Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 3

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 3
Nó getur elzta klæðaverkstæðið saumað 45 klæðnaði á dag T> RÁÐLEGA verður sjötugur stofnandi eins elzta iðn- og verzlunarfyrirtæikis hér í bænum, Andrés Andrésson klæðskeri. 1 því tilefni hefur Vikan farið í heimsókn í húsið nr. 3 við Laugaveg, þar sem fyrirtækið rekur starfsemi sína á fimm hæðum, verzlun á tveim neðstu hæðunmn, og saumastofur á tveim efri hæðunum og í risinu. Þegar Andrés setti á stofn klæð- skeriaverkstæði sitt árið 1911, störfuðu hjá honum fjórir menn, en nú, 46 árum síðar, hefur hann venjulega í þjónustu sinni um 100 manns, og getur saumað 45 klæðnaði á dag, hvenær sem þörf krefur. En áður en það gæti orðið, hafði klæðskeraverkstæðið tekið miklum breyt- ingum. Árið 1932 var stofnsett hraðsaumadeild og tveimur árum síðar saiunastofa fyrir kven- fatnað. 1942 var svo hraðsaumadeildinni breytt í. svokallaða hringsaumadeild, þar sem hver stúlka saumiar aðeins hluta úr hverri flík. Jafnframt hafa verið fengnar alls kyns fullkomn- ar vélar, svo sem földunar- vél, hnappagatavél, þræði- vélar og blindsamnavélar, margar gerðir af pressum o. s. frv. Við þetta hafa af- köstin að sjálfsögðu marg. faldast. Á síðari árum hef- ur Þórarinn, sonur Andrés- ar haft á hendi stjórn fyr- irtækisins með honum. Uppi undir risinu standa „til- skerarnir“ og sníða úr innlendum og erlendum efnum, karlmanna- fatnað, kápur og' dragtir. I‘eir nota alls konar rafmagnsskurðar- hnífa, sem hanga í loftinu eða renna eftir borðunum og geta sniðið allt að fertugfalt efni. Á næstu hæð fyrir neðan sitja saumastúlkurnar í rúmgóðum söl- um. Flíkin gengur frá stúlku til stúlku og hver stúlka rennir á hana einum saumi með æfðri hendi. Þannig verður flikin smám saman til og er aö lokum send niður í handsaumadeildina, þar sem gengið er frá henni. Og auðvitað þarf flíkin alltaf öðru hverju að fara inn í pressustof- una, þar sem pressaðir eru kant- ar og saumar í gufupressum, sem hver er ætluð til ákveðins verks. Stúlkan á myndinni stendur við kragapressuna. Andrés Andrésson. Ljósmyndirnar tók Pétur Thomsen. Eftir að hafa farið þannig frá manni til manns, gegnum húsið frá risi og niður á búðarhæð, er flíkln tilhúin til sölu. Á götuhæðinni hangir mik- ið úrval af kvenkápum og drögtum og þar er líka smávörudeild. Á annarri hæðinni hangir karlmannafatnaður á löngum slám og bíð- ur eftir því að fá að koma út á götuna á einhverjum snyrtilegum manni. Lengst til hægri á myndinni stendur Þórarinn Andrésson framkvæmdastj. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.