Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 7, 1944 5 Fratnhaldssaga: 12 Vegir ástarinnar- Eftir E. A. ROWLANDS „Hvað ætlaði ég að fara að gera!“ barmaði laún sér og fól andlitið í höndum sér. „Ég þakka þér, guð, fyrir það, að ég skuli hafa bjargast nógu snemma!" Tárin streymdu niður vanga hennar, og hún hlustaði með fjálgleik á guðsþjónustuna. Þegar hún fór úr kirkjunni, var hún fastráðin að segja Carrillion lávarði, að hún gæti aldrei orðið eigin- kona hans. XV. KAFLX. Játning. Það var áliðið dags, þegar lafði Sergia kom heim. Lafði Marion og Carrillion lávarður sátu þögul og biðu eftir henni, en lafði Marion hafði varla litið á hana, fyrr en hún hrökk við af hræðslu. Sergia stóð kyrr, rétt fyrir innan dyrnar, og horfði á hana, eins og hún myndi nú fyrst eftir því, sem þær höfðu ákveðið áður en hún fór út. „Þú hefir líklega beðið eftir mér, Marion frænka?" sagði hún; „mér þykir það leitt, en ég get ekki farið neitt í dag; en það má alls ekki hindra það, að þú farir. Við megum ekki svíkja lafði Hylyard; viltu vera svo góð að af- saka mig við hatia." Carrillion lávarður sneri sér strax við og leit á Sergiu; það var eitthvað í rödd hennar, þegar hún talaði, sem hann hafði aldrei heyrt fyrr, og þegar hann athugaði hana betur, varð hann mjög undrandi; því að honum sýndist hún vera með fár í augunum. Hann gekk.til hennar til þess að taka í hönd hennar. „Ég er dálítið þreytt,“ sagði hún og dró hönd- ina fljótt að sér; ,,en mér þykir það leitt, að •g skuli hafa látið þig bíða svona lengi, ég er hrædd um, að ég hafi tafið ykkur Marion.“ „Ó, lafði Marion,“ endurtók Carrillion lávarður fyririitlega, eins og honum væri alveg sama um tilfinningar hennar; „ég er sá eini aumkunarverði, af því að ég hefi saknað þín svo mikið, en þú skalt ekki taka það nærri þér, ég er viss um, að þú hefir ekki getað gert að því, að þér seink- aði. Þú ert svo föl,“ hélt hann áfram. „Þú ættir að hvíla þig dálítið.1' Sergia varð enn þá fölari en hún var fyrir, þegar hún heyrði hann tala þannig. Það var sannarlega kaldhæðni örlaganna, að Carrillion lávarður skyldi einmitt velja þessa stund til þess að sýna henni svona mikla alúð. Það gerði henni miklu erfiðara að segja það, sem hún varð að segja. Að síðustu gat hún hert upp hugann með mikilli fyrirhöfn. „Það er mjög elskulegt af þér að hugsa svona um mig,“ sagði hún, „en ég get ekki hvílt mig núna, og ég er ekki svo mjög þreytt; ég vildi gjarnan tala við þig hefir þú tíma til þess, aðeins nokkrar mínútur?" „Klukkustundir ef þú vilt,“ sagði Carrillion lávarður undrandi og settist við hlið hennar. „Ég þarf að tala við þig, segja þér frá dá- litlu,“ og hún þagnaði ósjálfrátt og dró andann éjúpt. Hefir þú aldrei furðað þið á því, að ég teefi aldrei minnst á þá tíma við þig, áður en faðir minn fékk Stanchester ?“ „Nei,“ sagði Carrillion lávarður og leit hissa á hana. ,,Ég hefði átt að segja þér allt um sjálfa mig,“ sagði Sergia fljótt og ákveðið. „en ég hefi nú PnrtJM P it • Lafði Sergia Wierne, dóttir x. hins ríka gtanchester lá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sinn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi i sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, sem býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það.metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur því til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. Það kvelur Mary, að Julian bróðir hennar hefir andúð á Sergiu. Stanchester lávarður kemur til Stanley Towers og Sergia býður systkinunum í veizlu þangað, en Julian vill ekki fara. Hann undirbýr opnun nýja lestr- arsalsins. Sergia meiðir sig á dansleiknum og Julian bindur um handlegg hénnar. Julian fær Sergiu til að hjálpa Oldcastle bónda, gegn áreitni manns aðnafni Warden. Sergia hjálpar Oldcastle með peningagjöf. En einmitt um þetta leyti verður sprenging í verksmiðjunni og um tuttugu manns slas- ast hættulega. Sergia kemur oft í sjúkra- húsið og huggar og hjálpar þeim sem hafa særst. Ekki tekst að hafa upp á þeim mönn- um, sem voru valdir að sprengingunni. Frú Armstrong og Mary fara í burtu sér til hressingar, en Julian ér heima. Dag nokk- urn biður Sir David Julian um að tala við Sergiu fyrir sig út af Warden, þar sem hann megi ekki vera að því. Julian fer til Sergiu og ákveða þau að fara út saman næsta dag. En þegar hann svo kemur dag- inn eftir má hún eklti vera að því að fara út með honum, hún þarf að heimsækja gamla konu í nágrenninu. Sergia spyr, hvort hann vilji ganga með.sér þangað. Þegar þau eru aftur á heimleið í gegnum skóginn, játar Julian henni ást sína, en Sergia segist aldrei geta gifst honum. Julian reiðist og heldur að hún hafi aðeins leikið sér að tilfinningum hans og lætur mörg biturleg orð falla í hennar garð. Hann fer svo og skilur hana eftir í örvænt- ingu. Nokkru síðar hittir Julian Sir David og segir honum, að hann sé að fara frá Stanchester og hann ætli sér af landi burt. Sir David kemst að því, hvað muni valda brottför Julians, því að á meðan þeir eru að tala saman, fær hann bréf frá Sergiu, þar sem hún tilkynnir trúlofun sína og Carrillions lávarðar. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið hitti svo Sergia Julian úti á götu. Þau tala ekki saman, en hún finnur þá að hún getur alls ekki gifzt Carrillioni lávarði. undanfarið verið svo undarleg, alveg eins og ég — lifði í draumi. Það var ekki fyrr en í dag, að ég skjldi sjálfa mig, en ef þú hefðir spurt mig, þá hefði ég samt sagt þér sannleikann." „En kæra Sergia,“ sagði Carrillion, „því skyldi ég spyrja þig um fortíð þína? Ég býst við því, að hún hafi verið svipuð annarra ungra stúlkna.“ Sergia brosti lítið eitt. „Nei, það hefir hún ekki verið,“ sagði hún hæglega, „það væri ekki gott; fortíð mín hefir verið mjög dapurleg." „Mér þykir það leitt,“ sagði Carrillion lávaröur, sem var hrærður af hinni dapurlegu íödd hennar, „en hvers vegna ættum við að tala urn það núna? Nú ertu vonandi hamingjusöm.“ Hann lcit á hana, um leið og hann hugsaði:„ég vona, au hún verði ekkert óróleg." Það var einmitt hin rólega og tiginmannlega framkoma Sergiu, sem hann var hrifinn af; en honum líkaði alls ekki við hana eins og hún var núna. „Ég ætla að segja þér sannleikann," sagði Sergia alvarlega, „og þegar ég hefi sagt þér frá því, sem ég hefi hingað til álitið leyndarmál lífs míns, þá munt þú áreiðanlega skilja, að ég get aldrei orðið eiginkona þín.“ Carrillion lávarður horfði höggdofa á hana; svo hóf Sergia máls. „Þú veizt það,“ sagði hún lágt, „að við pabbi ferðuðumst mikið um, áður en hann erfði. Ég var oft einmana, og einu sinni skildi hann mig eftir eina i átta vikur í Róm, á meðan hann var í Monaco og skemmti sér við spil. Við vorum fátæk, og ég óskaði þess aðeins, að ég gœti fengið atvinnu, svo að ég gæti unnið mér ein- hverja peninga. Faðir minn var á móti því; hon- um fannst engin skömm að þvi, að við fluttum frá einum stað á annan án þess að borga; og hann tók það heldur ekki nærri sér, að mig skorti það nauðsynlegasta, en stolt hans bannaði mér að vinna mér inn nokkra aura.“ Rödd hennar varð að andvarpi, og Carrillion varð kaldur og hörkulegur á svipinn, en hann sagði ekkert. „Ég verð alltaf svo döpur, þegar ég hugsa til þessara tíma,“ hélt Sergía áfram. „Ég vil að- eins útskýra, hvers vegna ég neyddist til þess að vera óhlýðin föður mínum og finna upp ráð til þess að bjarga mér sjálf. Ég fann upp á því að selja málverk mín; ég hafði einu sinni áður selt nokkur stykki og fengið pöntun um að mála nokkrar myndir. Ég var hamingjusamari en ég hafði lengi verið, en svo kom nokkuð fyrir. Ég fór oft til vinnustofunnar, þar sem myndirnar höfðu verið keyptar af mér. Listmálarinn Signor Caprivi vildi gjarnan hjálpa mér að selja fleiri, og ég var á leið þangað, þegar allt í einu urðu óeirðir á götunni. Það urðu veruleg slagsmál, og; fólkið æpti og skrækti allt í kringum mig. Ég: komst ekki í burtu heldur barst með múginum, þangað til maður nokkur kom mér allt í einu til hjálpar. Hann hafði séð, að ég var í hættu, og bjargaði hann í rauninni lífi mínu. Hann fór með mig heim til sín og kynnti sig sem Lucani greifa, liðsforingja í lífverði páfa. Það getur enginn, nema sá, sem hefir verið jafn einmana og yfir- gefinn og ég, þegar ég var átján ára gömul, skilið, hvað það var dásamlegt fyrir mig að vera sýnd jafnmikil virðing og kurteisi og greifinn sýndi mér, Hann kom upp frá þeim degi daglega til mín þar, sem ég átti heima, og ég var alveg ein og hann hughreysti mig svo vel þá og var mér svo góður, að ég hélt brátt dauðahaldi í hann sem minn eina vin. Nú skil ég ekki, að ég skuli hafa látið hrífast svona fljótt, en — ég var svo ung og óreynd, og hann kunni til fullnustu þá list, að töfra óreynda stúlku. Ráðleggingar hans virtust svo viturlegar og umhyggja hans fyrir mér takmarkalaus. Ég elskaði hann — eða hélt, að ég elskaði hann — fyrr en ég haföi þekkt hann í viku. 1 allan þann tima, kom ég ekki í eitt skipti á vinnustofuna. Lucani greifi fann alltaf eitthvað upp, sem hindraði mig frá því. Þegar hann svo loks sagðist elska mig og bað mig um cð giftast sér, var ég hamingjusöm. Og í fávizku minni Iiélt ég, að faðir minn mundi fagna þvi að ég giftist. Lucani greifi var, eftir því sem hann sagði sjálfur, velauðugur — svo að ég sam- þykkti undir eins að giftast honum í mestu leynd. Hann sagði mér, að hann væri í leyfi og hann vildi nota það, til þess að halda brúðkaup okkar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.