Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 7, 1944 11 Framhaldssaga: Höf undurinn: Agatha Christie Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE 15 ......................... „Það er einhver hefðarfrú, sem á hann. Hann er mjög ftnn. Handsaumaður. Hann er sjálfsagt frá París." „Þér eigið hann ekki, og þér vitið ekki hver á hann?" „Ég? Ónei.“ Poirot var sá eini, sem heyrði nokkurt hik í rödd hennar. Bouc hvíslaði til hans. Poirot kinkaði kolli og sagði við konuna: „Þrír þjónar svefnvagnsins eru að koma. Viljið þér segja mér, hvern þér hittuð, þegar þér voruð á leiðinni til prinsessunnar með ábreið- una?“ Þeir komu inn. Pierre Michel, stóri ljóshærði lestarþjónninn í Aþenu-Calaisvagninum og feiti hrokkinhærði þjónninn í Bukarest-vagninum. Hildegrade Schmidt leit á þá, en hristi strax höfuðið. „Nei,“ sagði hún. „Ég sá engan þessara i nótt.“ „En það eru ekki fleiri þjónar i lestinni. Yður hlýtur að skjátlast.“ „Ég er alveg viss. Þessir eru allir háir og stórir menn. Sá, sem ég sá, var lítill og dökk- hærður. Hann hafði lítið yfirskegg. Rödd hans, þegar hann sagði „afsakið", var dauf, eins og kvenmannsrödd. Ég man vel eftir honum.“ 21. KAFLI. Yfirlit yfir vitnisburð farþeganna. „Lítill dökkhærður maður með kvenlega rödd,“ sagði Bouc. Hildegrade Schmidt og lestarþjónarnir þrír voru farnir út. Bouc var örvæntingarfullur á svipinn. „En ég skil ekkert af þessu — ekkert! Óvinurinn, sem Ratchett talaði um, hann hefir þá samt verið í lestinni? Hvernig hefir hann getað gufað svona ulveg upp? Ég er alveg ruglaður. Segðu eitt- hvað, vinur minn, ég grátbið þig. Sýndu mér hvemig hið ómögulega getur verið mögulegt!" „Þetta er alveg rétt hjá þér,“ sagði Poirot. „Hið ómögulega getur ekki hafa átt sér stað, þess vegna hlýtur hið ómögulega að vera mögulegt þrátt fyrir allt.“ „Segðu mér fljótt, hvað í rauninni gerðist í lestinni í nótt.“ „Ég er enginn galdramaður, vinur minn. Ég •er, alveg eins og þú, mjög ruglaður af þessu öllu. Þessu máli miðar mjög einkennilega áfram.“ „Því miðar alls ekki áfram. Það stendur við það sama." Poirot hristi höfuðið. „Nei, það er ekki rétt. Okkur hefir miðað áfram. Við vitum þó eitthvað, við höfum heyrt vitnisburði farþeganna." „Og hverju erum við nær? Engu.“ „Segðu það ekki, vinur minn.“ „Ég ýki, ef til vill. Ameríkumaðurinn Hard- man og þýzka stúlkan, já, þau hafa bætt ein- hverju við það, sem við vissum. Það er að segja, þau hafa gert allt langtum óskiljanlegra en það var.“ „Nei, nei, nei,“ sagði Poirot sefandi. Bouc sneri sér að honum. „Talaðu þá, láttu okkur heyra vizku Hercule Poirots.“ Forsasra: Hercule P°ir°t er á íeið ® ' frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri jámbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með jám- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vemda sig, af því að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir á þvi 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslurnar og yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc- hetts, herbergisþjón hans, og amerísku kon- una. Hann hefir yfirheyrt sænsku konuna og Dragomiroff prinsessu, sem segist hafa þekkt móður Armstrong. Hann hefir líka yfirheyrt Andrenyi greifa og frú hans. Hann yfirheyrir Arbuthnot ofursta, og kemst að því, að hann hefir kannast við Armstrong. Hann yfirheyrir því næst Hard- man og kemst að því, að hann starfar hjá leynilögregluskrifstofu í New York, og Ratchett, sem var hræddur um líf sitt, hafði ráðið hann til þess að vernda sig í lestinni, en Hardman hafðí ekki orðið var við neitt. Því næst er ítalinn yfirheyrður og virðist hann saklaus. Poirot yfirheyrir ung- frú Debenham, og er hún mjög róleg, en getur ekki gefið nokkrar mikilsverðar upp- lýsingar. Nú er hann að Ijúka við að yfir- heyra Hildegrade Schmidt. Hún hafði þurft að fara til prinsessunnar um nóttina og lestarþjónn hafði vakið hana til þess. „Sagði ég þér ekki, að ég væri alveg eins ruglaður og þú? En við getum að minnsta kosti litið á vandamál okkar. Við getum þó raðað því, sem við vitum, skipulega niður.“ „Otskýrið þetta fyrir okkur, Poirot," sagði dr. Constantine. Poirot ræskti sig og slétti úr þerripappír, sem lá fyrir framan hann. „Við skulum líta á málið, eins og það liggur fyrir núna. Það eru í fyrsta lagi nokkrar óefan- legar staðreyndir. Þessi maður, Ratchett eða Cassetti, var rekinn tólf hnífsstungum og dó í nótt sem leið. Það er fyrsta staðreyndin." „Ég er sammála þér, vinur minn,“ sagði Bouc og var háðskur á svip. En Hercule Poirot var ekki alveg af baki dott- inn. Hann hélt rólega áfram. „Ég mun nú minnast á nokkuð sérstakt, sem við dr. Constantine höfum þegar rætt um. Ég sný mér að því núna. Næsta þýðingarmikla atriðið, að því er mér finnst, er tíminn, þegar glæpurinn var framinn." „Það er nú líka eitt af þvi fáa, sem við vitum,“ sagði Bouc. „Glæpurinn. var framinn klukkan kortér yfir eitt í nótt. Allt bendir að minnsta kosti til þess.“ „Nei, ekki allt. Þú ýkir. En það er vissulega mjög margt, sem bendir til þess.“ „Mér þykir vænt um, að þú skulir þó viður- kenna það.“ Poirot hélt áfram rólegur og ótruflaður. „Við höfum hér þrjá möguleika. (1) að glæp- urinn hafi verið framinn, eins og þú segir, klukk- an kortér yfir eitt. Þetta er stutt af vitnisburði klukkunnar, vitnisburði frú Hubbard, og vitnis- burði þýzku konunnar, Hildegrade Schmidt. Það kemur heim við vitnisburð dr. Constantine. (2) — að glæpurinn hafi verið framinn seinna, og klukkan hafi verið stillt af ásettu ráði, til þess að leiða á skakkt spor. (3) — að glæpurinn hafi verið framinn fyir, og vitnisburður klukkunnar hafi hér sama til- gang og áður er nefnt. Nú, ef við teljum fyrsta möguleikann likleg- astan að vera réttan, og flest bendir til þess, þá er líka ýmislegt sem mælir á móti þvi. Ef glæp- urinn var framinn klukkan kortér yfir eitt, getur morðinginn ekki hafa farið úr lestinni, og þá kemur upp sú spuming: Hvar er hann? Og hver er hann?. Við skulum byrja á þvi að athuga vitnisburð- inn vandlega. Við heyrum fyrst um þennan mann, lítinn, dökkhærðan með kvenlega rödd, hjá Hard- man. Hann segir, að Ratchett hafi sagt frá hon- um og ráðið sig til þess að vemda sig fyrir þess- um manni. Það er ekkert, sem sannar þetta; við vitum bara það, sem Hardman segir. Við skulum íhuga þessa spumingu: Er Hardman sá, sem hann læzt vera — starfsmaður við leynilögreglu- skrifstofu í New York? Það sem mér finnst vera skemmtilegt við þetta mál, er að við höfum ekki eins greiðan aðgang að því og lögreglan myndi hafa. Við getum ekki rannsakað hreinskilni þessa fólks. Við verðum að treysta eingöngu á ályktanir okkar. Það finnst mér gera málið skemmtilegra. Það er ekki eins og öll þessi vanaverk. Heldur byggist það á gáf- um og hreinskilni. Ég spyr sjálfan mig: Getum við treyst frásögn Hardmans viðvíkjandi honum sjálfum? Ég hugsa mig um og svara. „Já.“ Ég álít, að við getum treyst frásögn Hardmans." „Þér trv'iið þá á það, sem við köllum hugsýni?" spurði dr. Constantine. „Nei, alls ekki. Ég gef líka gaum að líkindun- um. Hardmann ferðast með falsað vegabréf — það gerir hann undir eins grunsamlegan. Það fyrsta, sem lögreglan mun gera, þegar hún kemur til skjalanna, er að halda Hardman eftir og senda skeyti vestur, til þess að vita, hvort frásögn hans sé sönn. Og um marga af hinum farþegunum er það að segja, að það mundi vera erfitt að sanna hreinskilni og sannsögli þeirra; en það mundi nú að öllum líkindum ekki vera reynt, einkum þar sem ekkert virðist grunsamlegt við þá. En i Hardmans tilfellinu er það auðvelt. Annað hvort er hann sá, sem hann þykist vera, eða ekki. Þess vegna er ég viss um, að allt sé í lagi með hann.“ „Þú sleppir honum þá við allan grun?“ „Nei, alls ekki. Þú misskilur mig. Auðvitað getur ameriskur leynilögreglumaður haft sína

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.