Vikan


Vikan - 19.10.1978, Qupperneq 31

Vikan - 19.10.1978, Qupperneq 31
WiLLY BREINHOLST Hann var smáglæpamaður og hafði verið vikapiltur fyrir Mafiuna. Séð um ýmis smámál eins og að kála náungum, sem voru vinnu- veitendum hans til óþæginda. En nú hafði hann fengið frábæra hugmynd, sem hann ætlaði sér ekki að deila með öðrum. Þraut- skipulagt og fagmannlegt rán, sem gæfi af sér þykkan vöndul af brakandi, grænum seðlum. Honum yrði ekki skotaskuld úr þvi ... Luigi Gorgonzola hafði valið sér erf- iða atvinnugrein. Og ekki var örygginu fyrir að fara. Hann var smáglæpamaður. Draumur hans var að geta skrapað saman það mikið fé, að honum auðnaðist að flytja með konu og böm úr fátæka inn- flytjendahverfinu þar sem þau bjuggu, í betra og dýrara hverfi í námunda við hinar glæsilegu breiðgötur Chicago. Hann hafði verið vikapiltur fyrir Mafíuna. Kálað ósamvinnuþýðum ná- ungum með því að bjóða þeim í ökuferð og fylla þá af blýi, síðan varpaði hann líkinu í fljótið. En þetta voru bara smá- mál, sem ekki gáfu mikið í aðra hönd. Nei, reglulega fagmannlegt og þraut- skipulagt rán, sem gæfi af sér þykkan vöndul af brakandi, grænum seðlum, — það var eitthvað meira vit í því. En vildi enginn af þeim stóru hafa mann með. þá neyddist maður til að standa einn i þessu, og það var einmitt það, sem Luigi ætlaði að gera. jbúðin hans i fátækra- hverfi í suðurhluta Chicago-borgar var lítil og þröng. Krakkarnir hlupu um með hávaða og látum, og ekki bætti hin feita og sinöldrandi Maria-Theresa, mamma Gorgonzola, úr skák. En þarna sat nú Luigi samt sem áður, og á gamla rispaða borðstofuborðinu lá stórt kort yfir fylkið Illinois. Hann hafði aldeilis komist í feitt á Milanese-bamum. Puerto-Pancho og Marocco-Muff vildu fá hann með sér sem skyttu. 1 stuttu máli var hugmyndin þessi: Á hverjum miðvikudegi lét Spring- field silfurnámufélagið sækja úttroðinn poka af peningum í Chicagobankann. Á eyðilegum veginum til Springfield, norðan við Sandwich Creek, var hægt að liggja i launsátri bak við klettana. Siðan gætu þeir tokað veginum og haldið bilstjóranum og varðmanninum i skefj- um þar til hinir brakandi, grænu dollara- seðlar væru tryggilega í þeirra vörslu. En hvers vegna ætti hann að deila þeim með öðrum? Hvað var á móti því að leika dálítið á Puerto-Pancho og Mar- occo-Muff? Hann gæti orðið fyrri til, INI-KRIMMINN Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. stendur ■ stórræðum lagst í launsátur við Lambs Cliff, og tryggt sér einum hina yndislegu, fagur- grænu seðla. Já, einkaframtakið var það sem gilti í þessum heimi, og Luigi var einmitt maðurinn til að framkvæma slíkt stór- virki. Hann braut saman kortið yfir Illinois, en í sömu andrá heyrði hann skothvell að baki sér. Hann var ekki seinn að snúa sér við. Það var hann Antóníó litli, sem hafði læðst inn til hans, tekið byssuna hans og skotið upp í loftið. — Hversu oft þarf ég að segja þér, að þú átt að láta verkfærin hans pabba þíns í friði, hvæsti Luigi. Antóníó litli tautaði eitthvað um að hann vildi miklu heldur dunda sér við al- vörubyssu en þessa heimskulegu leik- fangabyssu, sem hann sjálfur átti. Svo ýtti Luigi stráknum frá sér og fór í skot- helda vestið sitt. Hann stakk byssunni í beltið, fór í jakkann og dró svarta fílthattinn sinn langt niður ennið. Svo stakk hann nefinu í gættina og sagði við Mariu-Theresu: — Vertu ekkert aðbúast við mér fyrr en ég kem. Ég hef verk að vinna. María-Theresa þurrkaði fituna af spaghettispikuðum fingrunum í svunt- una ogkinkaðiánægðkolli. — Heimilispeningarnireru hvortsem er að verða búnir, sagði hún. — En farðu nú varlega. Þú veist að þú átt að minnsta kosti 30 ár yfir höfði þér, ef þér mistekst í þetta sinn. — Mér getur ekki mistekist. Þetta er alveg pottþétt. Ég þarf ekki að gera ann- að en ná í aurana. Og svo getum við kvatt allt baslið, flutt frá allri fátæktinni og búið um okkur meðal auðmanna. Síðan stal Luigi stórum Buick og ók út að Lambs Cliff. Þegar flutningabíll- inn frá Springfield silfurnámunum var væntanlegur lagði hann Buicknum þvert á veginn og faldi sig bak við klettana með byssuna tilbúna. Eftir fimm mínútur birtist svo flutningabíllinn. Bíl- stjórinn snarbremsaði svo hvein í heml- unum, þegar hann sá Luigi birtast með fingurna á gikknum. — Þetta er vopnað rán, hrópaði Luigi aðvarandi. Ef þið hlýðið ekki, skýt ég ... Svona, út með ykkur... og upp með hendur. Láttu bílinn vera i gangi. Bílstjórinn og varðmaðurinn stigu fýlulega út úr bilnum og hirtu ekki um að rétta upp hendurnar. — Upp með hendur, endurtók Luigi hörkulega. — Kastið byssunum frá ykkur. Svo snúið þið ykkur við og flýið sem fætur toga. Ég tel upp að þremur, og séuð þið ekki úr augsýn þegar ég er búinn að þvi, skýt ég ykkur i kássu. Þetta hefðu átt að vera nokkuð Ijós fyrirmæli. Samt nálguðust mennirnir Luigi, eins og þeir hefðu hreint ekki heyrt orð af því, sem hann sagði. Luigi varð órólegur. Hann fann hvernig svit- inn spratt fram á enninu. — Burt með ykkur, æpti hann ör- væntingarfullur. Þeir gerðu sig ekki líklega til að hverfa. Þvert á móti, þeir nálguðust óð- fluga. Luigi átti ekki annarra kosta völ en að salla á þá. Líf hans var undir því komið. Nú mátti ekkert klikka, ekkert fara úrskeiðis. Hann hafði enga löngun til að halda áfram sem vikapiltur hjá Mafíunni. Mennirnir tveir gripu eld- snöggt niður í rassvasann. Örvita af hræðslu skaut Luigi tvisvar á varðmann- inn og einu skoti beint í fésið á bilstjór- anum. Mennirnir létu sér það I léttu rúmi liggja. Bílstjórinn néri andlitið, eins og hann væri að reka burt flugu. Luigi skaut síðasta skotinu sínu beint í trýnið á honum. Svo var skothólfið tómt, og mennirnir köstuðu sér á hann. Hann fékk tuttugu ára einangrun í Ríkisfangelsinu í Chicago til að velta því fyrir sér, hvernig í ósköpunum það hefði getað hent hann að taka vatnsbyssuna hans Antóníós litla með sér I vinnuna 42. TBL. VIKAN31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.