann og konu standa hjá bílnum og tvo menn ræðast við handan yfir gaddavírinn. Því næst heyrðu þeir hleypt af skoti og maðurinn Tékkóslóvakiumegin við landa- mærin féll aftur fyrir sig.“ „Aftur fyrir sig?“ Krieger kinkaði kolli. „Bíllinn ók á brott. Austurríkismennirnir fóru að gaddavírnum og sáu að hann hafði verið klipptur í sundur. Maðurinn virtist látinn, en annar austurríkismaðurinn fór að vírnum. Þó að þeir hafi ekki getið þess i skýrslu sinni, þá er það grunur minn, að hann hafi brotið reglurnar og farið yfir til þess að vita hvort enn væri lífs- mark með manninum. 1 fram- burði sínum sagðist hann hafa séð mann, sem hafði verið skotinn í brjóstið af einhverjum, sem stóð beint fyrir framan hann. Sárið var þannig að það hlaut að hafa verið skotið á hann af mjög stuttu færi, púðuragnir bentu til þess. Þá heyrðu austurríkismennirnir að jeppabifreið nálgaðist og fóru þess vegna að veginum aftur, sóttu reiðhjólin sin og fóru heim. Þeir gáfu venjulega skýrslu um málið, en höfðu ekki frekari af- skipti af þvi. Síðan birti Rude Pravo sína útgáfu af atburðinum og þar með fengu austurríkis- menn áhuga á málinu." Krieger sótti nú pípu sina og tóbakspung. Ilann ygldi sig um leið og hann tróð í pípuna. „Það er því full ástæða til þess að taka Ludvik alvarlega. í spjaldskrá austurríkismanna er hans ekki getið sem tékknesks njósnara, heldur flóttamanns eins og Alois Pokorny. Hann er því hreint eng- inn auli. Hann virðist svo pott- þéttur, að hann hlýtur að vera mikilvægur, áreiðanlega einn af augasteinum Jiri Hrádek.“- Krieger kveikti í pípunni sinni og tottaöi hana, þangað til hún var farin að trekkja vel. „En menn- irnir tveir, sem fóru upp í íbúð Alois, þeir eru álitnir njósnarar. Eg þekkti þá af myndum, sem mér voru sýndar í dag. Ég fékk að láta taka eftir þeim, svona smá Quid pro quo fyrir veittan greiða." Hann lét tóbakspunginn í vasa sinn og.tók upp tvær myndir, sem liann rétti David. „Þú ættir að liafa auga með þessum þorpur- um.“ David skoðaði myndirnar. Önnur þeirra hafði verið tekin f.vrir utan bjórkrá, en hin á ein- hverju götuhorni. A báðum mátti vel greina andlitin og axlirnar. „Hversu háir eru þeir?" „Sá dökkhærði er á hæð við þig svona fimm fet og tíu þuntlungar. Hinn er sex fet. Sterklega byggður. Sá dökki er mjósleginn og með brún augu. Hinn er með skollitað hár og kringluleitur, en augun eru mött. Þeir eru ein- kennandi fyrir tvenns konar tékkneskar manngerðir. Annar er ættaður úr austurhéruðum lands- ins. en hinn úr vesturhéruðunum. Eitt er víst, þeir eru hundr- tryggir, ekki með neinar vanga- veltur eða óþarfa spurningar.“ „Og hvað heita þeir?“ „Sá dökkhærði héitir Milan, en hinn Jan. Nei-nei,“ sagði Krieger, þegar David ætlaði að fá honum myndirnar aftur. „Þær eru ætlaðar þér. Eg sjálfur þekki þá örugglega aftur. Auk þess ættirðu að sýna Irinu þær. Hún getur kannski sagt þér eitthvað um þá.“ „Hvað á ég að segja henni mikið?“ „Eins mikið og þú heldur að hún þoli. Þvi meira, þeim mun betra. Jæja, erum við ekki búnir að sjá nóg af þessum garði? Við skulum fara upp á háhæðina. Ég er með bil þar. Hvernig gengur annars með Chryslerinn?" „Ilann er vel geymdur í bíl- skúrnum hjá hótelinu." „Hvaða hóteli?" „Grand.“ Krieger kinkaði kolli án þess að gefa neitt út á það. Sennilega hefði hann sjálfur valið hótel, sem var minna miösvæðis. „A morgun farið þið til Lienz. En hvert svo?" „Mér datt í hug að taka sveig um Norður-ttalíu í gegnum Dolo- mites og þaðan til Suður-Tyrol. Mér list vel á að stansa í Melano. Þaðan er aðeins steinsnar yfir fjöllin og inn í Sviss að vestan- verðu.“ „Já, þeir eiga sennilega ekki von á að þú farir þessa leið." sagði Krieger. „En þú kemur þá inn í Sviss á dálítið afskekktum stað. En...“ Hann kinkaði kolli og virt- ist nú ánægður. „Kannski getum við kontið okkur saman um eitt- h\tað, þegar þar að kemur. Ertu búinn aö hringja til Genfar í Hugli McCulloch?" Þessi vingjarnlega áminning fékk David til þess að brosa. „Égeetla að gera það í kvöld. En er þetta ekki meira formsatriði?" „Segðu honum bara að þú hafir haft samband við mig og að ég ntuni skýra honum frá framvindu mála í kvöld. Hann vill fá að fylgj- ast með öllu. Það er lögfræðingur- inn i honum sem veldur því. Hefur Itann ekki sagt þér að við stunduöum lögfræðinám saman? Eftir það lenti ég í skrifborðs- vinnu, átti að kanna livort verð- bréf, sem var verið að setja á markaðinn, stönguðust á við hin ýmsu fylkislög. Mér líkaði ekki starfið, svo að ég skipti yfir I almenn viðskipti. Þannig fékk ég tækifæri til þess að ferðast." Þetta þægilega skraf hans, hugsaði David, er eingöngu til þess að koma mér i jafnvægi. Hann hlýtur að hafa tekið eftir því, hvernig ég stirðnaði, þegar hann var að segja frá dauöa Alois. David reyndi að virðast glaðlegur í bragði. „Og hitta aftur gamla vini. Eru þeir kannski fleiri hér um slóðir?" „Nei, ekki fyrr en við komum til Sviss. Þangað til verðum við að bjarga okkur upp á eigin spýtur. Við getum ekki vænst neinnar aðstoðar, nema lögreglan hafi upp á Ludvik. Þeir kysu gjarnan að leggja fyrir hann nokkrar vel valdar spurningar." Krieger stansaði þegar þeir voru komnir upp á háhæðina, snéri sér við og horfði á rústirnar fyrir neðan. „Blóðþorsti mannskepnunnar,“ sagöi hann meira eins og við sjálf- 20 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.