Vikan


Vikan - 22.05.1980, Qupperneq 13

Vikan - 22.05.1980, Qupperneq 13
Ljósm.: Jim Smart Gufunesradíó sendir út áhrifamikla tóna pianókonserts í a-moll eftir Grieg og undir tekur rödd þess manns sem unnið hefur sér fé og heimsfrægð fyrir volduga rödd sína. Hún spannar fimm oktavir. venjuleg mannsrödd tvær. Hún tilheyrir Ivani Rebroff sem er svo vinsæll á tslandi að i Reykjavik einni saman seldist eins og örskot upp á fimm tónleika. 1 þetta sinn er tónleikasalurinn jeppinn hans Garðars Cortes og við erum að leggja af stað með söngvarann í ferð til Hveragerðis, Geysis og Gullfoss ásamt eiginkonu hins þýska umboðs- manns hans, Irmu Weber. Verkið hrífur hann greinilega mikið, hann baðar út höndunum. Samt er það nú ekki béiWllnis* ‘ ’ktassisk tónlist' sem Ivan Rebroff hefur öðlast heimsfrægð fyrir heldur túlkun hans á rússneskum þjóðlögum? — Ekki aldeilis, segir Rebroff. — Ég hóf feril minn einmitt sem óperusöngv- ari — og spilaði meira að segja líka á fiðlu. Og ég syng ennþá sem óperú- söngvari þótt fiðlan sé mér ekki lengur annað en tómstundagaman. Ég gríp þó r hana ef svo ber undir á sviðinu eins og t.d. í Fiðlaranum á þakinu. Tevje markaði tímamót i lífi mínu en það hlut- verk söng ég í París í tvö ár. Leikstjórinn var svo ákveðinn í að fá mig að honum var alveg sama þótt ég kynni þá ekki orð í frönsku. Að undanförnu hef ég sungið i söngleik sem heitir Glas af vatni í Theater an der Wien. I Vínarborg tók ég einnig þátt í hátíðarviku tileinkaðri tónskáldinu Robert Stolz. Og nú stendur til að endurtaka hana í Munchen. Eftirlætishlutverk mín sem óperu- söngvari? Tja, t.d. Boris Gudunov og æðsti presturinn i Töfraflautunni. Hann hét upprunalega Rolf Rippert og kom í heiminn á járnbrautarstöð í Berlín. Hvað með Rússann Ivan Rebroff? — Ég er dæmigerður Rússi. Enginn getur verið dæmigerðari Rússi en ég. Tevje markaði tíma- mót í lífi mínu en það hlutverk söng ég í París í tvö ár. Leik- stjórinn var svo ákveðinn í að fá mig að honum var alveg sama þótt ég kynni þá ekki orð í frönsku. £3 i i • f { & Dýravinurinn I van Rebroff. I LEIT AÐ HRAFNS- UNGA OG SNÆUGLU Vikan á ferð með söngvaranum Ivani Rebroff Á heimilinu ríkti andblær rússneskra ævintýra og rússneskrar tónlistar, alltandrúmsloft bernsku minnar var rússneskt. Faðir minn var rússneskur gyðingur frá Síberíu, móðir min frá Úkraínu. Þau flúðu til Þýskalands en þegar nasistar komust til valda varð faðir minn að flýja til Sviss og seinna Englands vegna þess að hann var gyðingur. Föðuramma mín lét lifið í útrýmingarbúðunum í Theresienstadt. Mamma var látin í friði þar sem hún var ekki gyðingur. Hún var ekki há i loftinu en það var svei mér töggur í henni. Hún barðist eins og ljónynja fyrir okkur börnunum, mér og bróður mínum. Og hún hélt fast í allar rússneskar hefðir. Á heimilinu ríkti and- blær rússneskra ævintýra og rússneskrar tónlistar, allt andrúmsloft bernsku minnar var rússneskt. Rödd min er líka dæmigerð fyrir Rússa. Hún er guðsgjöf, en það verður að fara vel með hana og þjálfa hana rétl. Við erum ekki komin lengra en til Elliðaárvoga þegar Rebroff stifnar skyndilega upp í sætinu og heimtar að viðsnúum við. — Ég veit að það gerist eitthvað skelfilegt innan næsta klukkutima, segir hann. — Ég svaf ekki i alla nótt. Þjáðist af alveg hræðilegu þunglyndi. Ég er alveg ofboðslega óhamingjusamur. Búinn að brjóta alla matarkúra og éta á mig gat. En við lokkum hann áfram með fögrum lýsingum á Edensgróðri í Hveragerði. Og banönum ... — Aha, bananar, segir hann. — Ég á vin í Ástralíu sem ræktar slik býsn af banönum að hann hefur látið girða i kringum húsið sitt með þeim. Hann er alveg brjálaður i Irmu en hún vildi ekki sjá hann. Þvilikt og annað eins, að neita milljónum af banönum! Á Rebroff i striði við kílóin? — Nei, ég meina eiginlega ekkert með þessu. Ég má ekki verða of magur vegna raddarinnar. Það eru svo mýmörg dæmi þess að söngvarar hafi misst röddina vegna megrunarkúra. Lítið bara á Mariu Callas. Og það er tvímælalaust betra að vera sílspikaður stórsöngvari en raddlaus horgrind. Dýralífið á leiðinni vekur mikla athygli hjá Rebroff, hann gripur óspart til kikisins síns, vill stoppa og skoða dýrin nánar, sérstaklega fuglana. 21. tbl. Vikan 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.