Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 10
 10 VIKAN, nr. 7, 1944 u iri 1 fl Í I 1 1 IHal 1 il 11 i L 1 i u' Matseðillinn. Biskemad. 100 gr. feitt kjöt eða flesk, 500 gr. kjötafgangur, 1 stór laukur, salt, pipar, 1 dl. kjöt- soð (eða jurtaseyði), V2 dl. mjólk, 500 gr. kartöflur, 25 gr. sykur. Feita kjötið (fleskið) er skorið í smábita og brúnað á pönnu; þegar það er brúnað, eru lauksneiðarnar látnar á pönnuna og brúnaðar með. Kjötbitunum, kartöflunum, saltinu, pipamum og nokkrum matskeiðum af mjólk eða jurtaseyði er blandað sam- an og hrært vel í; soðið í 7 mínútur. Framreitt á fati með loki. Hrísgrjónagrautur með aprikósum. 1% 1. vatn, 175 gr. hrísgrjón, 125 gr. aprikósur, 75 gr. sykur og hálf teskeið salt. Hrísgrjónin eru skoluð í heitu vatni og látin í pottinn, þegar vatnið sýður og soðin í 1 klst. Aprikósumar em látnar liggja í vatni yfir nóttina og soðnar í vatninu, sem þær hafa legið i. Þá er sykrinum blandað út í og aprikósunum síðan hellt saman við grjónagrautinn. Suðan er látin koma vel upp og hrært í á meðan. Síðan má framreiða grautinn með saft- blöndu. Litskrúðug og snotur regnkápa er skemmtileg á gráum rigningardögum. Myndin að ofan sýnir, að regnkápa þarf ekki að vera leiðinlegri en aðr- ar kápur. Aðalliturinn er blár. En frá handlegg og niður í mitti innsett köflótt stykki. Húsráð. Ef búsáhöld yðar, sem eru úr eld- föstu gleri, em ekki lengur eins glær eins og þau eiga að sér að vera, þá er ráð að sjóða í þeim hreint vatn blandað með ediki í dálítinn tíma, það hreinsar. Leðursólar endast miklu lengui', ef skómir eða stígvélin, áður en byrjað er að ganga á þeim, eru sett á fat með línolín og olían látin sjúgast í sólana í sólarhring. Sólamir endast ekki aðeins betur heldur hverfur og marrið, sem oft er i nýjum skóm. ÆSKUMINNINGAR Teiknlng af hundi. Þegar ég var i barnaskóla, átti ég einu sinni að teikna mynd af stiga heima hjá mér. Þegar ég hafði lokið því og var að taka blekbyttuna í burtu, kom blekblettur á miðja mynd- ina. Ég hafði ekki tíma til þess að teikna aðra. Ég tók það svo nærri mér, að ég fór að gráta. Faðir minn, sem komst að óhappi mínu, sagði blíðlega: „Vertu ekki sorgmædd — blekbletturinn er alveg eins og svartur blettur á hundi. — þú þarft ekki að gera annað en að teikna hund utan um hann. Það þarf oft ekki nema ögn af hugmyndaflugi til þess að breyta því vonda í gott. Mundu, að fátt er eins vonlaust og það getur litið út við fyrstu sýn." Ég teiknaði hund í kringum blett- inn. Næsta dag var myndin mín dæmd sú bezta í bekknum. „Þarna sjáið þið, hvað dálítið hugmynda- flug getur gert,“ sagði kennarinn. „Þessi litli hundur er prýðileg mynd. Þegar allt er svart, og allt gengur á afturfótunum, þá minnist ég enn þá hundsins míns með svarta blett- inum og heyri uppörvunarorð föður míns. „Það þarf oft ekki nema ögn af hugmyndaflugi til þess að breyta því vonda i gott.“ Betri helmingurimi. Það var þegar ég var tólf ára gömui. Ég var úti á gangi laugardag nokkum og gekk fram hjá garði móð- ummálskennarans míns, hún var að vinna í garðinum. Hún kom að girð- ingunni til þess að tala við mig og ekki leið á löngu fyrr en hún hafði spurt mig, hvers vegna ég hefði verið svo dapurleg undanfarið. Ég sagði henni að ég hefði orðið fyrir svo hræðilegum vonbrigðum og ég óttað- ist að lif mitt væri eyðilagt. Hún horfði rannsakandi á mig og bað mig svo um að koma með sér inn í eldhúsið. Hún hellti dálitlu vatni í bolla og rétti mér hann. „Hvort er þessi bolli hálffullur eða hálftómur?" spurði hún. „Hann er hvort tveggja," sagði ég hægt. „Já, hann er hvorttveggja," sagði hún. „Það er enginn, sem á „lifs- bolla", sem er fullur og heldur eng- inn, sem á tóman. Sérhver maður hefir einhverjar sorgir og einhverja hamingju. Hvort líf er sorglegt eða hamingjusamt er komið undir þvi, hvemig menn líta á bollann — syrgja alltaf að hann sé hálftómur, eða fagna því að hann sé hálffullur." Allt til þessa dags. Þegar ég hefi freistast til þess að mæðast yfir hlut- skipti mínu, þá minnist ég þess, að bollinn er hálffullur í staðinn fyrir hálftómur. Þá sé ég, hvað ég á mikið, sem mér ber að þakka fyrir. Engin töfraorð. Ég var hirðulaut barn. Það var á einum og sama degi, að'ég lék mér að skæmm og braut þau, klifraði upp í tré með nýju brúðuna mína og reif af henni hárið; braut nýjan disk, þegar ég var að þurrka upp. Eftir sérhvert atvik var ég nógu fljót á mér að segja: „Mér þykir það leitt,“ og hélt að það væri nóg til þess að allt væri fyrirgefið. Næsta morgun hellti ég rjóma nið- ur á borðdúkinn. „Mér þykir það leitt," sagði ég fljótt. Móðir mín tók hvítt handkiæði og vafði því um höfuð mitt eins og það væri vefja- höttur og rétti mér prik. „Nú ertu töframaður með töfra- sprotann þinn," sagði hún. „Segðu töfraorðin „Mér þykir það leitt," tíu sinnum yfir rjómablettinum." Ég gerði það um leið og öll fjöl- skyldan hló að mér. Þegar ég hafði lokið því, spurði móðir mín: „Hvarf bletturinn?” „Nei,“ sagði ég grátklökk, „nei, hann hvarf ekki. Hann myndi ekki hverfa, þó að ég segði milljón sinn- um, að mér þætti það leitt!" „Þetta eru þá engin töfraorð, er það ? Það er það, sem ég vildi að þú vissir. „Mér þykir það leitt," getur aldrei afmáð þann blett, sem augna- bliks gætni hefði getað vamað." Hún þurfti aldrei að minnast á hirðuleysi við mig framar. í hvert skipti og hætta virtist á því, að hirðu- leysið tæki sig upp aftur, fann ég handklæðið og prikið á kodda mín- um til þess að áminna mig. N0T1Ð eingöngu j Minnstu ávallt mildu sápunnar STÍFELSI | Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONftCO. | Austurstræti 14. — Simi 5904. Öruggasta og — bezta handþvottaefnið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.