Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 7, 1944 3 íþróttasambandið. Framhald aí forsíðu. skíðafar, skautahlaup og knattleika. Þá kom það og eigi sjaldan fyrir, að björg og hamrar freistuðu ungra manna til að reyna þar fimleik sirin og áræði.“ Þegar víkinga- flotinn liggur í lægi og herbúðir standa á landi, þá eru leikar á sléttum völlum hjá tjöldunum: „Sumir æfðu krafta sína á stökki, aðrir á hlaupi, sumir vörpuðu þungum steinum, aðrir sveigðu boga sína og beindu ör af streng,“ og menn köstuðu klæðum og þreyttu sund. Hvert mannsbarn á íslandi þekkir, eða ætti að þekkja, nærtæk dæmi úr Islend- ingasögum um íþróttir og hreysti forn- manna, og skal því horfið frá fyrri tíð og sagt nokkuð frá hinni stórmerku starfsemi íþróttamanna vorra nú á tímum. Tildrög stofnunar Iþróttasambands Is- lands voru þau, að nokkrir ungir menn höfðu farið héðan á Olympíuleikana, sem haldnir voru í London 1908, og sýnt þar íslenzka glímu. Þeim varð það þá kunn- ugt, að til þess að' íþróttamaður fengi að Hælkrókur (innanfótar). Islenzkum íþróttamönnum lék mjög hugur á því að taka þátt í Olympíuleikmóti í Stokkhólmi 1912. Þetta varð til þess að hafist var handa um stofnun sambandsins og gerðist Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri Álafoss, hinn góðkunni íþróttamaður og glímukóngur aðalfrum- kvöðullinn og fékk einkum í lið með sérþá Axel V. Túlin- íus fyrrv. sýslumann og Guðmund Björnson landlækni. Boðaði Sigurjón þessa menn og stjórnir níu íþróttafélaga í Reykjavík til fundar í Bárubúð þann 18. janúar 1912. Sigurjón var frummælandi á fundinum, en auk hans töl- uðu Axel V. Túliníus, Guðm. Björnson, Guðm. Sigur- jónson, Ingibjörg Brands, Ólafur Björnsson ritstj. og Tryggvi Þórhallsson. Túliníus var fundarstj., en Halldór Hansen ritari. Axel Túliníus, Guðm. Björnson og Ólafur Björnsson voru kosnir í nefnd til þess að yfirfara laga- uppkast, er Sigurjón hafði lagt fram á fundinum; einnig áttu þeir að boða til stofnfundar. Hann var síðan haldinn á sama stað 28. janúar 1912, og undirskrifuðu eftirtaldir menn og konur fundargerðina: A. V. Túliníus, fundar- Guðmundur Björnson landlæknir, einn af aðalfrumkvöðlum að stofn- un I. S. I. (Æviatriði hans hafa áður birzt hér í blaðinu, nr. 3, 20. jan. ’44). Axel V. Tuliníus, forseti I. S. 1. frá 1912 til 1926. Hann var fðsddur 6. júní 1865 á Eskifirði, sonur Carl Daníel Tuliníus kaup- manns þar og konu hans Guðrúnar Þórarinsdóttur prófasts í Hofi í Álfta- firði Erlendssonar. A. V. Tulinius varð stúdent ár- ið 1884, tók lögfræðipróf i Khöfn 1892; var fulltrúi bæjarfógeta í Reykjavik; sýslumaður i Norður- Múlasýslu og bæjarfó- geti á Seyðisfirði; sýslu- maður í S.-Múlasýslu til 1911, en fluttist þá til Rvíkur. Var umboðsmað- ur erlendra vátrygginga- félaga; forstjóri Sjóvá- tryggingafélags Islands. Yfirforingi ísl. skáta. Þingmaður Sunnmýlinga 1901. Fimleikahópsýning á íþróttavellinum í Reykjavík. keppa á Olympíuleikum þurfti hann að vera í íþróttafélagi áhugamanna í landi sínu og það í sambandi íþróttafélaga þar. Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri, aðalfrum- kvöðull að stofnun 1. S. 1. Hann er einn af fær- ustu íþróttamönnum landsins og hefir unnið íþróttahreyfingunni mjög mikið gagn, bæði fyrr og síðar. stjóri, Halldór Hansen, ritari, Guðmundur Björnson, Guðm. Sigurjónsson, Jónatan Þorsteinsson, Tryggvi Magnússon, Björn Bjarnason, Gunnar Hjörleifsson, Ragnhild- ur Pétursdóttir, Inga Lára Lárusdóttir, Sigurbjörg Ásbjarnardóttir, Arreboe Clau- sen, Árni Einarsson, Kristinn Pétursson, Helgi Jónasson, Sig. Kr. Guðlaugsson, Finnbogi R. Þorvaldsson, Fr. Thorsteins- son, Pétur Magnússon, Lúðvíg Einarsson, Jón Ásbjörnsson, Valgeir Björnsson,. Pét- ur Gunnlaugsson, Jón Jónsson kaupm., Guðbrandur Magnússon, Þorkell Þ. Clem- entz, Sigurjón Pétursson og Benedikt G. Waage. — Fyrstu stjórn I. S. I. skipuðu: Axel Túliníus, Guðm. Björnson, dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, Björn Jakobsson leikfimikennari og Halldór Hansen læknir. Vér hittum Benedikt G. Waage, forseta 1. S. 1., að máli í skrifstofu Sambandsins á Amtmannsstíg 1. Heimili þessarar miklu og nytsömu æskulýðs- og manndómshreyf- ingar er í gömlu og óvistlegu húsi, þröngt og ófullnægjandi í alla staði. En þegar inn er komið er þar margt skemmtilegt að sjá og eldlegur áhugi forsetans lýsir upp her-, Framald á bls. 7,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.