Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 7, 1944 ástæðu til þess að vilja myrða Ratchett. Nei, en ég hygg, að við getum treyst því, sem Hard- man segir um sjálfan sig. Sagan, sem hann segir um, að Ratchett hafi ráðið sig, er ekki ólíkleg, og hún er að öllum líkindum — þó ekki alveg áreiðanlega — sönn. Ef við ætlum að ganga út frá því, að hún sé sönn, verðum við að atliuga, hvort eitthvað styrki þá skoðun. Það er á mjög ólíklegum stað, í vitnisburði Hildegrade Schmidt. Lýsing hennar á manninum, sem hún sá í svefn- ▼agninum, kemur heim við frásögn Hardmans. Er til nokkur frekari staðfesting á þessum tveim íögum ? Já. Það er hnappurinn, sem frú Hubbard fann i klefa sinum. Svo er líka annað, sem stað- festir það, sem þið hafið líklega ekki tekið eftir.“ „Hvað er það?" „Bæði Arbuthnot og Heetor MacQueen nefndu, að lestarþjónninn hefði gengið framhjá þeirn. Þeim fannst það smávægilegt atriði, en vinir mín- ir, Pierre Michel hefir lýst þvi yfir, að hann hafi ekki farið úr sæti sínu, nema við sérstök tækifæri - og við þau tækifæri þurfti hann ekki að fara i hinn enda vagnsins, framhjá klefanum, þar sem Arbuthnot ofursti og MacQueen sátu. Þessi saga um litla dökkhærða manninn með kvenmannsröddina, sem var klæddur i einkennis- búning lestarþjóns, byggist þvi á frásögn fjögurra votta.“ „Ef frásögn Hildegrade Schmidt er rétt, hvernig stendur þá á því, að lestarþjónninn minntist ekki á, að hafa séð hana, þegar hann kom til þess að svara hringingu frú Hubbards ?“ „Ég held, að það sé útskýrt. Þegar hann kom til þess að svara frú Hubbard, var stúlkan inni hjá húsmóður sinni. Þegar hún að lokum fór aftur i klefa sinn, var lestarþjónninn inni hjá frú Hubbard." Bouc hafði beðið með mikilli fyrirhöfn, þangað til þeir höfðu lokið samræðunum. „Já, já, vinur minn,“ sagði hann óþolinmóður við Poirot. Um leið og ég dáist að gætni þinni og aðferðum, þá vil ég leyfa mér að skjóta því fram, að þú hafir ekki enn snert við deiluefninu. Við erum allir sammála um, að þessi maður sé til. En spurningin er, hvert fór hann?“ Poirot hristi ásakandi höfuðið. „Þér skjátlast. Þér hættir við að taka allt í •fugri röð. Áður en ég spyr sjálfan mig, „hvert kvarf maðurinn", þá spyr ég, „var þessi maður í rauninni til?“ Þú skilur það, að ef maðurinn var uppspuni einn, því auðveldara að láta hann hverfa! Svo að ég þarf að komast að því fyrst, hvort þessi maður sé til úr holdi og blóði.“ „Og nú vitum við að — jæja, hvar er hann núna?“ „Það eru aðeins tvö svör við því, annað hvort er hann enn þá falinn í lestinni á einhverjum svo leyndum stað, að við getum ekki fundið hann; eða hann er, ef við getum orðað það svo, tvær persónur. Það er, hann er bæði hann sjálfur — maðurinn, sem Ratchett óttaðist —- og farþegi í lestinni, svo vel dulbúinn, að Ratchett þekkti hann ekki aftur?“ „Já, það getur verið,“ sagði Bouc, og hann ljómaði allur upp. Svo varð hann þungbúinn aftur. „En það er eitt, sem mótmælir þessu —.“ Poirot greip fram i fyrir honum. „Hæð manns- ins. Er það, það sem þú ætlaðir að segja? Að undanteknum þjóni Ratchetts eru allir farþegarn- ir stórir menn — ítalinn, Arbuthnot ofursti, Hector MacQueen, Andrenyi greifi. Nú, þá er þjónninn eftir — ekki líkleg ágizkun. En það eru aðrir möguleikar. Þið munið eftir kvenlegu röddinni. Það bendir okkur á annað. Maðurinn get- ur verið dulbúinn sem kona, eða jafnvel verið kona. Há kona klædd karlmannsfötum mundi sýn- ast lítil." „En Ratchett hefði vitað —.“ „Ef til vill vissi hann. Ef til vill hefir þessi kona fyrr ógnað lífi hans og verið klædd í karl- mannsföt til þess að geta betur framkvæmt áform sitt. Það getur verið, að Ratchett hafi dottið í hug, að hún myndi nota það bragð aftur, svo að hann segir við Hardman að það sé karlmaður. En hann nefnir samt kvenmannsrödd.“ „Það getur verið,“ sagði Bouc. En—.“ „Heyrðu vinur minn, ég held, ég ætti nú að segja þér frá nokkurri ósamkvæmni, sem dr. Constantine tók eftir.“ Hann sagði frá þeim niðurstöðum, sem hann og læknirinn höfðu komizt að samkvæmt sárum hins dauða. Bouc stundi og hélt um höfuðið. „Ég skil,“ sagði Bouc meðaumkunarfullur. „Ég veit alveg, hvernig þér líður. Það hringsnýst allt í höfðinu á þér, er það ekki?“ „Þctta' er hugarburður!" hrópaði Bouc. „Já, einmitt. Hlægilegt, ótrúlegt ■— það getur ekki verið. Þannig hugsaði ég mcð sjálfum mér. Og þó, vinur minn, er það svona! Maður kemst ekki hjá staðreyndunum.“ „Það er brjálæði!" „Já, er það ekki? Það er svo brjálæðislegt, vin- MAGGI OG EAGGI. Eftir Wally Bishop. Maggi; Hvernig gengur með garðinn ykkar núna? Raggi: Þakka þér fyrir, svona sæmilega. Maggi: Hvað ræktið þið aðal- lega í honum? Raggi: Eiginlega ekkert núna sem stendur. Maggi: Af hverju? Raggi: Okkur vantaði áburð, hann fékst hvergi. Eina ráðið var að smala saman öllum hænsnum í nágrenninu og loka þau inni í garðinum. ur minn, að mér dettur stundum í hug, að það hljóti að vera mjög einfalt — — —“. „En það er bara ein af hugmyndum mínum!“ „Tveir morðingjar,“ stundi Bouc. „Og í Orient hraðlestinni — Hugsunin kom honum næstum til að gráta. „Og nú skulum við gera vitleysuna enn þá brjálæðislegri," sagði Poirot kátur. „1 nótt, sem leið, voru tvær dularfullar persónur- í lestinni. Það er lestarþjónninn, sem kemur heim við lýsingu Hardmans, Hildegrade Schmidt hefir séð hann. Arbuthnot ofursti og MacQueen. Svo er það kon- an í skarlatsrauða sloppnum — há, grönn kona, sem Pierre Michel sá, ungfrú Debenham, Mac- Queen og ég sjálfur. Hver var hún? Enginn í lestinni viðurkennir, að hann eigi skarlatsrauðan slopp. Hún er líka horfin. Var hún og falsaði lestarþjónninn ein og sama persónan? Eða var hún önnur. Hvar eru þau þessi tvö? Og hvar er lestarþjónsbúningurinn og rauði sloppurinn ? “ „Já, það er satt.“ Bouc stökk upp ákafur. „Við verðum að rannsaka farangur farþeganna. Við hljótum að finna eitthvað." Poirot stóð einnig upp. „Ég ætla að spá um það,“ sagði hann. „Þú veizt, hvar það er?“ „Mig grunar dálítið." „Hvar þá?“ „Þú munt finna skarlatsrauða sloppinn í far- angri einhvers karlmannsins, og þú munt finna einkennisbúning lestarþjónsins í farangri Hilde- grade Schmidt.” „Hildegrade Schmidt? Heldur þú —.“ „Nei, ekki það, sem þú ert að hugsa. En ég skal reyna að útskýra það fyrir þér. Ef Hilde- grade Schmidt er sek, þá mun einkennisbúning- urinn ef til vill finnast í farangri hennar. En ef hún er saklaus, þá finnst hann þar áreiðanlega.“ „En hvernig sagði Bouc og þagnaði. „Hvaða hávaði er þetta, sem nálgast?" hrópaði hann, „hann líkist járnbrautarlest, sem er á ferð.“ Hávaðinn kom nær. Það voru hvell óp og upp- hrópanir konu. Hurðin við enda borðstofuvagns- ins opnaðist. Frú Hubbard þaut inn. „Það er hræðilegt!" hrópaði hún. „Það getur ekki verið hryllilegra. 1 svampapokanum mínum! Stór hnífur — allur blóðidrifinn!“ Hún steyptist allt í einu áfram og féll í ómegin í fangi Bouc. 22. KAFLI. Vitnisburður vopnsins. Bouc lagði konuna, sem lá í yfirliði, með höf- uðið upp á borðið. Dr. Constantine kallaði á einn borðstofuþjóninn, sem kom hlaupandi. „Haldið. við höfuð hennar svona,“ sagði lækn- irinn. „Þegar hún raknar við, þá skulið þér gefa henni nokkra dropa af koníaki. Skiljið þér það?“ Svo flýtti hann sér á eftir hinum tveimur. Áhugi hans snerist allur um morðið — honum var sama um miðaldra konur, sem voru að falla í yfirlið. En frú Hubbard hefir líklega raknað fyrr við af þessum aðferðum en hún hefði annars gert. Eftir nokkrar mínútur sat hún upprétt og dreypti á koníaki úr glasi, sem borðstofuþjónninn hafði rétt henni, og talaði nú aftur. „Ég get ekki lýst þvi fyrir yður, hvað það var hræðilegt! Ég býst ekki við því, að nokkur hér í lestinni geti skilið tilfinningar mínar. Ég hefi alltaf verið mjög tilfinninganæm, frá þvi að ég var barn. Ég þarf ekki nema að sjá blóð —! Ég get næstum fallið í ómegin núna aftur við til- hugsunina!" Borðstofuþjónninn rét,ti henni aftur glasið. „Einn dropa enn, frú?“ „Haldið þér, að það sé betra fyrir mig ? Ég er í ævilöngu bindindi. Ég smakka aldrei á áfengi. öll fjölskylda min er í bindindi. En ef þetta er aðeins lyf —.“ Hún saup einu sinni til.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.