Vikan


Vikan - 19.10.1978, Side 32

Vikan - 19.10.1978, Side 32
Húsgagnavika hefst á morgun HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP í TANGARHÖFÐA „Aðaláherslan er lögð á að sýna íslensk húsgögn. sagði Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Húsgagnavikunnar 1978 sem hefst á morgun klukkan 5. Að húsgagnavikunni standa Félag húsgagna- og innréttingaframleiðanda og Meistara- félag húsgagnabólstrara. Sýning verður á húsgögnum að Tangarhöfða í Á.G. húsinu (því sama og bílasýningin Auto 78 var í), og er opiðfrá 5 til 10 virka daga og 2 til 10 um helgina. Sýningunni lýkur þann 29. október. Þetta er í fimmta sinn sem slík húsgagna- sýning er haldin og mun 21 fyrirtæki sýna framleiðslu sína í 29 básum. Lagt að mönnum að sýna nýjungar „Menn sýna þarna framleiðsluna sem þeir eru að vinna að núna en jafnframt höfum við lagt að þeim að sýna einhverjar nýjung- ar. Sýnd verða húsgögn af öllum gerðum og jafnframt eldhúsinnréttingar og skápar sem eru svona mitt á milli þess að vera innrétt- ingar og húsgögn. Einnig vera sýndar nýjungar við bólstrun húsgagna. Að vísu verður ekki sýnikennsla á staðnum er bólstrarar munu útskýra hvað um er að ræða. Þá verður sýnd nýjasta tískan í áklæðum. Mesta athygli vekja ugglaust tvær glænýjar hugmyndir. Önnur er að rúmi sem kallað er ástarkúlan og hin er að sjónvarpssvefnsófa. Kúlan er byggð þannig að menn geta gengið í gegn um hana. í henni er sjónvarpstæki, hljómflutnings- tæki, ísskápur, bar, ljóskastarar, spegill og guð veit hvað. Sjónvarpssófinn á hins vegar að koma á óvart þannig að best er að segja sem minnst um hann. Eldhúsinnrétting úr litaðri eik frá J. P. innréttingum. Hurðirnar á skápunum eru þar úr eik alveg í gegn. Enda kostar svona innrétting um 800 þúsund og verður ekki veittur sýningarafsláttur. Neðri borðin eru í 90 sm hæð og eru 63 sm á milli þeirra og efri skápanna. Neðri skáparnir eru 60 sm djúpir og þeir efri 40. Góð aðstaða fyrir fatlaða Til þess að tryggja að húsgögnin nytu sín sem allra best þurftum við dálítið sérstakt sýningarhús. Það varð til dæmis að vera stórt. Og Á.G. húsið er það. Þvi er það svo að sýningarbásarnir eru óvenju stórir og langur og breiður gangur á milli þeirra. Veitingar eru seldar á staðnum og við höfum tekið sérstakt tillit til fatlaðra. Við gátum valið um það hvort við hefðum inngang á jarðhæðinni eða á annarri hæð og hefði fólk þá þurft að fara upp tröppur. Við völdum jarðhæðina aðallega með fatlað fólk í huga. Hægt að fá sýningarafslátt Inn á sýninguna kostar 1000 fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn frá 6 til 13 ára. En fyrir það fé getur fólk bæði séð hvað er nýjast á markaðnum og jafnvel gert hagstæð kaup líka því mörg fyrirtækjanna bjóða sérstakan sýningar- afslátt og betri afborgunarkjör. Eigendur verða sjálfir á staðnum mestan hluta sýningarinnar og ræða við fólkið. Lang flestir þeir sem framleiða húsgögn á íslandi selja þau sjálfir beint. Þó er til 1 dæminu að húsgögnin séu seld víðar, sagði Þorsteinn Þorsteinsson. Ekki jaf nvægi í samkeppni Það kom fram í samtali við Þorstein að húsgagnaframleiðendur eru mjög óhressir með hve ríkið hefur komið á miklu ójafnvægi í samkeppni þeirra við erlend fyrirtæki. Á meðan íslenskir húsgagna- framleiðendur þurfa að greiða háa tolla af nær öllu sínu hráefni eru erlend húsgögn frá EFTA flutt hér inn svo gott sem tollfrjálst. í þeim tilgangi að ná niður verði hafa íslenskir húsgagnaframleiðendur því reynt að þjappa sér meira saman og er húsgagnavikan ein afleiðing þess. 32 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.